flugfréttir

Telur að Heathrow eigi að vera opinn allan sólarhringinn

- Næturbann óþarfi í dag þar sem flugvélar eru orðnar hljóðlátari

6. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London ætti að vera starfræktur allan sólarhringinn og með því þyrfti ekki að fara út í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni.

Þetta segir Paul Griffiths, forstjóri Dubai Airports sem rekur flugvöllinn í Dubai (DXB) sem er stærsti flugvöllur í heimi er kemur að farþegafjölda í millilandaflugi.

Griffiths segir að með tilkomu nýrri og hljóðlátari flugvéla í dag þá séu hávaðatakmarkanir orðnar óþarfi gagnvart íbúum en Heathrow-flugvöllurinn lokar fyrir flugumferð frá miðnætti til klukkan 6:00 á morgnanna.

„Ólíkt Dubai, þar sem við erum með flugvöllinn í gangi allan sólarhringinn, þá eru flugvellir í Bretlandi lokaðir þriðjung úr sólarhring sem er gríðarlega dýrmætur tími sem fer til spillis. Til hvers eru Bretar svona strangir á opnunartíma flugvalla“, segir Griffiths.

Þótt að Heathrow-flugvöllurinn sé tæknilega opin allan sólarhringinn þá er ekki gert ráð fyrir flugumferð um hann frá 23:30 til klukkan 6 á morgnanna en tugi flugvéla lenda frá Asíu, Ástralíu og Afríku frá klukkan 4:30 til 6:00.

Fyrsta brottförin er klukkan 6:00 sem eru flug Austrian Airlines til Vínarborgar, TAP Portugal til Lissabon og SWISS til Zurich og síðasta flugið er yfirleitt flug Aeroflot til Moskvu klukkan 22:45. Lögð hefur verið fram sú tillaga um að lengja næturbannið á Heathrow upp í sjö klukkustundir.

Paul Griffiths, framkvæmdarstjóri Dubai Airports

Griffiths, sem hefur verið framkvæmdarstjóri hjá Dubai Airports í 10 ár, var áður yfirmaður Gatwick-flugvallarins. Hann telur að heppilegast væri að blanda saman lendingum og flugtökum á báðar flugbrautirnar á Heathrow-flugvelli en í dag er ein flugbrautin notuð fyrir lendingar og hin fyrir flugtök fram til klukkan 15:00 en þá er skipt um braut til að dreifa hávaðamenguninni gagnvart íbúum.

Griffiths segir að ef lendingum og flugtökum yrði blandað á báðar brautirnar væri hægt að auka nýtni vallarins sem gæti þá tekið við meiri flugumferð yfir daginn.

Ekki eru allir sammála Griffiths með að næturbann sé óþarfi vegna þess hversu hljóðlátar flugvélar eru orðnar í dag en John Stewart, forstjóri samtaka um hávaða frá flugvélum á Heathrow-flugvelli (Heathrow Association for the Control of Aircraft Noise), segir að næturflug sé enn mikið áhyggjuefni fyrir íbúa og verði áfram í náinni framtíð og telur hann að ný tækni eigi ekki eftir að breyta því.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) tekur hinsvegar í sama streng og Griffiths og segja þau að takmarkanir á næturflugi um flugvelli hafi gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga í heiminum, farþega og efnahag margra landa.  fréttir af handahófi

Ólíklegt að ákvörðun verði tekin um Boeing 797 á þessu ári

18. september 2018

|

Ekki eru taldar miklar líkur á því að Boeing muni hrinda formlega úr vör Boeing 797 verkefninu á þessu ári en Steven Udvar-Hazy, framkvæmdarstjóri Air Lease flugvélaleigunnar, telur að Boeing 797 ver

Norwegian mun fljúga til Brasilíu

9. ágúst 2018

|

Norwegian ætlar í nóvember í haust að ryðja sér leið inn á Brasilíumarkað og hefur félagið sótt um leyfi til þess að hefja áætlunarflug á milli London og Brasilíu.

Boeing og Embraer í samstarf með KC-390 herflugvélina

2. október 2018

|

Boeing og Embraer eiga nú í viðræðum um fyrirhugað samstarf á framleiðslunni á Embraer KC-390 herflutningavélinni sem Embraer hefur verið með í smíðum sl. ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.