flugfréttir

Telur að Heathrow eigi að vera opinn allan sólarhringinn

- Næturbann óþarfi í dag þar sem flugvélar eru orðnar hljóðlátari

6. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London ætti að vera starfræktur allan sólarhringinn og með því þyrfti ekki að fara út í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni.

Þetta segir Paul Griffiths, forstjóri Dubai Airports sem rekur flugvöllinn í Dubai (DXB) sem er stærsti flugvöllur í heimi er kemur að farþegafjölda í millilandaflugi.

Griffiths segir að með tilkomu nýrri og hljóðlátari flugvéla í dag þá séu hávaðatakmarkanir orðnar óþarfi gagnvart íbúum en Heathrow-flugvöllurinn lokar fyrir flugumferð frá miðnætti til klukkan 6:00 á morgnanna.

„Ólíkt Dubai, þar sem við erum með flugvöllinn í gangi allan sólarhringinn, þá eru flugvellir í Bretlandi lokaðir þriðjung úr sólarhring sem er gríðarlega dýrmætur tími sem fer til spillis. Til hvers eru Bretar svona strangir á opnunartíma flugvalla“, segir Griffiths.

Þótt að Heathrow-flugvöllurinn sé tæknilega opin allan sólarhringinn þá er ekki gert ráð fyrir flugumferð um hann frá 23:30 til klukkan 6 á morgnanna en tugi flugvéla lenda frá Asíu, Ástralíu og Afríku frá klukkan 4:30 til 6:00.

Fyrsta brottförin er klukkan 6:00 sem eru flug Austrian Airlines til Vínarborgar, TAP Portugal til Lissabon og SWISS til Zurich og síðasta flugið er yfirleitt flug Aeroflot til Moskvu klukkan 22:45. Lögð hefur verið fram sú tillaga um að lengja næturbannið á Heathrow upp í sjö klukkustundir.

Paul Griffiths, framkvæmdarstjóri Dubai Airports

Griffiths, sem hefur verið framkvæmdarstjóri hjá Dubai Airports í 10 ár, var áður yfirmaður Gatwick-flugvallarins. Hann telur að heppilegast væri að blanda saman lendingum og flugtökum á báðar flugbrautirnar á Heathrow-flugvelli en í dag er ein flugbrautin notuð fyrir lendingar og hin fyrir flugtök fram til klukkan 15:00 en þá er skipt um braut til að dreifa hávaðamenguninni gagnvart íbúum.

Griffiths segir að ef lendingum og flugtökum yrði blandað á báðar brautirnar væri hægt að auka nýtni vallarins sem gæti þá tekið við meiri flugumferð yfir daginn.

Ekki eru allir sammála Griffiths með að næturbann sé óþarfi vegna þess hversu hljóðlátar flugvélar eru orðnar í dag en John Stewart, forstjóri samtaka um hávaða frá flugvélum á Heathrow-flugvelli (Heathrow Association for the Control of Aircraft Noise), segir að næturflug sé enn mikið áhyggjuefni fyrir íbúa og verði áfram í náinni framtíð og telur hann að ný tækni eigi ekki eftir að breyta því.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) tekur hinsvegar í sama streng og Griffiths og segja þau að takmarkanir á næturflugi um flugvelli hafi gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga í heiminum, farþega og efnahag margra landa.  fréttir af handahófi

Tilkynning Isavia: Vegna komu tyrkneska landsliðsins til Íslands

10. júní 2019

|

Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna frétta af komu tyrkneska karlalandsliðsins í knattspyrnu til Ísland.

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX í júní

4. maí 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt að Boeing 737 MAX þotur félagsins munu ekki fljúga á ný í júní eins og vonast var til þar sem kyrrsetning flugvélanna mun að öllum líkindum dragast á langinn.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Júmbó-fraktþota Cargolux lent í Keflavík með mjaldrana

19. júní 2019

|

Boeing 747-400ERF vöruflutningaflugvél frá Cargolux lenti á Keflavíkurflugvelli núna klukkan 13:40 eftir langt næturflug frá Shanghai í Kína en um borð eru mjaldrarnir tveir, Little Grey og Little W

American sagt ætla að panta Airbus A321XLR

19. júní 2019

|

Talið er að American Airlines sé að undirbúa stóra pöntun í allt að fimmtíu Airbus A321XLR þotur sem sagt er að verði tilkynnt um á flugsýningunni í París.

Qantas pantar 36 Airbus A321XLR þotur

19. júní 2019

|

Airbus fékk í morgun pöntun frá Qantas Group í Airbus A321XLR þotuna en félagið hefur ákveðið að breyta eldri pöntun í 26 Airbus A320neo þotur yfir í A321XLR auk þess sem félagið ætlar að panta 10 s

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00