flugfréttir

Telur að Heathrow eigi að vera opinn allan sólarhringinn

- Næturbann óþarfi í dag þar sem flugvélar eru orðnar hljóðlátari

6. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London ætti að vera starfræktur allan sólarhringinn og með því þyrfti ekki að fara út í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni.

Þetta segir Paul Griffiths, forstjóri Dubai Airports sem rekur flugvöllinn í Dubai (DXB) sem er stærsti flugvöllur í heimi er kemur að farþegafjölda í millilandaflugi.

Griffiths segir að með tilkomu nýrri og hljóðlátari flugvéla í dag þá séu hávaðatakmarkanir orðnar óþarfi gagnvart íbúum en Heathrow-flugvöllurinn lokar fyrir flugumferð frá miðnætti til klukkan 6:00 á morgnanna.

„Ólíkt Dubai, þar sem við erum með flugvöllinn í gangi allan sólarhringinn, þá eru flugvellir í Bretlandi lokaðir þriðjung úr sólarhring sem er gríðarlega dýrmætur tími sem fer til spillis. Til hvers eru Bretar svona strangir á opnunartíma flugvalla“, segir Griffiths.

Þótt að Heathrow-flugvöllurinn sé tæknilega opin allan sólarhringinn þá er ekki gert ráð fyrir flugumferð um hann frá 23:30 til klukkan 6 á morgnanna en tugi flugvéla lenda frá Asíu, Ástralíu og Afríku frá klukkan 4:30 til 6:00.

Fyrsta brottförin er klukkan 6:00 sem eru flug Austrian Airlines til Vínarborgar, TAP Portugal til Lissabon og SWISS til Zurich og síðasta flugið er yfirleitt flug Aeroflot til Moskvu klukkan 22:45. Lögð hefur verið fram sú tillaga um að lengja næturbannið á Heathrow upp í sjö klukkustundir.

Paul Griffiths, framkvæmdarstjóri Dubai Airports

Griffiths, sem hefur verið framkvæmdarstjóri hjá Dubai Airports í 10 ár, var áður yfirmaður Gatwick-flugvallarins. Hann telur að heppilegast væri að blanda saman lendingum og flugtökum á báðar flugbrautirnar á Heathrow-flugvelli en í dag er ein flugbrautin notuð fyrir lendingar og hin fyrir flugtök fram til klukkan 15:00 en þá er skipt um braut til að dreifa hávaðamenguninni gagnvart íbúum.

Griffiths segir að ef lendingum og flugtökum yrði blandað á báðar brautirnar væri hægt að auka nýtni vallarins sem gæti þá tekið við meiri flugumferð yfir daginn.

Ekki eru allir sammála Griffiths með að næturbann sé óþarfi vegna þess hversu hljóðlátar flugvélar eru orðnar í dag en John Stewart, forstjóri samtaka um hávaða frá flugvélum á Heathrow-flugvelli (Heathrow Association for the Control of Aircraft Noise), segir að næturflug sé enn mikið áhyggjuefni fyrir íbúa og verði áfram í náinni framtíð og telur hann að ný tækni eigi ekki eftir að breyta því.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) tekur hinsvegar í sama streng og Griffiths og segja þau að takmarkanir á næturflugi um flugvelli hafi gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga í heiminum, farþega og efnahag margra landa.  fréttir af handahófi

Hóta málsókn vegna orðróms um gjaldþrot félagsins

6. janúar 2019

|

Kínverska flugfélagið Hong Kong Airlines hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hótar því að lögsækja hvaða fyrirtæki eða samtök sem er sem voga sér að hafa uppi efasemdir um fjárhagsstöðu f

Gögnum um vottun var lekið frá Bombardier til Mitsubishi

22. október 2018

|

Bombardier hefur höfðar mál gegn Mitsubishi Aircraft sem er sakað um að hafa á sínum tíma látið fyrrverandi starfsmenn Bombardier komast yfir mikilvæg gögn er varðar vottunarferli á farþegaþotum Bom

Fyrsta A380 risaþotan verður rifin um helgina

25. október 2018

|

Hafist verður handa um helgina við niðurrif á fyrst af þremur Airbus A380 risaþotunum sem hafa staðið að undanförnu á Tarbes-Lourdes flugvellinum í Frakklandi og verður það í fyrsta sinn sem risaþota

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00