flugfréttir

Telur að Heathrow eigi að vera opinn allan sólarhringinn

- Næturbann óþarfi í dag þar sem flugvélar eru orðnar hljóðlátari

6. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:17

Frá Heathrow-flugvellinum í London

Heathrow-flugvöllurinn í London ætti að vera starfræktur allan sólarhringinn og með því þyrfti ekki að fara út í framkvæmdir á þriðju flugbrautinni.

Þetta segir Paul Griffiths, forstjóri Dubai Airports sem rekur flugvöllinn í Dubai (DXB) sem er stærsti flugvöllur í heimi er kemur að farþegafjölda í millilandaflugi.

Griffiths segir að með tilkomu nýrri og hljóðlátari flugvéla í dag þá séu hávaðatakmarkanir orðnar óþarfi gagnvart íbúum en Heathrow-flugvöllurinn lokar fyrir flugumferð frá miðnætti til klukkan 6:00 á morgnanna.

„Ólíkt Dubai, þar sem við erum með flugvöllinn í gangi allan sólarhringinn, þá eru flugvellir í Bretlandi lokaðir þriðjung úr sólarhring sem er gríðarlega dýrmætur tími sem fer til spillis. Til hvers eru Bretar svona strangir á opnunartíma flugvalla“, segir Griffiths.

Þótt að Heathrow-flugvöllurinn sé tæknilega opin allan sólarhringinn þá er ekki gert ráð fyrir flugumferð um hann frá 23:30 til klukkan 6 á morgnanna en tugi flugvéla lenda frá Asíu, Ástralíu og Afríku frá klukkan 4:30 til 6:00.

Fyrsta brottförin er klukkan 6:00 sem eru flug Austrian Airlines til Vínarborgar, TAP Portugal til Lissabon og SWISS til Zurich og síðasta flugið er yfirleitt flug Aeroflot til Moskvu klukkan 22:45. Lögð hefur verið fram sú tillaga um að lengja næturbannið á Heathrow upp í sjö klukkustundir.

Paul Griffiths, framkvæmdarstjóri Dubai Airports

Griffiths, sem hefur verið framkvæmdarstjóri hjá Dubai Airports í 10 ár, var áður yfirmaður Gatwick-flugvallarins. Hann telur að heppilegast væri að blanda saman lendingum og flugtökum á báðar flugbrautirnar á Heathrow-flugvelli en í dag er ein flugbrautin notuð fyrir lendingar og hin fyrir flugtök fram til klukkan 15:00 en þá er skipt um braut til að dreifa hávaðamenguninni gagnvart íbúum.

Griffiths segir að ef lendingum og flugtökum yrði blandað á báðar brautirnar væri hægt að auka nýtni vallarins sem gæti þá tekið við meiri flugumferð yfir daginn.

Ekki eru allir sammála Griffiths með að næturbann sé óþarfi vegna þess hversu hljóðlátar flugvélar eru orðnar í dag en John Stewart, forstjóri samtaka um hávaða frá flugvélum á Heathrow-flugvelli (Heathrow Association for the Control of Aircraft Noise), segir að næturflug sé enn mikið áhyggjuefni fyrir íbúa og verði áfram í náinni framtíð og telur hann að ný tækni eigi ekki eftir að breyta því.

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) tekur hinsvegar í sama streng og Griffiths og segja þau að takmarkanir á næturflugi um flugvelli hafi gríðarleg áhrif á rekstur flugfélaga í heiminum, farþega og efnahag margra landa.  fréttir af handahófi

SAS ætlar að panta 50 Airbus A320neo til viðbótar

10. apríl 2018

|

Scandinavian Airlines (SAS) ætlar að panta yfir 50 Airbus A320neo þotur á næstunni sem eiga að leysa af hólmi eldri Boeing 737 og Airbus A320 þotur.

Icelandair flýgur fyrsta flugið til Dublin

8. maí 2018

|

Icelandair flaug í morgun fyrsta áætlunarflugið til Dublin en félagið mun fljúga til höfuðborgarinnar írsku sex sinnum í viku.

Avinor vill ekki malbika alla flugbrautina í Røros

17. apríl 2018

|

Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

Breiðþota hjá Lufthansa ónýt eftir að dráttarbíll varð alelda

12. júní 2018

|

Ein af Airbus A340-300 breiðþotum Lufthansa er ónýt eftir að hún eyðilagðist í eldi er dráttarbíll, sem dró hana á flugvellinum í Frankfurt í gær, varð alelda.