flugfréttir
ETOPS fer niður í 60 mínútur
- Enn strangari takmarkanir vegna vandamála með Trent 1000 hreyflana

Air New Zealand er eitt þeirra flugfélaga sem hafa orðið fyrir barðinu á vandamálinu með Trent 1000 hreyfilinn
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hefa gefið út ný fyrirmæli vegna vandamála með ákveðna tegund Trent 1000 hreyfla sem skerðir enn frekar rekstur þeirra flugfélaga sem hafa Boeing 787 þotur í flota sínum með tiltekna hreyflategund.
Um miðjan apríl gáfu bandarísk flugmálayfirvöld út fyrirmæli þar sem takmarkanir voru kynntar vegna galla í hreyflablöðum
sem hafa styttri endingartími en gert var ráð fyrir og var fjarflugsleyfi (ETOPS) flugvélanna stytt úr 330 mínútum niður
í 140 mínútur.
Nú hefur FAA tilkynnt að fjarflugsleyfi (ETOPS) þeirra Boeing 787 þotna, sem hafa Trent 1000 hreyfla, verði skert niður í 60 mínútur sem þýðir að viðkomandi þota með tiltekna tegund af Trent 1000 hreyflum
má ekki vera í lengra fjarlægð frá varaflugvelli á langflugi sem nemur einni klukkustund.
Tilmælin ná til þeirra Trent 1000 hreyfla sem eru af gerðinni -A2, -AE2, -C2, -CE2, -D2, -E2, -G2, -H2, -J2, -K2, and -L2 en þau flugfélög sem hafa slíka hreyfla
eru m.a. British Airawys, Thai Airways, Air Europa, Avianca, Ethiopian Airlines, LOT Polish Airlines, Norwegian, Scoot,
Air New Zealand, Royal Brunei Airlines, Virgin Atlantic og LATAM.


9. janúar 2019
|
Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

20. janúar 2019
|
Flugskólinn L3 Commercial Aviation mun á næstunni fara af stað með sérstakan atvinnuflugmannsbekk sem eingöngu er ætlaður kvenfólki og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa þar sem mun fleiri umsók

20. desember 2018
|
Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.