flugfréttir

Póstflugið 100 ára: Fljúga sömu leið og farin var árið 1918

- Þrjár Stearman 4 Speedmail þvíþekjur taka þátt í sex daga löngu flugi

13. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:47

Flugferðin eftir Contract Air Mail Route 8 flugleiðinni hófst í dag í San Diego og endar á föstudag í Seattle

Þessa vikuna er því fagnað að 100 ár eru liðin frá því að fyrsta reglubundna póstflugið var flogið í Bandaríkjunum með flugvélum.

Til heiðurs aldarafmælis póstflugs þá lagði hópur gamalla flugvéla, sem smíðaðar voru á fjórða áratugnum, af stað í samflug þar sem gamla flugleiðin var flogin árið 1918 sem var ein af fyrstu póstflugleiðum sem farnar voru í Ameríku.

Flugleiðin sem um ræðir hét Contract Air Mail Route 8 en sú leið var flogin frá San Diego og upp eftir vesturströndinni til Seattle.

Þrjár flugvélar lögðu af stað í dag frá Gillespie Field flugvellinum í San Diego en um er að ræða Stearman 4 Speedmail tvíþekjur, eina af gerðinni Model 4DM-1 og tvær af gerðinni Model 4DM-1 en alls eru átta flugmenn sem taka þátt í heiðursfluginu, sex karlmenn og tvær konur.

Kort af Contract Air Mail Route 8 sem flugvélarnar þrjár munu fljúga eftir

Fyrsta stoppið á þeim 12 stöðum sem flugvélarnar munu hafa viðkomu á verður Whiteman Field í Los Angeles og á Meadows Field í Bakersfield en þaðan munu vélarnar fljúga til Fresno, Concord, San Francisco, Redding, Medford, Eugene, Olympia og er áætluð koma til Seattle næstkomandi föstudag, þann 18. maí.

Styrktaraðili flugsins er Western Antique Airplane and Automobile Museum safnið í Ohio með stuðningi frá bandarísku póstþjónustunni, U.S. Postal Service.

Flugvélarnar munu allar fljúga með sérstök heiðursumslög sem farið verður með og póstlagt á hverjum áfangastað.

Af þeim fjörutíu og einni Stearman 4 Speedmail flugvél sem smíðaðar voru frá árinu 1930 þá eru sjö af þeim enn flughæfar í dag og taka þrjár af þeim þátt í fluginu.

Sögu póstflugs má rekja aftur til ársins 1785 er póstur var sendur milli staða með loftbelgjum og var eitt það fyrsta flogið yfir Ermasundið frá Dover til Calais í Frakklandi.

Fyrsta póstflugið með flugvél í Bandaríkjunum var flogið þann 23. september árið 1911 með Bleirot-tvíþekju frá Garden City í New Jersey til Mineola í New York.

Flugmennirnir Jeff Hamilton og Addison Pemberton fylla á vélina í undirbúningi fyrir flugið í seinustu viku

Póstflugmenn voru þeir sem ruddu brautina í flugsögunni og flugu þeir með póst milli staða í nánast hvaða veðri sem er til að koma sendingum á milli áfangastaða.

Það var þann 15. maí árið 1918 sem Woodrow Wilson forseti Bandaríkjanna og þingmenn frá bandaríska þinginu fylgdust með er ungur flugmaður kom sér fyrir í lítilli flugvél á Potomac Park í Washington þar sem hann hélt af stað í flug til New York sem markaði upphafið af fyrsta póstfluginu.

Frá einu af fyrstu póstflugsferðunum á öðrum áratugi síðustu aldar

Reglubundið póstflug hófst þremur dögum síðar eða þann 18. maí 1918 er herflugmenn flugu með póst frá Washington til Long Island í New York með viðkomu í Philadelphia til að koma til móts við kröfur póstþjónustunnar sem fór fram á fljótlegri leið til að koma pósti milli borganna.

Þann 12. ágúst sama ár tók póstþjónustan yfir alla starfsemina og voru flugmenn og flugvirkjar ráðnir til starfa til að fljúga og viðhalda sex flugvélum sem smíðaðar voru af Standard Aircraft Corporation en hver flugvél gat borið um 90 kíló af pósti og flugmann sem vó 80 kíló.

Kost af póstflugsleiðinum sem farnar voru í Bandaríkjunum árið 1920

Póstflugleiðunum fjölgaði ört og var byrjað að fljúga með póst frá New York til Chicago árið 1919 og árið 1920 var flogið með póst frá Chicago til San Francisco.

Árið 1921 fóru tvær flugvélar í lengsta póstflugið þá. Önnur vélin fór frá New York til San Francisco og hin frá San Francisco til New York með tvo flugmenn um borð hvor.

Leiðin var talin það hættuleg að aðeins voru sjálfboðaliðaflugmenn sem tóku verkið að sér en önnur vélin náði ekki á að ljúka fluginu alla leið vegna veðurs.

Flugmennirnir átta sem fljúga heiðursflugið frá San Diego til Seattle

Árið 1926 var orðin það mikil þróun í fluginu að póstþjónustan ákvað að gefast upp á að sinna þessari starfsemi og var gerður samningur við flugfélög sem flugu með póst á áfangastaði í stað þess að láta litlar flugvélar fara í svaðilfarir þvers og kruss um Bandaríkin.

Á vefsíðunni cam8in2018.com má fylgjast með ferðum hópsins og sjá hvar þeir eru staddir hverju sinni auk þess sem skoða má myndir og blog um leiðangurinn.

Fleiri myndir af Instagram-síðu hópsins:











  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga