flugfréttir

Biluð sogdæla í blindflugi talin orsök flugslyss

- Flugmaður tapaði áttum er mælar hættu að virka

25. maí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:44

Flugmaðurinn var að fljúga frá North Myrtle í Suður-Karólínu til Plainville í Connecticut

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út lokaskýrslu vegna flugslyss sem átti sér stað í New York fylki í Bandaríkjunum í maí árið 2016 er lítil flugvél fórst með þeim afleiðingum að þrír létu lífið.

Flugmaðurinn var að fljúga blindflug í yfirlandsflugi á flugvél af gerðinni Beechcraft Bonanza V35 en er hann var í sjónflugi á milli skýjalaga í 7.000 fetum, og var að nálgast áfangastað, tilkynnti hann flugumferðarstjórn að hann ætti í vandamálum með nokkra mæla þar sem sogdælan hefði bilað skyndilega.

Flugmaðurinn hélt fluginu áfram í átt að áfangastað þar veðurskilyrði voru mun betri en á öðrum flugvöllum í nágrenninu en þegar hann fékk upplýsingar um aðflugsferil fyrir GPS aðflug að flugvellinum þá tilkynnti flugmaðurinn um að hann hefði „misst hálfpartinn“ stjórn á vélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með bilaða mæla.

Flugvélin, Beech Bonanza, bar skráninguna N440H

Skömmu síðar lét hann vita af því að fleiri mælar væru dottnir út og væri hann að reyna klifra aftur upp í 7.000 fet til að halda sig í öryggri flughæð.

Flugumferðarstjóri spurði flugmanninn hvort hann vildi fá veðurupplýsingar á varaflugvöllum ef hann vildi lenda þar í staðinn en ekkert svar kom og heyrði turninn ekkert meira frá flugmanninum.

Samkvæmt upplýsingum úr radar þá kom í ljós að flugvélin hefði tekið nokkra beygjur og misst hæð á víxl þar til engin frekari gögn bárust og rofnaði samband við vélina.

Flak vélarinnar fannst í fjórum hlutum nálægt bænum Sysosset í New York og voru allir þeir þrír, sem voru um borð, látnir.

Brak vélarinnar sem fórst nálægt bænum Syosset í New York

Samkvæmt upplýsingum úr ratsjá og samkvæmt slóð eftir brak vélarinnar er talið að flugmaðurinn hafi tapað áttum og skynjun á stöðu og stefnu vélarinnar þar sem mælarnir höfðu dottið út í blindflugsskilyrðum og við það misst stjórn á vélinni.

Talið er að vélin hafi brotnað upp vegna álags sökum þess hraða sem hún náði er hún féll stjórnlaus til jarðar.

Sogadæla úr sambærilegri flugvél og þeirri sem fórst

Samkvæmt fyrirtækinu sem framleiðir sogdæluna, sem var í vélinni, þá er ætlast til þess að skipt sé um dæluna annað hvort á 500 flugtíma fresti eða á sex ára fresti eftir því sem við á.

Þjónustutilmælin eru ekki skylda fyrir flugrekstur er varðar Part 91 reglugerð og var sogdælan í vélinni orðin 17 ára gömul, framleidd árið 1999.

Við rannsókn slyssins kom í ljós að snúningsskífa í sogdælunni hafði losnað á nokkrum stöðum og skemmt sogdæluhúsið með þeim afleiðingum að sogdælan hætti að virka og knýja áfram þá mæla sem hún tengist.

Lokaniðurstaða NTSB er sú að flugmaðurinn hafði ekki lengur stjórn á flugvélinni þar sem hann var komin í blindflugsskilyrði með aðeins hlut af þeim mælum virka sem nauðsynlegir eru til þess að fljúga við slík skilyrði vegna bilunarinnar í sogdælunni.

Þá er orsökin einnig rakin til þess að sogdælan var komin á tíma og umfram þau sex ár sem framleiðandi dælunnar mælir með er kemur að því að skipta um dælu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga