flugfréttir

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

- Efast um að þróun og hönnun á nýjum hreyfli muni valda seinkun

4. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, gerir ráð fyrir því að ákvörðun um Boeing 797 verði tekin ekki síðar en á næsta ári en núverandi hönnun gerir ráð fyrir að nýja þotan muni taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugdrægi upp á 5.000 nm.

Tinseth segir að verið sé að ákveða mál er varðar framleiðsluna sjálfa á þotunni og þar á meðal hvar hún verður framleidd en farþegaþotur Boeing eru í dag framleiddar á tveimur stöðum á Seattle-svæðinu og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Báðir hreyflaframleiðendurnir, Rolls-Royce og Pratt & Whintey, eru í dag að glíma við vandamál með hreyfla sem knýja áfram Airbus A320neo og Boeing 787 en Tinseth segist jákvæður á að þeir eigi eftir að koma fram með hugmyndir að þróun hreyfils fyrir Boeing 797 sem miðar af því að hægt sé að afhenda fyrstu eintökin kringum árið 2025.

Randy Tinsethsegir að Boeing muni kynna Boeing 797 formlega til leiks á næsta ári í síðasta lagi

„Ef við horfum á þróunina sl. 20 til 30 ár þá hafa hreyflar orðið sífellt hagkvæmari og erum við vissir um að þeir eigi eftir að yfirstíga sín vandamál á næstunni og geta byrjað að vinna að hreyfli fyrir nýju þotuna“, segir Tinseth.

„Við höfum rætt við 57 mögulega viðskiptavini og höfum fengið mörg álit og allir hafa sagt okkur sínar skoðanir þannig við erum komnir með góða hugmynd um hvernig flugvélin á að vera svo hún henti sem flestum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

Tveir flugmenn hjá easyJet reknir vegna mynda á Snapchat

5. apríl 2018

|

Tveimur flugmönnum hjá easyJet hefur verið sagt upp störfum í kjölfars myndskeiða sem þeir tóku af hvorum öðrum á Snapchat en efnið vakti athygli á öðrum samfélagsmiðlum og fór þaðan í fjölmiðla í Br

Tvær þotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri

7. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ástralíu rannsaka nú alvarlegt atvik sem átti sér stað á flugvellinum í Perth er tvær farþegaþotur af gerðinni Boeing 737 fóru of nálægt hvor annarri.

Átta einkaþotur skemmdust er flugskýli hrundi í óveðri

4. apríl 2018

|

Að minnsta kosti átta einkaþotur skemmdust í Texas í gærkvöldi eftir að flugskýli splundraðist í óveðri sem gekk yfir Houston.

  Nýjustu flugfréttirnar

EasyJet hefur mikinn áhuga á að fljúga um Heathrow

16. júní 2018

|

EasyJet hefur mikinn áhuga á því að hefja áætlunarflug um Heathrow-flugvöllinn í London en það myndi þó ekki gerast fyrr en eftir stækkun vallarins með þriðju flugbrautinni.

Icelandair flaug 600 farþegum í þremur þotum á HM í Rússlandi

15. júní 2018

|

Alls hafa um 600 farþegar flogið í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag.

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnaf

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Mótmæltu úrslitum kosninga og kveiktu í flugvél

15. júní 2018

|

Farþegaflugvél af gerðinni de Havilland DHC-8 202Q Dash 8 brann til kaldra kola á flugvellinum í Mendi í Papúa-Nýju Gíneu eftir að reiðir mótmælendur, sem voru óánægðir með úrslit úr sveitastjórnarko

Ryanair mun hefja flug um London Southend flugvöll

14. júní 2018

|

Ryanair ætlar sér að gera London Southend flugvöllinn að einni að bækistöð sinni sem verður þriðja starfsstöð flugfélagsins í London á eftir London Stansted og London Luton.

367 þúsund farþegar með Icelandair í maí

13. júní 2018

|

Alls voru 367.530 farþegar sem flugu með Icelandair í maímánuði og fjölgaði þeim um 10 prósent miðað við maí á síðasta ári.

Farþegaþota þurfti að stöðva fyrir krókódíl í Orlando

13. júní 2018

|

Farþegaþota frá bandaríska flugfélaginu Spirit Airlines þurfti að bíða í nokkrar mínútur eftir lendingu á flugvellinum í Orlando vegna krókódíls sem var að ganga yfir flugvallarsvæðið.

Flugmenn Air France boða til fjögurra daga verkfalls

13. júní 2018

|

Flugmenn hjá franska flugfélaginu Air France hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá og með 23. júní.

Breiðþota hjá Lufthansa ónýt eftir að dráttarbíll varð alelda

12. júní 2018

|

Ein af Airbus A340-300 breiðþotum Lufthansa er ónýt eftir að hún eyðilagðist í eldi er dráttarbíll, sem dró hana á flugvellinum í Frankfurt í gær, varð alelda.