flugfréttir

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

- Efast um að þróun og hönnun á nýjum hreyfli muni valda seinkun

4. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, gerir ráð fyrir því að ákvörðun um Boeing 797 verði tekin ekki síðar en á næsta ári en núverandi hönnun gerir ráð fyrir að nýja þotan muni taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugdrægi upp á 5.000 nm.

Tinseth segir að verið sé að ákveða mál er varðar framleiðsluna sjálfa á þotunni og þar á meðal hvar hún verður framleidd en farþegaþotur Boeing eru í dag framleiddar á tveimur stöðum á Seattle-svæðinu og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Báðir hreyflaframleiðendurnir, Rolls-Royce og Pratt & Whintey, eru í dag að glíma við vandamál með hreyfla sem knýja áfram Airbus A320neo og Boeing 787 en Tinseth segist jákvæður á að þeir eigi eftir að koma fram með hugmyndir að þróun hreyfils fyrir Boeing 797 sem miðar af því að hægt sé að afhenda fyrstu eintökin kringum árið 2025.

Randy Tinsethsegir að Boeing muni kynna Boeing 797 formlega til leiks á næsta ári í síðasta lagi

„Ef við horfum á þróunina sl. 20 til 30 ár þá hafa hreyflar orðið sífellt hagkvæmari og erum við vissir um að þeir eigi eftir að yfirstíga sín vandamál á næstunni og geta byrjað að vinna að hreyfli fyrir nýju þotuna“, segir Tinseth.

„Við höfum rætt við 57 mögulega viðskiptavini og höfum fengið mörg álit og allir hafa sagt okkur sínar skoðanir þannig við erum komnir með góða hugmynd um hvernig flugvélin á að vera svo hún henti sem flestum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

Misheppnaður vatnsbogi virkjaði neyðarrennibraut

10. apríl 2019

|

Bilun í búnaði á slökkviliðsbíl er kom að því að gera vatnsboga til heiðurs jómfrúarflugi á flugvellinum í Dubai í fyrra varð til þess að hleri á neyðarútgang á Airbus A320 þotu skaust inn í farþegar

American sagt ætla að panta Airbus A321LR og A321XLR

9. júní 2019

|

American Airlines er sagt vera að íhuga að leggja inn pöntun í Airbus A321LR þotuna eða jafnvel Airbus A321XLR og kemur fram að félagið eigi í viðræðum við flugvélaframleiðandann varðandi pöntunina.

Annað dótturfélag Avianca hættir rekstri

10. júní 2019

|

Avianca Argentina hefur hætt starfsemi sinni í bili og er þetta annað dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca til að hætta rekstri á eftir Avianca Brasil.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00