flugfréttir

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

- Efast um að þróun og hönnun á nýjum hreyfli muni valda seinkun

4. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, gerir ráð fyrir því að ákvörðun um Boeing 797 verði tekin ekki síðar en á næsta ári en núverandi hönnun gerir ráð fyrir að nýja þotan muni taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugdrægi upp á 5.000 nm.

Tinseth segir að verið sé að ákveða mál er varðar framleiðsluna sjálfa á þotunni og þar á meðal hvar hún verður framleidd en farþegaþotur Boeing eru í dag framleiddar á tveimur stöðum á Seattle-svæðinu og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Báðir hreyflaframleiðendurnir, Rolls-Royce og Pratt & Whintey, eru í dag að glíma við vandamál með hreyfla sem knýja áfram Airbus A320neo og Boeing 787 en Tinseth segist jákvæður á að þeir eigi eftir að koma fram með hugmyndir að þróun hreyfils fyrir Boeing 797 sem miðar af því að hægt sé að afhenda fyrstu eintökin kringum árið 2025.

Randy Tinsethsegir að Boeing muni kynna Boeing 797 formlega til leiks á næsta ári í síðasta lagi

„Ef við horfum á þróunina sl. 20 til 30 ár þá hafa hreyflar orðið sífellt hagkvæmari og erum við vissir um að þeir eigi eftir að yfirstíga sín vandamál á næstunni og geta byrjað að vinna að hreyfli fyrir nýju þotuna“, segir Tinseth.

„Við höfum rætt við 57 mögulega viðskiptavini og höfum fengið mörg álit og allir hafa sagt okkur sínar skoðanir þannig við erum komnir með góða hugmynd um hvernig flugvélin á að vera svo hún henti sem flestum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

24. júlí 2018

|

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

Cobalt Air í alvarlegum rekstarvanda

14. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air á í alvarlegum fjárhagserfiðleikum eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að frysta erlendar fjárfestingar meða kínverskra fyrirtækja.

Síðasta flug Azores Airlines með Airbus A310

13. október 2018

|

Flugfélagið Azores Airlines mun hætta með Airbus A310 þoturnar á morgun, 15. október, en félagið hefur haft þær í flota sínum í næstum tvo áratugi eða frá árinu 2000.

Rangar upplýsingar um afkastagetu í flugtaki rannsakað

12. október 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi rannsaka nú enn annað atvikið hjá easyJet er varðar rangan útreikning fyrir flugtak.