flugfréttir

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

- Efast um að þróun og hönnun á nýjum hreyfli muni valda seinkun

4. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, gerir ráð fyrir því að ákvörðun um Boeing 797 verði tekin ekki síðar en á næsta ári en núverandi hönnun gerir ráð fyrir að nýja þotan muni taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugdrægi upp á 5.000 nm.

Tinseth segir að verið sé að ákveða mál er varðar framleiðsluna sjálfa á þotunni og þar á meðal hvar hún verður framleidd en farþegaþotur Boeing eru í dag framleiddar á tveimur stöðum á Seattle-svæðinu og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Báðir hreyflaframleiðendurnir, Rolls-Royce og Pratt & Whintey, eru í dag að glíma við vandamál með hreyfla sem knýja áfram Airbus A320neo og Boeing 787 en Tinseth segist jákvæður á að þeir eigi eftir að koma fram með hugmyndir að þróun hreyfils fyrir Boeing 797 sem miðar af því að hægt sé að afhenda fyrstu eintökin kringum árið 2025.

Randy Tinsethsegir að Boeing muni kynna Boeing 797 formlega til leiks á næsta ári í síðasta lagi

„Ef við horfum á þróunina sl. 20 til 30 ár þá hafa hreyflar orðið sífellt hagkvæmari og erum við vissir um að þeir eigi eftir að yfirstíga sín vandamál á næstunni og geta byrjað að vinna að hreyfli fyrir nýju þotuna“, segir Tinseth.

„Við höfum rætt við 57 mögulega viðskiptavini og höfum fengið mörg álit og allir hafa sagt okkur sínar skoðanir þannig við erum komnir með góða hugmynd um hvernig flugvélin á að vera svo hún henti sem flestum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

Saudia í viðræðum um kaup á Boeing 777X

10. júlí 2018

|

Saudi Arabian Airlines er sagt í viðræðum við Boeing um mögulega pöntun í arftaka Boeing 777 þotunnar.

Fimm ára gamall flugvöllur hefur misst öll flugfélögin

15. júní 2018

|

Nýi flugvöllurinn í Kolombó, höfuðborg Sri Lanka, hefur kvatt síðasta flugfélagið sem hefur yfirgefið flugvöllinn og ekkert flugfélag í dag sem flýgur áætlunarflug lengur til vallarins sem opnaður va

Flugmenn Ryanair í Hollandi íhuga einnig verkfallsaðgerðir

31. júlí 2018

|

Spenna í samningaviðræðum milli flugmanna Ryanair og stjórnar félagsins hefur nú breytt úr sér yfir til Hollands en hollenskir flugmenn hjá Ryanair íhuga nú einnig að hefja verkfallsaðgerðir ef ekki

  Nýjustu flugfréttirnar

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er

Primera Air semur við danskan flugskóla um flugnámsleið

15. ágúst 2018

|

Primera Air hefur gert samning við danska flugskólann Center Air Pilot Academy (CAPA) í Roskilde um svokallað cadet-flugnám sem miðar af því að útskrifaðir atvinnuflugmannsnemar fái starf hjá flugfél

Air Tanzania stefnir á að hefja flug til Evrópu á ný

15. ágúst 2018

|

Air Tanzania ætlar sér að hefja áætlunarflug til Evrópu en félagið er ríkisflugfélag Tanzaníu og var það stofnað árið 1977.

Flugöryggi enn ábótavant í Rússlandi þrátt fyrir tilmæli

15. ágúst 2018

|

Flugmálayfirvöld í Rússlandi segja að tillögur að endurbótum í flugöryggi í landinu hafi ekki enn skilað árangri þrátt fyrir tilmæli sem gefin voru út á sínum tíma varðandi slíkt.

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

MH370: Vill að kenning um laumufarþega verði rannsökuð

14. ágúst 2018

|

Philp Baum, sérfræðingur í flugöryggi og ritstjóri Aviation Security International, hvetur yfirvöld til þess að rannsaka þann möguleika að laumufarþegi gæti hafa verið um borð í malasísku farþegaþotu