flugfréttir

Stefnt á að Boeing 797 komi á markaðinn árið 2025

- Efast um að þróun og hönnun á nýjum hreyfli muni valda seinkun

4. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:12

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing

Boeing gerir ráð fyrir að Boeing 797 þotan muni koma á markað um miðjan næsta áratug þrátt fyrir að þróun og hönnun á nýjum hreyfli gæti orðið hausverkur.

Randy Tinseth, markaðsstjóri Boeing, gerir ráð fyrir því að ákvörðun um Boeing 797 verði tekin ekki síðar en á næsta ári en núverandi hönnun gerir ráð fyrir að nýja þotan muni taka frá 220 til 270 farþega og hafa flugdrægi upp á 5.000 nm.

Tinseth segir að verið sé að ákveða mál er varðar framleiðsluna sjálfa á þotunni og þar á meðal hvar hún verður framleidd en farþegaþotur Boeing eru í dag framleiddar á tveimur stöðum á Seattle-svæðinu og í North Charleston í Suður-Karólínu.

Báðir hreyflaframleiðendurnir, Rolls-Royce og Pratt & Whintey, eru í dag að glíma við vandamál með hreyfla sem knýja áfram Airbus A320neo og Boeing 787 en Tinseth segist jákvæður á að þeir eigi eftir að koma fram með hugmyndir að þróun hreyfils fyrir Boeing 797 sem miðar af því að hægt sé að afhenda fyrstu eintökin kringum árið 2025.

Randy Tinsethsegir að Boeing muni kynna Boeing 797 formlega til leiks á næsta ári í síðasta lagi

„Ef við horfum á þróunina sl. 20 til 30 ár þá hafa hreyflar orðið sífellt hagkvæmari og erum við vissir um að þeir eigi eftir að yfirstíga sín vandamál á næstunni og geta byrjað að vinna að hreyfli fyrir nýju þotuna“, segir Tinseth.

„Við höfum rætt við 57 mögulega viðskiptavini og höfum fengið mörg álit og allir hafa sagt okkur sínar skoðanir þannig við erum komnir með góða hugmynd um hvernig flugvélin á að vera svo hún henti sem flestum“, bætir Tinseth við.  fréttir af handahófi

Bilun í báðum hreyflum á Airbus A330 þotu

24. desember 2018

|

Bilun kom upp í báðum hreyflum á Airbus A330-200 breiðþotu frá Brussels Airlines er þotan var á leiðinni frá Kinshasa í Kongó til Brussel.

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Brasilía gefur grænt ljós fyrir samstarfi Boeing og Embraer

11. janúar 2019

|

Ríkisstjórnin í Brasilíu hefur gefið grænt ljós fyrir samstarfi Boeing og Embraer þar í landi en flugvélaframleiðendurnir stefna á samstarf í framleiðslu á farþegaþotum og einnig á flugvélum fyrir he

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00