flugfréttir
Airbus mun ganga frá kaupum á CSeries 1. júlí

Bombardier hefur framleitt CSeries-þoturnar frá árinu 2012
Airbus mun ganga frá kaupsamningi við Bombardier vegna kaupa á CSeries-framleiðslunni þann 1. júlí næstkomandi.
Airbus segir að framleiðandinn sé komin með öll gögn í hendur frá evrópskum flugmálayfirvöldum
vegna kaupa á 50.1% hlut í framleiðslu á CS100 og CS300 þotunum sem Bombardier
hefur átt í basli við að selja til flugfélaganna.
Aðalskrifstofur CSeries verkefnisins og framleiðsla þotnanna verður áfram í Mirabel
í Montréal eftir kaupin en til stendur að reisa nýjar verksmiðjur í Mobile í Alabama
þar sem Airbus framleiðir í dag Airbus A320 þotur fyrir Ameríkumarkað.
Þá hefur komið fram að CSeries-þoturnar muni breyta um nafn með tilkomu aðild
Airbus að framleiðslunni og mun CS100 þotan koma til með að heita Airbus A210 á meðan
C300 verður A230.
CSeries-þotan mun verða ein af vörum Airbus sem á eftir að styrkja stöðu
framleiðandans er kemur að minni farþegaþotum en sala á Airbus A319neo hefur ekki gengið
vel að undanförnu og hafa aðeins 30 eintök verið seld á meðan A320neo hefur selst
í yfir 4.000 eintökum.


25. janúar 2019
|
Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

6. desember 2018
|
Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

28. nóvember 2018
|
Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.