flugfréttir

Isavia afhendir Landsbjörgu hópslysakerrur

15. júní 2018

|

Frétt skrifuð kl. 12:19

Styrktarsjóður Isavia og Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stofnaður árið 2012 með það að markmiði að efla hópslysaviðbúnað í nágrenni flugvalla á Íslandi

Í dag, fimmtudaginn 14. júní, lauk Isavia með formlegum hætti við að afhenda Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hópslysakerrur, sem eru afrakstur sameiginlegs verkefnis styrktarsjóðs Isavia og Slysavarnafélagsins en afhendingin fór fram á Reykjavíkurflugvelli.

Kerrurnar eru níu talsins og eru sérhannaðar af félögunum tveimur og munu stórefla hópslysaviðbúnað á Íslandi en þær eru ætlaðar til nota á svæðum þar sem er hætta á hópslysum og viðbragð vegna staðsetningar takmarkað.

Ákveðinn grunnbúnaður er í kerrunum og miðast er við að hægt sé að veita skjól og aðhlynningu á vettvangi þar sem sjúkraflutningar og sérhæfð bráðaaðstoð þarf að fara um langan veg.

Í hverri kerru er m.a. að finna 18 sjúkrabörur, 30 fermetra tjald, rafstöð, hitablásara og þrjátíu ullarteppi.

Kerrurnar eru níu talsins og eru sérhannaðar

Björgunarsveitirnar sem fá hópslysakerrurnar afhentar eru Kári í Öræfum, Stefán í Mývatnssveit, Björgunarfélag Ísafjarðar, Lífsbjörg í Ólafsvík, Blakkur á Patreksfirði, Flugbjörgunarsveitin Varmahlíð, Vopni í Vopnafirði, Dagrenningur í Hólmavík og björgunarsveitin Bára á Djúpavogi.

Nánar um verkefnið

Styrktarsjóður Isavia og Slysavarnafélagsins Landsbjargar var stofnaður árið 2012 með það að markmiði að efla hópslysaviðbúnað í nágrenni flugvalla á Íslandi en markmiðið var síðar útvíkkað og styrkjum einnig beint til svæða nálægt fjölförnum ferðamannastöðum.

Frá stofnun hefur Isavia styrkt björgunarsveitir um allt land um tæplega 40 milljónir króna. Með kerruverkefninu mun Isavia styrkja sveitirnar um 36 milljónir króna til viðbótar. Áhersla Isavia er að vera ábyrgur aðili í ferðaþjónustu, fyrst var farið í að styrkja viðbúnað á og við flugvelli en síðar einnig að efla þau svæði þar sem viðbragð vegna staðsetningar er takmarkað.

Fram til ársins 2019 er það hlutverk sjóðsins að koma upp sérstökum hópslysakerrum með öllum helsta búnaði sem grípa þarf til, t.d. við rútuslys. Kerrurnar eru afhentar björgunarsveitum sem eru við fjölfarna ferðamannastaði og eru í umhverfi þar sem langt er í aðstoð annarra viðbragðsaðila. Isavia gerði samantekt á hvar þörfin væri mest og kerrum þessum forgangsraðað samkvæmt þeirri samantekt. Samstarf Isavia og björgunarsveita hefur verið farsælt um árabil en sveitirnar eru hryggjarstykkið í almannavarnarviðbúnaði landsins, þ.m.t. á flugvöllum.

Búnaðurinn í kerrunum miðast við að björgunarsveitafólk geti veitt skjól og aðhlynningu á slysstað utan alfaraleiðar á stöðum þar sem langt er í heilbrigðisþjónustu og aðrar bjargir. Við val á staðsetningu kerranna var tekið mið af fjölda ferðamanna, viðbragðsaðilum á viðkomandi svæði, áhættugreiningu almannavarna og hópslysaskýrslu Isavia.

Isavia er einn stærsti styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur undanfarin ár styrkt hópslysaviðbúnað björgunarsveita í kringum ferðamannastaði og flugvelli um allt land úr styrktarsjóði sínum og þannig bætt hópslysaviðbúnað mjög á þeim stöðum. Nú er gengið skrefinu lengra og hópslysaviðbúnaður efldur þar sem upp á vantar.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga