flugfréttir

Fimleikaatriði undir einkaþotu á St. Maarten gagnrýnt á Netinu

- Vilja meina að fimleikaparið hefði stofnað lífi farþega um borð í hættu

10. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:06

Oleg Kolisnichenko og Yulia Nos hafa æft saman fimleika frá árinu 2015

Fimleikapar frá Úkraínu hefur nú komist í heimsfréttirnar vegna ljósmyndar sem tekin var af þeim á Maho-ströndinni frægu í St. Maarten.

Á myndinni, sem hefur vakið mikla athygli, sjást hvar þau framkvæma fimleikaatriði þar sem konan, Yulia Nos, stendur á einni hendi ofan á höfði mannsins, Oleg Kolisnichenko, á sama tíma og einkaþota svífur yfir þeim í lágri hæð á leið inn til lendingar að Princess Juliana flugvellinum.

Myndin var sett inn á Instagram hjá Oleg í seinasta mánuði en núna fyrst hefur hún farið víða og hafa margir skrifað neikvæð ummæli við myndina þar sem sumir telja að þau hafi stofnað lífi farþega um borð í vélinni í hættu með því að vera svona nálægt.

Myndina setti Oleg á Instagram-síðuna sína

„Það voru margir metrar sem skildu að fæturnar á henni og flugvélina þannig við höfðum alveg stjórn á þessu atriði“, segir Kolisnichenko sem tekur fram að hann og Yulia hafi starfað og æft saman fimleika frá árinu 2015 og aldrei hafi þau komið sér í hættulegar aðstæður.

„Kom mikill vindur frá flugvélinni“

Parið, sem er búsett í Kænugarði, ákvað að ná einni glæsilegri ljósmynd af þeim í fimleikaatriði á ströndinni frægu undir flugvél í aðflugi en St. Maarten á síðasta degi ferðarinnar.

„Það var fullt af fólki sem var að taka myndir af sér með flugvélar fyrir ofan sig en við ákváðum að taka þetta skrefinu lengra“, segir Yulia.

„Eftir nokkrar tilraunir þá náðum við að vera í stöðunni á sama tíma og flugvélin var beint fyrir ofan okkur en við bjuggumst ekki við því að hún kæmi svona nálægt - Hún snerti ekki fæturnar á mér en það kom svo mikill vindgustur frá henni að ég missti jafnvægið“, bætir Yulia við.

Fjöldi fólks hefur skrifað ummæli sín við myndirnar á Netinu og er meirihluta þeirra ummæla í neikvæðari kantinum en einn notandi skrifar: „Virkilega heimskulegt. Ef flugvélin hefði farið utan í fæturnar á henni þá hefði hún ekki geta gengið á ný“.

Myndin hefur einnig komið af stað umræðum meðal flugnörda inn á Airliners.net









  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga