flugfréttir

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

- Bæði í senn sviffluga og rafmagnsflugvél sem hleðst í vagni með sólarsellum

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:32

Pipistrel Aircraft segir að með Taurus Electro G2 sé hægt að fljúga frítt og það án útblásturs

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

Kostnaðurinn á hverja klukkustund er lægri fyrir flugmann sem á sína eigin flugvél en við það bætast hinsvegar ýmiss kostnaður og gjöld er kemur að eiga og reka sína eigin flugvél ásamt tryggingum, viðhaldsgjöldum og leigu á flugskýli.

Slóvenski flugvélaframleiðandinn Pipistrel Aircraft segir að með annarri kynslóðinni af sólknúnu flugvélinni „Taurus Electro“ geta flugmenn núna flogið fyrir 0 krónur og 0 grömm af útblæstri.

„Núna er hægt að fljúga án þess að hafa neinn rafmagnsbúnað um borð sem þýðir engin kostnaður og engin útblástur“, segir í tilkynningu frá framleiðandanum.

Taurus Electro G2 er bæði í senn sviffluga og fisflugvél en með litlum mótor getur flugvélin hafið sig á loft eins og hefðbundin einshreyfils flugvél og þegar hún er komin upp í farflugshæð er hægt að fella mótorinn ofan í skrokkinn og vélin svífur eftir það eins og sviffluga.

Taurus Electro G2 er nýja kynslóðin af vélinni

Taurus Electro er ferjuð á milli í staða í vagni sem kallast „Solar Trailer“ sem kemur með sólarsellum sem hlaða flugvélina sem gerir hana tilbúna um leið og til stendur að fara í loftið en hleðslutíminn eru fimm klukkustundir.

Með Solar Trailer og Taurus Electro flugvélinni sýnir framleiðandinn fram á hvernig hægt er að fljúga frítt líkt og að hjóla á reiðhjóli fyrir utan viðhald og annað umstang.

„Þá þarf flugmaður ekki lengur að komast í rafmagnsinnstungu til þess að hlaða flugvélina þannig að frelsið sem fylgir þessari flugvél er gríðarlegt“, segir framleiðandinn.

Það tekur um 5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar á meðan flugvélinn er í vagninum

Ef ekki fer mikið fyrir sólinni líkt og hefur verið á Íslandi í sumar þá kemur Pipistrel Solar Trailer vagninn með 3 kWh geymslurafhlöðu sem hægt er að hlaða hvar sem er, á flugvöllum eða í heimahúsi.

Fram kemur að Taurus Electro G2 hafi verið fyrsta tveggja manna rafmagnsflugvélin sem kom á markaðinn á sínum tíma í fjöldaframleiðslu.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir þar sem vélin getur notað stytrri flugbrautir, hefur gríðarlegt svifgildi, klifrar hraðar og flýgur betur í hárri flughæð.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir

Lithium-rafhlaðan er sérhönnuð fyrir flugvélina sem kemur í tveimur stillingum sem gerir flugvélinni kleift að fljúga annars vegar upp í 4.000 fet og hinsvegar upp í 6.500 fet.

Það var flugvélahönnuðurinn og frumkvöðullinn Ivo Boscarol sem stofnaði Pipistrel Aircraft árið 1989 en framleiðandinn hefur á 29 árum framleitt 1.400 rafmagnsflugvélar, svifflugur og eldsneytisflugvélar sem koma í 10 tegundum sem eru í boði í dag.

Meðal flugvélategunda sem Pipistrel Aircraft framleiðir í dag eru Alpha Trainer, Alpha Electro, Virus, Sinus, Taurus, Taurus Electro, Surveyor og Panthera.  fréttir af handahófi

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00