flugfréttir

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

- Bæði í senn sviffluga og rafmagnsflugvél sem hleðst í vagni með sólarsellum

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:32

Pipistrel Aircraft segir að með Taurus Electro G2 sé hægt að fljúga frítt og það án útblásturs

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

Kostnaðurinn á hverja klukkustund er lægri fyrir flugmann sem á sína eigin flugvél en við það bætast hinsvegar ýmiss kostnaður og gjöld er kemur að eiga og reka sína eigin flugvél ásamt tryggingum, viðhaldsgjöldum og leigu á flugskýli.

Slóvenski flugvélaframleiðandinn Pipistrel Aircraft segir að með annarri kynslóðinni af sólknúnu flugvélinni „Taurus Electro“ geta flugmenn núna flogið fyrir 0 krónur og 0 grömm af útblæstri.

„Núna er hægt að fljúga án þess að hafa neinn rafmagnsbúnað um borð sem þýðir engin kostnaður og engin útblástur“, segir í tilkynningu frá framleiðandanum.

Taurus Electro G2 er bæði í senn sviffluga og fisflugvél en með litlum mótor getur flugvélin hafið sig á loft eins og hefðbundin einshreyfils flugvél og þegar hún er komin upp í farflugshæð er hægt að fella mótorinn ofan í skrokkinn og vélin svífur eftir það eins og sviffluga.

Taurus Electro G2 er nýja kynslóðin af vélinni

Taurus Electro er ferjuð á milli í staða í vagni sem kallast „Solar Trailer“ sem kemur með sólarsellum sem hlaða flugvélina sem gerir hana tilbúna um leið og til stendur að fara í loftið en hleðslutíminn eru fimm klukkustundir.

Með Solar Trailer og Taurus Electro flugvélinni sýnir framleiðandinn fram á hvernig hægt er að fljúga frítt líkt og að hjóla á reiðhjóli fyrir utan viðhald og annað umstang.

„Þá þarf flugmaður ekki lengur að komast í rafmagnsinnstungu til þess að hlaða flugvélina þannig að frelsið sem fylgir þessari flugvél er gríðarlegt“, segir framleiðandinn.

Það tekur um 5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar á meðan flugvélinn er í vagninum

Ef ekki fer mikið fyrir sólinni líkt og hefur verið á Íslandi í sumar þá kemur Pipistrel Solar Trailer vagninn með 3 kWh geymslurafhlöðu sem hægt er að hlaða hvar sem er, á flugvöllum eða í heimahúsi.

Fram kemur að Taurus Electro G2 hafi verið fyrsta tveggja manna rafmagnsflugvélin sem kom á markaðinn á sínum tíma í fjöldaframleiðslu.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir þar sem vélin getur notað stytrri flugbrautir, hefur gríðarlegt svifgildi, klifrar hraðar og flýgur betur í hárri flughæð.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir

Lithium-rafhlaðan er sérhönnuð fyrir flugvélina sem kemur í tveimur stillingum sem gerir flugvélinni kleift að fljúga annars vegar upp í 4.000 fet og hinsvegar upp í 6.500 fet.

Það var flugvélahönnuðurinn og frumkvöðullinn Ivo Boscarol sem stofnaði Pipistrel Aircraft árið 1989 en framleiðandinn hefur á 29 árum framleitt 1.400 rafmagnsflugvélar, svifflugur og eldsneytisflugvélar sem koma í 10 tegundum sem eru í boði í dag.

Meðal flugvélategunda sem Pipistrel Aircraft framleiðir í dag eru Alpha Trainer, Alpha Electro, Virus, Sinus, Taurus, Taurus Electro, Surveyor og Panthera.  fréttir af handahófi

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.