flugfréttir

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

- Bæði í senn sviffluga og rafmagnsflugvél sem hleðst í vagni með sólarsellum

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:32

Pipistrel Aircraft segir að með Taurus Electro G2 sé hægt að fljúga frítt og það án útblásturs

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

Kostnaðurinn á hverja klukkustund er lægri fyrir flugmann sem á sína eigin flugvél en við það bætast hinsvegar ýmiss kostnaður og gjöld er kemur að eiga og reka sína eigin flugvél ásamt tryggingum, viðhaldsgjöldum og leigu á flugskýli.

Slóvenski flugvélaframleiðandinn Pipistrel Aircraft segir að með annarri kynslóðinni af sólknúnu flugvélinni „Taurus Electro“ geta flugmenn núna flogið fyrir 0 krónur og 0 grömm af útblæstri.

„Núna er hægt að fljúga án þess að hafa neinn rafmagnsbúnað um borð sem þýðir engin kostnaður og engin útblástur“, segir í tilkynningu frá framleiðandanum.

Taurus Electro G2 er bæði í senn sviffluga og fisflugvél en með litlum mótor getur flugvélin hafið sig á loft eins og hefðbundin einshreyfils flugvél og þegar hún er komin upp í farflugshæð er hægt að fella mótorinn ofan í skrokkinn og vélin svífur eftir það eins og sviffluga.

Taurus Electro G2 er nýja kynslóðin af vélinni

Taurus Electro er ferjuð á milli í staða í vagni sem kallast „Solar Trailer“ sem kemur með sólarsellum sem hlaða flugvélina sem gerir hana tilbúna um leið og til stendur að fara í loftið en hleðslutíminn eru fimm klukkustundir.

Með Solar Trailer og Taurus Electro flugvélinni sýnir framleiðandinn fram á hvernig hægt er að fljúga frítt líkt og að hjóla á reiðhjóli fyrir utan viðhald og annað umstang.

„Þá þarf flugmaður ekki lengur að komast í rafmagnsinnstungu til þess að hlaða flugvélina þannig að frelsið sem fylgir þessari flugvél er gríðarlegt“, segir framleiðandinn.

Það tekur um 5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar á meðan flugvélinn er í vagninum

Ef ekki fer mikið fyrir sólinni líkt og hefur verið á Íslandi í sumar þá kemur Pipistrel Solar Trailer vagninn með 3 kWh geymslurafhlöðu sem hægt er að hlaða hvar sem er, á flugvöllum eða í heimahúsi.

Fram kemur að Taurus Electro G2 hafi verið fyrsta tveggja manna rafmagnsflugvélin sem kom á markaðinn á sínum tíma í fjöldaframleiðslu.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir þar sem vélin getur notað stytrri flugbrautir, hefur gríðarlegt svifgildi, klifrar hraðar og flýgur betur í hárri flughæð.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir

Lithium-rafhlaðan er sérhönnuð fyrir flugvélina sem kemur í tveimur stillingum sem gerir flugvélinni kleift að fljúga annars vegar upp í 4.000 fet og hinsvegar upp í 6.500 fet.

Það var flugvélahönnuðurinn og frumkvöðullinn Ivo Boscarol sem stofnaði Pipistrel Aircraft árið 1989 en framleiðandinn hefur á 29 árum framleitt 1.400 rafmagnsflugvélar, svifflugur og eldsneytisflugvélar sem koma í 10 tegundum sem eru í boði í dag.

Meðal flugvélategunda sem Pipistrel Aircraft framleiðir í dag eru Alpha Trainer, Alpha Electro, Virus, Sinus, Taurus, Taurus Electro, Surveyor og Panthera.  fréttir af handahófi

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Auglýsir eftir skrúfu af Pitts sem losnaði af í 7.500 fetum

30. apríl 2019

|

Flugmaður einn í Bandaríkjunum lenti í þeim óskemmtilega atviki sl. laugardag að loftskrúfan losnaði af mótor á listflugvél sem hann flaug er hann var á flugi rétt norður af Los Angeles.

Prófunum með MCAS-kerfið á Boeing 737 MAX lokið

18. apríl 2019

|

Síðasta tilraunaflugið með Boeing 737 MAX vegna uppfærslu á stjórnkerfi vélarinnar sem snýr að MCAS-kerfinu er lokið hjá Boeing og er þotan tilbúin í að gangast næst undir vottunarferli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00