flugfréttir

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

- Bæði í senn sviffluga og rafmagnsflugvél sem hleðst í vagni með sólarsellum

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:32

Pipistrel Aircraft segir að með Taurus Electro G2 sé hægt að fljúga frítt og það án útblásturs

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

Kostnaðurinn á hverja klukkustund er lægri fyrir flugmann sem á sína eigin flugvél en við það bætast hinsvegar ýmiss kostnaður og gjöld er kemur að eiga og reka sína eigin flugvél ásamt tryggingum, viðhaldsgjöldum og leigu á flugskýli.

Slóvenski flugvélaframleiðandinn Pipistrel Aircraft segir að með annarri kynslóðinni af sólknúnu flugvélinni „Taurus Electro“ geta flugmenn núna flogið fyrir 0 krónur og 0 grömm af útblæstri.

„Núna er hægt að fljúga án þess að hafa neinn rafmagnsbúnað um borð sem þýðir engin kostnaður og engin útblástur“, segir í tilkynningu frá framleiðandanum.

Taurus Electro G2 er bæði í senn sviffluga og fisflugvél en með litlum mótor getur flugvélin hafið sig á loft eins og hefðbundin einshreyfils flugvél og þegar hún er komin upp í farflugshæð er hægt að fella mótorinn ofan í skrokkinn og vélin svífur eftir það eins og sviffluga.

Taurus Electro G2 er nýja kynslóðin af vélinni

Taurus Electro er ferjuð á milli í staða í vagni sem kallast „Solar Trailer“ sem kemur með sólarsellum sem hlaða flugvélina sem gerir hana tilbúna um leið og til stendur að fara í loftið en hleðslutíminn eru fimm klukkustundir.

Með Solar Trailer og Taurus Electro flugvélinni sýnir framleiðandinn fram á hvernig hægt er að fljúga frítt líkt og að hjóla á reiðhjóli fyrir utan viðhald og annað umstang.

„Þá þarf flugmaður ekki lengur að komast í rafmagnsinnstungu til þess að hlaða flugvélina þannig að frelsið sem fylgir þessari flugvél er gríðarlegt“, segir framleiðandinn.

Það tekur um 5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar á meðan flugvélinn er í vagninum

Ef ekki fer mikið fyrir sólinni líkt og hefur verið á Íslandi í sumar þá kemur Pipistrel Solar Trailer vagninn með 3 kWh geymslurafhlöðu sem hægt er að hlaða hvar sem er, á flugvöllum eða í heimahúsi.

Fram kemur að Taurus Electro G2 hafi verið fyrsta tveggja manna rafmagnsflugvélin sem kom á markaðinn á sínum tíma í fjöldaframleiðslu.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir þar sem vélin getur notað stytrri flugbrautir, hefur gríðarlegt svifgildi, klifrar hraðar og flýgur betur í hárri flughæð.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir

Lithium-rafhlaðan er sérhönnuð fyrir flugvélina sem kemur í tveimur stillingum sem gerir flugvélinni kleift að fljúga annars vegar upp í 4.000 fet og hinsvegar upp í 6.500 fet.

Það var flugvélahönnuðurinn og frumkvöðullinn Ivo Boscarol sem stofnaði Pipistrel Aircraft árið 1989 en framleiðandinn hefur á 29 árum framleitt 1.400 rafmagnsflugvélar, svifflugur og eldsneytisflugvélar sem koma í 10 tegundum sem eru í boði í dag.

Meðal flugvélategunda sem Pipistrel Aircraft framleiðir í dag eru Alpha Trainer, Alpha Electro, Virus, Sinus, Taurus, Taurus Electro, Surveyor og Panthera.  fréttir af handahófi

Verður hraðfleygasta eins hreyfils einkaflugvél í heimi

7. ágúst 2018

|

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Epic Aircraft mun á næstunni hefja fjöldaframleiðslu á fyrstu E1000 flugvélunum sem er eins hreyfils flugvél með skrúfuþotuhreyfli sem tekur fimm farþega og einn flu

Primera Air mun fljúga til Norður-Ameríku frá Madríd

13. september 2018

|

Primera Air heldur áfram að bæta við fyrirhuguðum áfangstöðum í Evrópu sem félagið mun fljúga frá yfir Atlantshafið og hefur Madríd nú bæst við í hópinn í leiðarkerfið til Norður-Ameríku.

Lengsta innanlandsflugið í Bandaríkjunum

14. september 2018

|

Brotið verður blað í flugsögunni í Bandaríkjunum á næsta ári þegar Hawaiian Airlines mun hefja beint flug frá Honolulu til Boston.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00