flugfréttir

Flug fyrir 0 krónur í kostnað með Taurus Electro G2 frá Pipistrel

- Bæði í senn sviffluga og rafmagnsflugvél sem hleðst í vagni með sólarsellum

24. júlí 2018

|

Frétt skrifuð kl. 20:32

Pipistrel Aircraft segir að með Taurus Electro G2 sé hægt að fljúga frítt og það án útblásturs

Að fljúga kostar sitt en í einkaflugi er algengt verð fyrir notkun á einkaflugvél í kringum 13 til 22 þúsund krónur á klukkustund í flugklúbbum, hvort sem er að ræða hérlendis eða vestanhafs.

Kostnaðurinn á hverja klukkustund er lægri fyrir flugmann sem á sína eigin flugvél en við það bætast hinsvegar ýmiss kostnaður og gjöld er kemur að eiga og reka sína eigin flugvél ásamt tryggingum, viðhaldsgjöldum og leigu á flugskýli.

Slóvenski flugvélaframleiðandinn Pipistrel Aircraft segir að með annarri kynslóðinni af sólknúnu flugvélinni „Taurus Electro“ geta flugmenn núna flogið fyrir 0 krónur og 0 grömm af útblæstri.

„Núna er hægt að fljúga án þess að hafa neinn rafmagnsbúnað um borð sem þýðir engin kostnaður og engin útblástur“, segir í tilkynningu frá framleiðandanum.

Taurus Electro G2 er bæði í senn sviffluga og fisflugvél en með litlum mótor getur flugvélin hafið sig á loft eins og hefðbundin einshreyfils flugvél og þegar hún er komin upp í farflugshæð er hægt að fella mótorinn ofan í skrokkinn og vélin svífur eftir það eins og sviffluga.

Taurus Electro G2 er nýja kynslóðin af vélinni

Taurus Electro er ferjuð á milli í staða í vagni sem kallast „Solar Trailer“ sem kemur með sólarsellum sem hlaða flugvélina sem gerir hana tilbúna um leið og til stendur að fara í loftið en hleðslutíminn eru fimm klukkustundir.

Með Solar Trailer og Taurus Electro flugvélinni sýnir framleiðandinn fram á hvernig hægt er að fljúga frítt líkt og að hjóla á reiðhjóli fyrir utan viðhald og annað umstang.

„Þá þarf flugmaður ekki lengur að komast í rafmagnsinnstungu til þess að hlaða flugvélina þannig að frelsið sem fylgir þessari flugvél er gríðarlegt“, segir framleiðandinn.

Það tekur um 5 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar á meðan flugvélinn er í vagninum

Ef ekki fer mikið fyrir sólinni líkt og hefur verið á Íslandi í sumar þá kemur Pipistrel Solar Trailer vagninn með 3 kWh geymslurafhlöðu sem hægt er að hlaða hvar sem er, á flugvöllum eða í heimahúsi.

Fram kemur að Taurus Electro G2 hafi verið fyrsta tveggja manna rafmagnsflugvélin sem kom á markaðinn á sínum tíma í fjöldaframleiðslu.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir þar sem vélin getur notað stytrri flugbrautir, hefur gríðarlegt svifgildi, klifrar hraðar og flýgur betur í hárri flughæð.

Eiginleikar Taurus Electro G2 vélarinnar þykja ekki gefa venjulegum bensínflugvélum neitt eftir

Lithium-rafhlaðan er sérhönnuð fyrir flugvélina sem kemur í tveimur stillingum sem gerir flugvélinni kleift að fljúga annars vegar upp í 4.000 fet og hinsvegar upp í 6.500 fet.

Það var flugvélahönnuðurinn og frumkvöðullinn Ivo Boscarol sem stofnaði Pipistrel Aircraft árið 1989 en framleiðandinn hefur á 29 árum framleitt 1.400 rafmagnsflugvélar, svifflugur og eldsneytisflugvélar sem koma í 10 tegundum sem eru í boði í dag.

Meðal flugvélategunda sem Pipistrel Aircraft framleiðir í dag eru Alpha Trainer, Alpha Electro, Virus, Sinus, Taurus, Taurus Electro, Surveyor og Panthera.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga