flugfréttir
Unglingur reyndi að stela þotu til að komast á rapptónleika

Zemarcuis Devon Scott sagðist hafa viljað fljúga á rapp-tónleika í Chicago
18 ára unglingur var handtekinn á dögunum í Bandaríkjunum eftir að hann gerði tilraun til þess að stela farþegaþotu sem hann hugðist fljúga til að komast á rapp-tónleika í Chicago.
Samkvæmt vefsíðunni texarkanagazette.com kemur fram að 18 ára karlmaður að nafni Zemarcuis Devon Scott
hafi klifrað yfir grindverk á Texarkana Regional flugvellinum þann 4. júlí og hljóp hann því næst í átt að tómri farþegaþotu frá American Eagle sem var kyrrstæð á flugvallarsvæðinu.
Öryggisverður urðu varir við kauða á öryggismyndavélum þar sem til hans sást klifra
yfir grindverkið klukkan 2:30 um nóttina og var lögreglu gert viðvart sem mætti á staðinn.
Lögreglumennirnir fór um borð og beindu vasaljósi sínu inn í stjórnklefann þar sem Scott sat í
flugstjórasætinu og var hann handtekinn og færður á lögreglustöðina í bænum.

Frá Texarkana Regional flugvellinum
Í yfirheyrslum var Scott spurður hvort hann hafi gengist undir þjálfun til þess að fljúga flugvél en
hann svaraði á þá leið að hann hélt að það væri ekkert mál og taldi það varla vera neitt meira
en að ýta á réttu takkanna og ýta einhverjum handföngum upp eða niður.
Scott mætti í réttarsal sl. mánudag en hann hefur meðal annars verið ákærður fyrir að hafa farið
í leyfisleysi inn á flugvallarsvæðið og tilraun til þjófnaðar en viðurlög við brotinu nema rúmri einni
milljón króna í sekt auk 10 ára fangelsis.
Ekki kemur fram hvaða tegund þotan var sem Scott braust inn í en talið er að vélin hafi verið
af gerðinni Embraer ERJ-145.


28. nóvember 2018
|
Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

2. janúar 2019
|
Qatar Airways hefur keypt 5 prósenta hlut í kínverska flugfélaginu China Southern Airlines en kaupin eru hluti af stefnu Qatar Airways sem er að fjárfesta í stórum flugfélögum í heiminum í þeim tilga

2. janúar 2019
|
Karlmaður og kona á sextugsaldri sluppu með skrámur í fyrsta flugóhappi ársins í heiminum sem átti sér stað á Nýársdag en um var að ræða litla eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152 sem brotlen

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.