flugfréttir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

- Flugmenn Ryanair í Svíþjóð, Belgíu og Írlandi munu leggja niður störf sín

7. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Ryanair mun þurfa að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Írlandi, Belgíu og Svíþjóð næstkomandi föstudag vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og í Þýsklandi íhuga nú að slást í hópinn.

Félag hollenskra atvinnuflugmanna (VNV) hefur nú þegar kosið með verkfallsaðgerðum með 99.5% atkvæða en kjaraviðræður standa nú þegar yfir milli þýskra flugmanna og stjórnar félagsins.

Frá því að Ryanair viðurkenndi í fyrsta sinn rétt flugmanna til þess að vera meðlimir í verkalýðsfélagi þá hafa verkföll verið mjög tíð í öðrum löndum en stærstu verkfallsaðgerðirnar fóru fram í júlí er flugmenn Ryanair á Spáni lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að 600 flugferðum var aflýst til og frá Spáni og Portúgal.

Þýska flugmannafélagið Vereinigung Cockpit (VC) segir að til standi að halda blaðamannafund á morgun þann 8. ágúst til að ákveða næstu skref og hvort þeir muni slást í hóp með flugmönnum Ryanair í Belgíu, Írlandi, Svíþjóð og Hollandi en 96% flugmanna Ryanair, sem eru meðlimir í VC, hafa kosið með verkfalli.

Næstkomandi föstudag verða felldar niður 20 flugferðir hjá Ryanair til og frá Írlandi, 104 flugferðir munu falla niður í Belgíu og 22 flugferðum verður aflýst í Svíþjóð vegna verkfallsins.  fréttir af handahófi

Þörf fyrir örlítið færri flugmenn í heiminum en talið var

28. ágúst 2018

|

Boeing hefur lækkað spá sína um þörf fyrir nýja atvinnuflugmenn í heiminum samanborið við spá sem gefin var út í fyrra.

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til London Stansted

29. ágúst 2018

|

Primera Air hefur ákveðið fljúga í vetur frá Keflavíkurflugvelli til Stansted-flugvallarins í London en um árstíðarbundið flug er að ræða.

Björgólfur Jóhannsson segir starfi sínu lausu

27. ágúst 2018

|

Björgólfur Jóhannsson hefur sagt upp starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í kjölfar lækkunar á afkomuspá fyrirtækisins fyrir árið 2018.

  Nýjustu flugfréttirnar

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.