flugfréttir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

- Flugmenn Ryanair í Svíþjóð, Belgíu og Írlandi munu leggja niður störf sín

7. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Ryanair mun þurfa að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Írlandi, Belgíu og Svíþjóð næstkomandi föstudag vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og í Þýsklandi íhuga nú að slást í hópinn.

Félag hollenskra atvinnuflugmanna (VNV) hefur nú þegar kosið með verkfallsaðgerðum með 99.5% atkvæða en kjaraviðræður standa nú þegar yfir milli þýskra flugmanna og stjórnar félagsins.

Frá því að Ryanair viðurkenndi í fyrsta sinn rétt flugmanna til þess að vera meðlimir í verkalýðsfélagi þá hafa verkföll verið mjög tíð í öðrum löndum en stærstu verkfallsaðgerðirnar fóru fram í júlí er flugmenn Ryanair á Spáni lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að 600 flugferðum var aflýst til og frá Spáni og Portúgal.

Þýska flugmannafélagið Vereinigung Cockpit (VC) segir að til standi að halda blaðamannafund á morgun þann 8. ágúst til að ákveða næstu skref og hvort þeir muni slást í hóp með flugmönnum Ryanair í Belgíu, Írlandi, Svíþjóð og Hollandi en 96% flugmanna Ryanair, sem eru meðlimir í VC, hafa kosið með verkfalli.

Næstkomandi föstudag verða felldar niður 20 flugferðir hjá Ryanair til og frá Írlandi, 104 flugferðir munu falla niður í Belgíu og 22 flugferðum verður aflýst í Svíþjóð vegna verkfallsins.  fréttir af handahófi

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Airbus staðfestir endalok A380

14. febrúar 2019

|

Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

Alitalia í viðræðum við Delta

5. janúar 2019

|

Delta Air Lines er sagt eiga í viðræðum við stjórn Alitalia um möguleg kaup á hlut í flugfélaginu ítalska auk samstarfs en félagið er tæknilega gjaldþrota og er rekið áfram með aðstoð ríkisstjórnar l

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00