flugfréttir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

- Flugmenn Ryanair í Svíþjóð, Belgíu og Írlandi munu leggja niður störf sín

7. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Ryanair mun þurfa að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Írlandi, Belgíu og Svíþjóð næstkomandi föstudag vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og í Þýsklandi íhuga nú að slást í hópinn.

Félag hollenskra atvinnuflugmanna (VNV) hefur nú þegar kosið með verkfallsaðgerðum með 99.5% atkvæða en kjaraviðræður standa nú þegar yfir milli þýskra flugmanna og stjórnar félagsins.

Frá því að Ryanair viðurkenndi í fyrsta sinn rétt flugmanna til þess að vera meðlimir í verkalýðsfélagi þá hafa verkföll verið mjög tíð í öðrum löndum en stærstu verkfallsaðgerðirnar fóru fram í júlí er flugmenn Ryanair á Spáni lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að 600 flugferðum var aflýst til og frá Spáni og Portúgal.

Þýska flugmannafélagið Vereinigung Cockpit (VC) segir að til standi að halda blaðamannafund á morgun þann 8. ágúst til að ákveða næstu skref og hvort þeir muni slást í hóp með flugmönnum Ryanair í Belgíu, Írlandi, Svíþjóð og Hollandi en 96% flugmanna Ryanair, sem eru meðlimir í VC, hafa kosið með verkfalli.

Næstkomandi föstudag verða felldar niður 20 flugferðir hjá Ryanair til og frá Írlandi, 104 flugferðir munu falla niður í Belgíu og 22 flugferðum verður aflýst í Svíþjóð vegna verkfallsins.  fréttir af handahófi

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00