flugfréttir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

- Flugmenn Ryanair í Svíþjóð, Belgíu og Írlandi munu leggja niður störf sín

7. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Ryanair mun þurfa að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Írlandi, Belgíu og Svíþjóð næstkomandi föstudag vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og í Þýsklandi íhuga nú að slást í hópinn.

Félag hollenskra atvinnuflugmanna (VNV) hefur nú þegar kosið með verkfallsaðgerðum með 99.5% atkvæða en kjaraviðræður standa nú þegar yfir milli þýskra flugmanna og stjórnar félagsins.

Frá því að Ryanair viðurkenndi í fyrsta sinn rétt flugmanna til þess að vera meðlimir í verkalýðsfélagi þá hafa verkföll verið mjög tíð í öðrum löndum en stærstu verkfallsaðgerðirnar fóru fram í júlí er flugmenn Ryanair á Spáni lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að 600 flugferðum var aflýst til og frá Spáni og Portúgal.

Þýska flugmannafélagið Vereinigung Cockpit (VC) segir að til standi að halda blaðamannafund á morgun þann 8. ágúst til að ákveða næstu skref og hvort þeir muni slást í hóp með flugmönnum Ryanair í Belgíu, Írlandi, Svíþjóð og Hollandi en 96% flugmanna Ryanair, sem eru meðlimir í VC, hafa kosið með verkfalli.

Næstkomandi föstudag verða felldar niður 20 flugferðir hjá Ryanair til og frá Írlandi, 104 flugferðir munu falla niður í Belgíu og 22 flugferðum verður aflýst í Svíþjóð vegna verkfallsins.  fréttir af handahófi

Rafmagnsflugvélar spennandi kostur en ennþá er langt í land

1. ágúst 2018

|

Flugvélar, sem ganga fyrir rafmagni, er spennandi kostur sem vekur mikla athygli víða í flugheiminum en þrátt fyrir það þá er enn mikið vatn sem á eftir að renna til sjávar þangað til fólk á eftir að

AirBaltic fær afhenta fyrstu A220 þotuna frá Airbus

20. júlí 2018

|

AirBaltic hefur formlega fengið afhenta sína fyrstu Airbus A220-300 þotu frá Airbus sem er jafnframt tíunda þotan í flotanum af þessari gerð en hinar níu voru afhentar undir nafninu CSeries CS300.

Svipt leyfinu vegna flugslyssins á Kúbu

23. maí 2018

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa svipt flugfélaginu Damojh Airlines flugrekstrarleyfinu í kjölfar flugslyssins þann 18. maí sl. er þota í eigu félagsins af gerðinni Boeing 737-200 fórst skömmu eftir fl

  Nýjustu flugfréttirnar

Rekstrarstjóri Air Canada tekur við stjórn Air France-KLM

18. ágúst 2018

|

Benjamin Smith, fyrrverandi rekstrarstjóri Air Canada, hefur verið gerður að framkvæmdarstjóra
Air France-KLM.

Air Force Two á leið í andlitslyftingu

17. ágúst 2018

|

Boeing hefur fengið 16 milljónir bandaríkjadali, eða 1.7 milljarð króna, frá ríkistjórn Bandaríkjanna til þess að gera endurbætur á forsetaflugvélinni, „Air Force Two“, en Donald Trump, Bandaríkjafo

Stofnandi easyJet í mál við tvö flugfélög með svipuð nöfn

17. ágúst 2018

|

Stofnandi easyJet, Sir Stelios Haji-loannou, sakar nú flugfélag eitt í Hondúras um stuld á höfundarétti með því að nota nafn sem svipar of mikið til lágfargjaldafélagsins breska.

Ölvaður flugstjóri hjá Finnair stöðvaður fyrir brottför

17. ágúst 2018

|

Áfengi mældist í blóði hjá finnskum flugmanni sem mætti til starfa sl. miðvikudag á flugvellinum í Helsinki.

Flugmenn KLM hóta verkfalli

17. ágúst 2018

|

Flugmenn hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines hóta því nú að leggja niður störf sín og hefja verkfallsaðgerðir líkt og hollenskir starfsbræður þeirra hjá Ryanair.

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída

16. ágúst 2018

|

Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum

Flugumferðarstjóra sagt upp störfum vegna atviks

16. ágúst 2018

|

Flugumferðarþjónustan í Serbíu og Svartfjallalandi (SMATSA) hefur vikið flugumferðarstjóra úr starfi sem starfaði í flugturninum á flugvellinum í Belgrade vegna atviks þar sem tvær flugvélar flugu of

Laumufarþegi féll til jarðar í flugtaki í Venezúela

16. ágúst 2018

|

Laumufarþegi lét lífið í gær í Venezúela er hann féll til jarðar úr hjólarými á farþegaþotu sem var í flugtaki á Simón Bolívar flugvellinum í höfuðborginni Caracas.

Í mál við Ryanair vegna raskana á flugi í kjölfar verkfalla

15. ágúst 2018

|

Ryanair hefur fengið á sig lögsóknir vegna fjölda flugferða sem félagið hefur þurft að fella niður vegna verkfallsaðgerða flugmanna.

FBI ræðir við flugvallarstarfsfólk

15. ágúst 2018

|

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) ræður nú við starfsfólk á Seattle-Tacoma flugvellinum auk starfsfólks hjá Alaskan Airlines og Horizon Air í tengslum við atvikið sem átti sér stað þann 10. ágúst er