flugfréttir

Flugmenn í fimm löndum gætu boðað til verkfalls á föstudag

- Flugmenn Ryanair í Svíþjóð, Belgíu og Írlandi munu leggja niður störf sín

7. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:16

Ryanair mun þurfa að aflýsa fjölmörgum flugferðum til og frá Írlandi, Belgíu og Svíþjóð næstkomandi föstudag vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna

Flugmenn Ryanair í þremur löndum, Svíðþjóð, Belgíu og Írlandi, hafa allir kosið með sólarhringsverkfalli næstkomandi föstudag sem mun hafa áhrif á 146 flugferðir en flugmenn félagsins í Hollandi og í Þýsklandi íhuga nú að slást í hópinn.

Félag hollenskra atvinnuflugmanna (VNV) hefur nú þegar kosið með verkfallsaðgerðum með 99.5% atkvæða en kjaraviðræður standa nú þegar yfir milli þýskra flugmanna og stjórnar félagsins.

Frá því að Ryanair viðurkenndi í fyrsta sinn rétt flugmanna til þess að vera meðlimir í verkalýðsfélagi þá hafa verkföll verið mjög tíð í öðrum löndum en stærstu verkfallsaðgerðirnar fóru fram í júlí er flugmenn Ryanair á Spáni lögðu niður vinnu í tvo sólarhringa með þeim afleiðingum að 600 flugferðum var aflýst til og frá Spáni og Portúgal.

Þýska flugmannafélagið Vereinigung Cockpit (VC) segir að til standi að halda blaðamannafund á morgun þann 8. ágúst til að ákveða næstu skref og hvort þeir muni slást í hóp með flugmönnum Ryanair í Belgíu, Írlandi, Svíþjóð og Hollandi en 96% flugmanna Ryanair, sem eru meðlimir í VC, hafa kosið með verkfalli.

Næstkomandi föstudag verða felldar niður 20 flugferðir hjá Ryanair til og frá Írlandi, 104 flugferðir munu falla niður í Belgíu og 22 flugferðum verður aflýst í Svíþjóð vegna verkfallsins.  fréttir af handahófi

427.000 farþegar með Icelandair í september

8. október 2018

|

Í september flugu 427.100 farþegar með Icelandair sem er um 1% fleiri farþegar en í fyrra þegar 421.359 farþegar flugu með félaginu á sama mánuði.

Boeing 737 ók yfir mann rétt fyrir flugtak í Moskvu

21. nóvember 2018

|

Maður á þrítugsaldri lést eftir að hann varð fyrir farþegaþotu af gerðinni Boeing 737-800 sem var á leið í flugtak á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í gær.

VietJet staðfestir pöntun í 50 Airbus A321neo þotur

3. nóvember 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í fimmtíu Airbus A321neo þotur frá víetnamska lágfargjaldafélaginu VietJet Air en um er að ræða staðfesta pöntun í tengslum við samkomulag sem undirritað var á Farnborough-

  Nýjustu flugfréttirnar

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög