flugfréttir
Hitabylgjan í Evrópu mögulega ein orsök flugslyssins í Sviss
- Talið að Junkers-flugvélin hafi farið í ofris vegna lítillar afkastagetu í hitanum

Flak Junkers-flugvélarinnar í Ölpunum
Talið er mögulegt að hitabylgjan í Evrópu gæti hafi verið einn orsakavaldur flugslyssins í Sviss er 79 ára gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst í Ölpunum sl. laugardag.
Flugvélin, sem var smíðuð árið 1939, var í útsýnisflugi með 17 farþega innanborðs
og þrjá í áhöfn á leið frá Locorno til Dübendorf í Sviss þegar vélin missti hæð og steyptist næstum lóðrétt til jarðar.
Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Sviss vinnur nú að rannsókn slyssins ásamt
svissnesku lögreglunni en á blaðamannafundi á sunnudag kom fram að vélin hafi
fallið til jarðar á miklum hraða.

Daniel Knecht á blaðamannafundi eftir flugslysið
„Hún féll beint niður eins og steinn til jarðar“, sagði talsmaður rannsóknarnefndarinnar
sem tók fram að möguleiki sé á því að hitabylgjan í Evrópu hafi átt hlut að máli
þar sem mikill lofthiti skerðir flugeiginleika flugvéla.
Heitt loft er þynnra en kalt loft sem getur skert afkastagetu flugvélar sem þarf meira afl þeim mun
heitara sem loftið er. Einnig þynnist loftið þeim mun hærra sem flogið er en flugvélin sem fórst
var í 8.300 feta hæð yfir sjávarmáli er hún missti hæð og féll til jarðar.
„Hitinn skaðar ekki flugvélina sjálfa en hann getur haft áhrif á hvernig hún flýgur og í miklum
hita þá þynnist loftið og þá hefur flugvélin minna afl en hún hefði vanalega“, segir Daniel Knecht hjá svissnesku rannsóknarnefndinni.

Flugvélin sem fórst bar skráninguna HB-HOT
Svo mikill hiti hefur verið í Sviss að svissneski flugherinn hafði gefið hermönnum leyfi fyrir því
að klæðast stuttbuxum og stuttermabolum og þá voru hundaeigendur í Sviss varaðir við því að fara
í göngutúr með hunda sína á götum og gangstéttum þar sem þær voru sjóðandi heitar í hitanum.
Mögulegt að flugvélin hafi farið í ofris í þunnu lofti
Augljóst er að rannsókn á slysinu verður erfið þar sem enginn flugriti er um borð í Junkers-vélunum og verður því aðeins
hægt að styðjast við greiningu á flaki vélarinnar og á frásögn sjónarvotta.

Björgunarlið að störfum í hlíðum Alpanna
Knecht segir að ekkert neyðarkall hafi komið frá flugvélinni og sé hægt að útiloka að hún hafi flogið á vír frá rafmagnsmastri
en hinsvegar hafi sjónarvottar greint frá því að vélin hafi „skoppað“ og flogið með nefið upp og niður á víxl áður en hún missti hæð.
Það þykir benda til þess að vélin hafi verið komin í ofris sem á sér stað þegar loftflæði um vængina er orðið það lítið sem gerist
þegar flughraði fellur niður eða þegar álagshornið á vængina er orðið of mikið að hún helst ekki lengur á lofti.
Til að komast úr ofrisi þarf flugvél að steypa sér niður með nefið niður til að ná aftur upp flughraða sem hægt er
ef nægileg flughæð er til staðar en í þessu tilviki var flugvélin að fara yfir fjalllendi sem var rétt fyrir neðan.

Fyrirtækið JU-Air hefur starfrækt Junkers-flugvélarnar frá árinu 1982
Voru þaulreyndir flugmenn með yfir 30 ára flugferil að baki
Ekki er þó enn hægt að útiloka aðra þætti þar sem mögulegt er að annar flugmannanna gæti hafa veikst skyndilega en
Jürgen Schelling, flugsérfræðingur, bendir á að ef annar flugmannanna hefði fengið hjartaáfall gæti hann hafa
lagst framan á stýrið og hinn flugmaðurinn ekki náð að grípa við stjórn vélarinnar í tæka tíð. Jürgen segir að
krufning þurfi þó að leiða slíkt í ljós.
Kurt Waldmeier, annar stofnandi JU-Air, segir að flugmennirnir, sem flugu Junkers-flugvélinni, hafi verið mjög vanir og reyndir flugmenn. Annar þeirra, Ruedi J, var 62 ára gamall og hafði hann flogið í 30 ár fyrir SWISS International Air Lines þar sem hann var flugstjóri bæði á Airbus A330 og A340 breiðþotur og einnig flaug hann fyrir Swissair.
Rudi hafði flogið fyrir svissneska flugherinn í 28 ár áður en hann byrjaði að fljúga fyrir svissnesku flugfélögin en hann hafði flogið Junkers Ju-52 flugvélunum síðan árið 2004 og var með 943 flugtíma á vélina.
Aðstoðarflugmaðurinn, Peter M, var 63 ára og hafði hann einnig flogið í atvinnuflugi í meira en 30 ár, bæði fyrir flugfélög
og fyrir flugherinn.

Tvær Junkers Ju-52 flugvélar á flugi frá JU-Air
Peter hafði flogið Junkers Ju-52 flugvélunum frá árinu 2013 og var
með 297 flugtíma á flugvélarnar. Hann hafði einnig flogið Airbus A340 og A330 þotum hjá SWISS auk þess sem hann flaug áður fyrir Swissair og flugfélagið Eidelweiss.
Waldmeier segir að aldur flugvélarinnar hafi ekki haft neinn hlut að máli þar sem flotanum
hefur verið haldið mjög vel við.
Hætta flugrekstri með Junkers-flugvélunum tímabundið
Í yfirlýsingu frá JU-Air kemur fram að flugvélin sem fórst, sem bar skráninguna HB-HOT, hafi
ætíð verið haldið við og var vélin í góðu ásigkomulagi en seinasta skoðun fór
fram í lok júlí.
Svissneski flugrekandinn JU-Air hefur tilkynnt að fyrirtækið muni hætta
flugrekstri um óákveðinn tíma í kjölfar flugslyssins þann 4. ágúst er
gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst í svissnesku Ölpunum.
JU-Air hefur einnig tvær aðrar Junkers Ju-52 flugvélar í flotanum en HB-HOT
var í flota svissneska flughersins frá árinu 1939 til 1985.


27. desember 2018
|
Helmingshlutur Gatwick-flugvallarins hefur verið seldur til franska fyrirtækisins Vinci Airports sem hefur nú eignast 50.01% hlut í flugvellinum.

12. janúar 2019
|
Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.