flugfréttir

Styttist í opnun á nýrri 737 MAX afhendingarmiðstöð í Kína

9. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:23

Tölvugerð mynd af afhendingarmiðstöð Boeing og COMAC í Zhoushan

Boeing hefur hraðað ráðningarferli á starfsmönnum sem munu koma til með að starfa við nýja frágangs- og afhendingarmiðstöð fyrir Boeing 737 MAX þotur sem tekin verður í noktun í Kína á næstunni.

Boeing tilkynnti í vor að vonast væri til að starfsemi miðstöðvarinnar gæti hafist að einhverju leyti fyrir lok þess árs en til stendur að nýjar Boeing 737 MAX þotur, sem settar verða saman í Renton fyrir Asíumarkað, verði flogið ómáluðum til Kína þar sem málningarvinna mun fara fram fyrir afhendingu auk þess sem innréttingum verður komið fyrir í þotunum í miðstöðinni.

Frágangsmiðstöðin, sem einnig verður afhendingarmiðstöð, verður notuð sameiginlega af Boeing og kínversku flugvélaverksmiðjunni COMAC en hún mun rísa í borginni Zhoushan, skammt suður af Shanghai.

Fram kemur að Kína verður stærsti viðskiptavinur Boeing innan 20 ára en Boeing hefur fjárfest í afhendingarmiðstöðinni fyrir 3,5 milljarða króna.

Til stendur að taka afhendingarmiðstöðina í notkun síðar á þessu ári

Boeing hefur nýlega auglýst 38 stöður sem ráðið verður í fyrir miðstöðina í Kína en meðal annars er auglýst eftir yfirmanni með málningarvinnu, eldvarnar- og öryggisfulltrúa, öryggisráðgjafa, yfirmann sem fer með umhverfis- og heilbrigðismál, upplýsingatæknifulltrúa, gjaldkera og ráðningarfulltrúa.

Ein af hverjum þremur Boeing 737 MAX þotum sem framleiddar eru í Renton eru smíðaðar fyrir kínversk flugfélög.  fréttir af handahófi

Nýtt félag stofnað um rekstur Flugskóla Íslands

3. júlí 2018

|

Gengið hefur verið frá sam­komu­lagi við fyrrum eig­endur Flug­skóla Íslands og aðila þeim tengdum, um yfir­töku á rekstri Flug­skólans. Í fram­haldinu verður skólinn starf­ræktur í nýju félagi, Flug­

Jetlines hættir við 737 MAX

6. september 2018

|

Nýja kanadíska flugfélagið Jetlines hefur ákveðið að hætta við Boeing 737 MAX en flugfélagið, sem hefur enn ekki hafið rekstur, pantaði á sínum tíma fimm þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 7.

Icelandair til Evrópu fyrir hádegi og Ameríku að kvöldi til

10. september 2018

|

Icelandair hefur hafið sölu á flugi til fjölmargra áfangastaða á brottfarartímum sem ekki hafa áður verið í boði hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

Flugmaður slasaðist við að handsnúa Cirrus SR22 í gang

21. september 2018

|

Flugmaður slasaðist í óhappi sem átt sér stað í Iowa í Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði er eins hreyfils flugvél af gerðinni Cirrus SR-22 klessti á flugskýli eftir að tilraun flugmannsins til að ha

Hafna sögusögnum um samruna Emirates og Etihad Airways

20. september 2018

|

Emirates og Etihad Airways blása á þær sögusagnir sem gengið hafa um að til standi að sameina flugfélögin tvö.

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til Bodrum

20. september 2018

|

Primera Air mun hefja leiguflug frá Keflavíkurflugvelli til Bodrum í Tyrklandi næsta sumar.

Stafsetningarvilla í málun á Boeing 777 þotu hjá Cathay

19. september 2018

|

Að gera stafsetningarvillur kemur fyrir besta fólk og einnig stærstu fyrirtæki og þar á meðal flugfélög - En að mála nafn flugfélags á heila þotu og gleyma einum staf er sennilega eitthvað sem gerist

FAA varar bandarísk flugfélög við því að fljúga yfir Íran

19. september 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent út tilmæli til flugfélaga þar sem þau eru beðin um að sýna sérstaka varúð á flugi yfir Íran.

Hluti af flapa losnaði af júmbó-þotu fyrir lendingu í Frankfurt

19. september 2018

|

Hluti af flapa á væng á júmbó-fraktþotu af gerðinni Boeing 747-400F losnaði af skömmu fyrir lendingu á flugvellinum í Franfkurt sl. laugardag.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.