flugfréttir
VLM hættir flugi til allra áfangastaða nema tveggja

Fokker 50 flugvélar VLM Airlines
Belgíska flugfélagið VLM Airlines ætlar sér að draga verulega úr umsvifum sínum á næstunni og hefur félagið ákveðið að fella niður alla áfangastaði í leiðarkerfinu nema tvo.
Félagið segir að til standi að einblína næstum eingöngu á leiguflug og viðhaldsverkefni en meðal þeirra
áfangastaða sem félagið ætlar að hætta að fljúga til eru borgir sem voru kynntar fyrir aðeins tveimur
mánuðum síðan.
VLM Airlines var gjaldþrota í júní árið 2016 og tilkynnti félagið um endalokin og þakkaði farþegum
fyrir samveruna frá stofnun félagsins árið 1992.
Nýir fjárfestar frá Hollandi tók yfir reksturinn og hófst starfsemin að nýju í október í fyrra og hefur félagið flogið
frá Belgíu til Kölnar, Munchen, Rostock, Maribor í Slóveníu, Zurich, Aberdeen, Birmingham, London City
auk Manchester.
Nú hefur verið tilkynnt að félagið mun hætta öllu áætlunarflugi nema frá Antwerp til London City og
til Zurich sem verða einu áfangastaðirnir.
Talsmaður VLN Airlines segir að London og Zurich séu einu áfangastaðirnir sem eru arðbærir fyrir félagið
en árangurinn hefur ekki verið eins og vonast var til með áætlunarflug til hinna áfangstaðanna.
VLM Airlines hefur fimm Fokker 50 flugvélar í flota sínum og er félagið það eina í Evrópu sem starfrækir
Fokker 50 vélar fyrir utan Amapola Flyg í Svíþjóð.
Félagið hefur einnig sjöttu Fokker 50 flugvélina en ákvað var að selja hana sem er hluti að endurskipulagningu
í rekstri félagsins.
VLM ætlar sér að endurnýja flugflotann og taka inn nýrri flugvélategundir árið 2019 og standa viðræður
yfir við tvo flugvélaframleiðendur sem framleiða skrúfuþotur.


3. janúar 2019
|
Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur hætt leitinni að hljóðrita Boeing 737 MAX þotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október sl.

14. janúar 2019
|
Fraktþota af gerðinni Boeing 707 brotlenti í nótt í Íran eftir að hún lenti á röngum flugvelli með þeim afleiðingum að þotan fór út af brautinni, gegnum vegg sem umliggur flugvallarsvæðið og endaði in

21. janúar 2019
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Finnlandi hafa hafið rannsókn á atviki eftir að flugmenn á Boeing 737 þotu frá Norwegian lentu á flugvellinum í Helsinki þrátt fyrir fyrirmæli frá flugumferðarstjóra um að

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.