flugfréttir

Atvikið getur haft afleiðingar á flugöryggi með nýjum reglum

- Erfitt að koma í veg fyrir atvik er starfsmaður stenst bakgrunnsskoðun

13. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:08

Mögulegt er að atvikið sl. laugardag eigi eftir að hafa áhrif á öryggismál á flugvöllum og sérsaklega er snýr að eftirliti með starfsfólki

Sérfræðingar í flugmálum telja að atvikið sem átti sér stað í Seattle sl. laugardag, er Richard Russell, starfsmaður frá Horizon Air, stal Bombardier Q400 flugvél og flaug henni í meira en klukkustund áður en hún brotlenti, eigi sennilega eftir að hafa áhrif um allan heim er kemur að öryggismálum í fluginu og ráðningum á starfsfólki á flugvöllum.

Algengt er að flugiðnaðurinn bregðist við og herði öryggi og eftirlit í kjölfar flugslysa og þá er oft sem eitt atvik getur orðið til þess að nýjar reglur eru kynntar til sögunnar sem getur bæði gert farþegum erfiðara fyrir að ferðast og starfsumhverfið erfiðara fyrir flugmenn og þá sem starfa við flugið.

The Seattle Times hefur greint frá því að stjórn Seattle-Tacoma flugvallarins, Alaska Airlines og Horizon Air stefnir á að hittast á næstunni og ræða afleiðingarnar sem atvikið mun hafa og verður rætt um hvort að breytingar verði gerðar á öryggismálum.

Jeff Price, sérfræðingur og ráðgjafi í flugmálum, telur að hverjar sem breytingarnar gætu orðið þá eigi þær eftir að hafa stór áhrif á daglegan rekstur flugvalla.

Starfsmenn Horizon Air við Q400 flugvél

„Hérna var um að ræða starfsmann sem hafði aðgang að flugvél og leyfi til þess að færa hana á milli staða á flugvellinum og hafði hann auk þess kunnáttu til þess að setja hana í gang og fljúga henni“, segir Erroll Southers, fyrrum starfsmaður FBI og sérfræðingur í samgönguöryggismálum, sem nefnir að stærsta ógnin í öryggismálum í flugheiminum kemur innan frá.

Atvikið vekur upp spurningar um öryggi á flugvöllum er kemur að starfsmönnum og ráðningu þeirra og hversu takmarkað það er að koma í veg fyrir að starfsmaður sem starfar í kringum flugvélar á flugvöllum brjóti af sér með einhverjum hætti þegar viðkomandi hefur þegar staðist bakgrunnsskoðun.

„Það eru aðferðir sem notaðar eru til þess að koma í veg fyrir atburð sem þennan í ráðningarferlinu og þar á meðal eru sálfræðipróf notuð en þau eru langt í frá að vera gallalaus“, segir Price.

Yfirmenn Horiozin Air hafa greint frá því að bakgrunnsskoðun hafi verið gerð á sínum tíma er Russell var ráðinn til starfa og ekki sé vitað til þess að hann hafi sótt flugnám eða verið með flugmannsskírteini.

Brad Tilden, framkvæmdarstjóri Alaska Airlines, segir að of snemmt sé að segja til um hvaða afleiðingar atvikið eigi eftir að hafa í för með sér hjá fyrirtækinu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga