flugfréttir

Þrýstingur á að loka flugvellinum í Antwerpen

- Enn minni umferð um flugvöllinn í kjölfar samdráttar VLM Airlines

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:37

Frá flugvellinum í Antwerpen

Útlitið er ekki bjart fyrir flugvöllinn í Antwerpen í Belgíu eftir að stærsta flugfélagið sem flýgur um völlinn hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta nánast öllu áætlunarflugi.

VLM Airlines hefur frá stofnun félagsins árið 1993 haft höfuðstöðvar á Antwerpen-flugvelli og flýgur félagið í dag til sjö áfangastaða frá flugvellinum.

Fyrr í þessum mánuði tilkynnti félagið að til stæði að hætta öllu áætlunarflugi nema til London City og Zurich en þess í stað á að einblína eingöngu á leiguflug og viðhalds- og viðgerðarverkefni.

Þessi tíðindi eru mjög slæm þar sem niðurskurður VLM Airlines þýðir að félagið mun aðeins fljúga til London City og Zurich frá Antwerpen-flugvelli en aðeins þrjú flugfélög fljúga um flugvöllinn.

Fokker 50 flugvél VLM Airlines

Hin tvö eru Flybe sem flýgur þaðan til London Southend og TUI fly Belgium sem flýgur þaðan til Alicante, Barcelonda, Málaga, Murcia, Nador og Toulon.

Um miðjan september verða því mun færri flugtök og lendingar á flugvellinum en samdrátturinn setur þrýsting á stjórn flugvallarins til að berjast fyrir tilvist hans þar sem ráðherrar og stjórnmálaflokkar í Belgíu segja að enn minni flugumferð réttlæti það að flugvellinum verði lokað.

Það hafa verið mikil forréttindi fyrir Belgja að geta notað þennan flugvöll en Sósíaldemókrataflokkurinn í Flæmingjalandi segir að ekki verði hægt að réttlæta lengur tilvist flugvallarins þar sem það eru aðeins 40 kílómetrar í alþjóðaflugvöllinn í Brussel.

„Við munum ekki ná að reka flugvöllinn með hagnaði eftir þetta. Stjórnin í Flæmingjalandi greiðir háar upphæðir til þess að halda flugvellinum opnum á hverju ári. Sennilega um 120 milljónir evra“, segir Paul Meeuws hjá Sósíaldemókrataflokknum en aðrir flokkar taka í sama streng.

„Það hefur verið talað um það í mörg ár að flugvöllurinn í Antwerpen sé of lítill og eigi sér enga framtíð og þá sérstaklega í ljósi þess hversu nálægt hann er íbúðarbyggð sem liggur í kringum völlinn“, segir Ingrid Pira, fulltrúi flæmska þingsins.  fréttir af handahófi

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Fær 1.4 milljón í bætur eftir slæma frammistöðu í flughermi

7. október 2018

|

Air New Zealand hefur verið dæmt til þess að greiða flugstjóra 1,4 milljón króna í bætur eftir að flugfélagið nýsjálenska ákvað að hann skildi ekki fljúga lengur í kjölfar mistaka í færnisprófi í flu

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.