flugfréttir

Þrýstingur á að loka flugvellinum í Antwerpen

- Enn minni umferð um flugvöllinn í kjölfar samdráttar VLM Airlines

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:37

Frá flugvellinum í Antwerpen

Útlitið er ekki bjart fyrir flugvöllinn í Antwerpen í Belgíu eftir að stærsta flugfélagið sem flýgur um völlinn hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta nánast öllu áætlunarflugi.

VLM Airlines hefur frá stofnun félagsins árið 1993 haft höfuðstöðvar á Antwerpen-flugvelli og flýgur félagið í dag til sjö áfangastaða frá flugvellinum.

Fyrr í þessum mánuði tilkynnti félagið að til stæði að hætta öllu áætlunarflugi nema til London City og Zurich en þess í stað á að einblína eingöngu á leiguflug og viðhalds- og viðgerðarverkefni.

Þessi tíðindi eru mjög slæm þar sem niðurskurður VLM Airlines þýðir að félagið mun aðeins fljúga til London City og Zurich frá Antwerpen-flugvelli en aðeins þrjú flugfélög fljúga um flugvöllinn.

Fokker 50 flugvél VLM Airlines

Hin tvö eru Flybe sem flýgur þaðan til London Southend og TUI fly Belgium sem flýgur þaðan til Alicante, Barcelonda, Málaga, Murcia, Nador og Toulon.

Um miðjan september verða því mun færri flugtök og lendingar á flugvellinum en samdrátturinn setur þrýsting á stjórn flugvallarins til að berjast fyrir tilvist hans þar sem ráðherrar og stjórnmálaflokkar í Belgíu segja að enn minni flugumferð réttlæti það að flugvellinum verði lokað.

Það hafa verið mikil forréttindi fyrir Belgja að geta notað þennan flugvöll en Sósíaldemókrataflokkurinn í Flæmingjalandi segir að ekki verði hægt að réttlæta lengur tilvist flugvallarins þar sem það eru aðeins 40 kílómetrar í alþjóðaflugvöllinn í Brussel.

„Við munum ekki ná að reka flugvöllinn með hagnaði eftir þetta. Stjórnin í Flæmingjalandi greiðir háar upphæðir til þess að halda flugvellinum opnum á hverju ári. Sennilega um 120 milljónir evra“, segir Paul Meeuws hjá Sósíaldemókrataflokknum en aðrir flokkar taka í sama streng.

„Það hefur verið talað um það í mörg ár að flugvöllurinn í Antwerpen sé of lítill og eigi sér enga framtíð og þá sérstaklega í ljósi þess hversu nálægt hann er íbúðarbyggð sem liggur í kringum völlinn“, segir Ingrid Pira, fulltrúi flæmska þingsins.  fréttir af handahófi

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

Boeing fékk engar pantanir í nýjar flugvélar í apríl

17. maí 2019

|

Boeing fékk enga pöntun í nýjar farþegaþotur í apríl, fyrsta mánuðinn eftir að Boeing 737 MAX þotan var kyrrsett, en á sama tíma missti framleiðandinn pöntun í 171 eintak af Boeing 737 MAX þotunni v

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00