flugfréttir

Þrýstingur á að loka flugvellinum í Antwerpen

- Enn minni umferð um flugvöllinn í kjölfar samdráttar VLM Airlines

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:37

Frá flugvellinum í Antwerpen

Útlitið er ekki bjart fyrir flugvöllinn í Antwerpen í Belgíu eftir að stærsta flugfélagið sem flýgur um völlinn hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta nánast öllu áætlunarflugi.

VLM Airlines hefur frá stofnun félagsins árið 1993 haft höfuðstöðvar á Antwerpen-flugvelli og flýgur félagið í dag til sjö áfangastaða frá flugvellinum.

Fyrr í þessum mánuði tilkynnti félagið að til stæði að hætta öllu áætlunarflugi nema til London City og Zurich en þess í stað á að einblína eingöngu á leiguflug og viðhalds- og viðgerðarverkefni.

Þessi tíðindi eru mjög slæm þar sem niðurskurður VLM Airlines þýðir að félagið mun aðeins fljúga til London City og Zurich frá Antwerpen-flugvelli en aðeins þrjú flugfélög fljúga um flugvöllinn.

Fokker 50 flugvél VLM Airlines

Hin tvö eru Flybe sem flýgur þaðan til London Southend og TUI fly Belgium sem flýgur þaðan til Alicante, Barcelonda, Málaga, Murcia, Nador og Toulon.

Um miðjan september verða því mun færri flugtök og lendingar á flugvellinum en samdrátturinn setur þrýsting á stjórn flugvallarins til að berjast fyrir tilvist hans þar sem ráðherrar og stjórnmálaflokkar í Belgíu segja að enn minni flugumferð réttlæti það að flugvellinum verði lokað.

Það hafa verið mikil forréttindi fyrir Belgja að geta notað þennan flugvöll en Sósíaldemókrataflokkurinn í Flæmingjalandi segir að ekki verði hægt að réttlæta lengur tilvist flugvallarins þar sem það eru aðeins 40 kílómetrar í alþjóðaflugvöllinn í Brussel.

„Við munum ekki ná að reka flugvöllinn með hagnaði eftir þetta. Stjórnin í Flæmingjalandi greiðir háar upphæðir til þess að halda flugvellinum opnum á hverju ári. Sennilega um 120 milljónir evra“, segir Paul Meeuws hjá Sósíaldemókrataflokknum en aðrir flokkar taka í sama streng.

„Það hefur verið talað um það í mörg ár að flugvöllurinn í Antwerpen sé of lítill og eigi sér enga framtíð og þá sérstaklega í ljósi þess hversu nálægt hann er íbúðarbyggð sem liggur í kringum völlinn“, segir Ingrid Pira, fulltrúi flæmska þingsins.  fréttir af handahófi

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fór fram í gær

2. febrúar 2019

|

Ferðakaupstefnan Icelandair Mid-Atlantic fór fram í Laugardalshöll í gær, föstudaginn 1. febrúar. Þetta er í 27. skipti sem Icelandair stendur fyrir ferðakaupstefnunni sem er sú stærsta sem haldin er

Cirrus SR22 brotlenti í Frakklandi

10. desember 2018

|

Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

Kaupa tuttugu notaðar Boeing 767 þotur frá American Airlines

20. desember 2018

|

Fyrirtækið Air Transport Services Group (ATSG) hefur gert samning um kaup á 20 notuðum breiðþotum af gerðinni Boeing 767-300ER frá American Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00