flugfréttir

Þrýstingur á að loka flugvellinum í Antwerpen

- Enn minni umferð um flugvöllinn í kjölfar samdráttar VLM Airlines

20. ágúst 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:37

Frá flugvellinum í Antwerpen

Útlitið er ekki bjart fyrir flugvöllinn í Antwerpen í Belgíu eftir að stærsta flugfélagið sem flýgur um völlinn hefur tilkynnt að félagið ætli sér að hætta nánast öllu áætlunarflugi.

VLM Airlines hefur frá stofnun félagsins árið 1993 haft höfuðstöðvar á Antwerpen-flugvelli og flýgur félagið í dag til sjö áfangastaða frá flugvellinum.

Fyrr í þessum mánuði tilkynnti félagið að til stæði að hætta öllu áætlunarflugi nema til London City og Zurich en þess í stað á að einblína eingöngu á leiguflug og viðhalds- og viðgerðarverkefni.

Þessi tíðindi eru mjög slæm þar sem niðurskurður VLM Airlines þýðir að félagið mun aðeins fljúga til London City og Zurich frá Antwerpen-flugvelli en aðeins þrjú flugfélög fljúga um flugvöllinn.

Fokker 50 flugvél VLM Airlines

Hin tvö eru Flybe sem flýgur þaðan til London Southend og TUI fly Belgium sem flýgur þaðan til Alicante, Barcelonda, Málaga, Murcia, Nador og Toulon.

Um miðjan september verða því mun færri flugtök og lendingar á flugvellinum en samdrátturinn setur þrýsting á stjórn flugvallarins til að berjast fyrir tilvist hans þar sem ráðherrar og stjórnmálaflokkar í Belgíu segja að enn minni flugumferð réttlæti það að flugvellinum verði lokað.

Það hafa verið mikil forréttindi fyrir Belgja að geta notað þennan flugvöll en Sósíaldemókrataflokkurinn í Flæmingjalandi segir að ekki verði hægt að réttlæta lengur tilvist flugvallarins þar sem það eru aðeins 40 kílómetrar í alþjóðaflugvöllinn í Brussel.

„Við munum ekki ná að reka flugvöllinn með hagnaði eftir þetta. Stjórnin í Flæmingjalandi greiðir háar upphæðir til þess að halda flugvellinum opnum á hverju ári. Sennilega um 120 milljónir evra“, segir Paul Meeuws hjá Sósíaldemókrataflokknum en aðrir flokkar taka í sama streng.

„Það hefur verið talað um það í mörg ár að flugvöllurinn í Antwerpen sé of lítill og eigi sér enga framtíð og þá sérstaklega í ljósi þess hversu nálægt hann er íbúðarbyggð sem liggur í kringum völlinn“, segir Ingrid Pira, fulltrúi flæmska þingsins.  fréttir af handahófi

Afhendingar á Boeing 737 þotum að komast í rétt horf

10. október 2018

|

Afhendingar á nýjum Boeing 737 þotum hjá Boeing eru að komast aftur í rétt horf eftir miklar seinkanir í sumar.

Fleiri A320neo þotur afhentar heldur en A320

10. september 2018

|

Airbus er byrjað að afhenda fleiri Airbus A320neo þotur og er fjöldi nýrra véla, sem viðskiptavinir fá í hendurnar, komin yfir þann fjölda sem afhentar eru af hefðbundnu útgáfunni, Airbus A320ceo.

Árekstur er tvær flugvélar lentu nánast samtímis í Súdan

3. október 2018

|

Tvær Antonov-herflugvélar skullu saman í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, í dag er þær lentu nánast á sama tíma á brautinni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00