flugfréttir

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

- Fór í sjóinn í aðflugi að flugvellinum á Weno-eyju í Míkrónesíu

28. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:07

Flugvélin fór í sjóinn skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma þegar hún var í aðflugi að flugvellinum á eyjunni Weno í Kyrrahafi

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að íslenskum tíma.

Vélin var í áætlunarflugi frá Pohnpei í Míkrónesíu til Port Moresby á Papúa-Nýju Gíneu með viðkomu á eyjunni Weno með 35 farþega og tólf manna áhöfn innanborðs þegar slysið gerðist en vélin var á lokastefnu að flugbrautinni í mikilli rigningu þegar hún fór í sjóinn í um 145 metra fjarlægð undan ströndinni fyrir framan brautarendann.

Flugvélin var rýmd í sjónum og náðu farþegar að koma sér frá borði en margir tók sundsprett og syntu í land á meðan aðrir fóru í báta og björgunarbáta.

Um borð í vélinni voru 36 farþegar og tólf manna áhöfn og komust allir lífs af

Mörgum ljósmyndum af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðla og víðar á Netið sem sýna flugvélina marra í hálfu kafi en vélin var síðar komin öll ofan í sjóinn.

Veður á flugvellinum var slæmt, úrhellisrigning eins og áður kom fram með skúraskýjum sem voru að færast yfir eyjuna og var skyggni lélegt.

Boeing 737-800 þotan var á leigu frá Loftleiðir-Icelandair sem hafði framleigt vélinna frá flugvélaleigunni Avolon

Flugvélin, sem bar skráningarnúmerið P2-PXE, var á leigu hjá Loftleiðir-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group en vélin var framleigð til Air Niugini frá flugvélaleigunni Avolon.

„Hugur okkar er hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins“, segir í tilkynningu frá Icelandair Group.  fréttir af handahófi

Flugstjóri flaggaði fána Vatíkansins óvart á hvolfi

27. ágúst 2018

|

Flugstjóri einn hjá ítalska flugfélaginu Alitalia gerði neyðarleg mistök er hann snéri fána Vatíkansins öfugt við komu Francis Páfa til Dublin um helgina.

Qatar Airways hefur áhuga á að kaupa Air India

6. september 2018

|

Qatar Airways segist hafa áhuga á að taka yfir rekstur Air India en þó aðeins með því skilyrði með í kaupunum fylgdu engir fylgihlutir.

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

  Nýjustu flugfréttirnar

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Eldur kom upp í ATR flugvél í viðhaldsskýlí í Nígeríu

17. október 2018

|

Eldur kom upp í farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 er vélin var inni í viðhaldsskýli á flugvellinum í Lagos í Nígeríu sl. helgi.

Vilja opna hina flugbrautina á Gatwick-flugvelli

16. október 2018

|

Félag breskra atvinnuflugmanna (BALPA) taka undir tillögu Gatwick-flugvallarins í London um að skoða þann möguleika á að nýta varaflugbraut vallarins fyrir hefðbundna flugumferð um flugvöllinn til að

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

16. október 2018

|

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir strí

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00