flugfréttir

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

- Fór í sjóinn í aðflugi að flugvellinum á Weno-eyju í Míkrónesíu

28. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:07

Flugvélin fór í sjóinn skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma þegar hún var í aðflugi að flugvellinum á eyjunni Weno í Kyrrahafi

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að íslenskum tíma.

Vélin var í áætlunarflugi frá Pohnpei í Míkrónesíu til Port Moresby á Papúa-Nýju Gíneu með viðkomu á eyjunni Weno með 35 farþega og tólf manna áhöfn innanborðs þegar slysið gerðist en vélin var á lokastefnu að flugbrautinni í mikilli rigningu þegar hún fór í sjóinn í um 145 metra fjarlægð undan ströndinni fyrir framan brautarendann.

Flugvélin var rýmd í sjónum og náðu farþegar að koma sér frá borði en margir tók sundsprett og syntu í land á meðan aðrir fóru í báta og björgunarbáta.

Um borð í vélinni voru 36 farþegar og tólf manna áhöfn og komust allir lífs af

Mörgum ljósmyndum af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðla og víðar á Netið sem sýna flugvélina marra í hálfu kafi en vélin var síðar komin öll ofan í sjóinn.

Veður á flugvellinum var slæmt, úrhellisrigning eins og áður kom fram með skúraskýjum sem voru að færast yfir eyjuna og var skyggni lélegt.

Boeing 737-800 þotan var á leigu frá Loftleiðir-Icelandair sem hafði framleigt vélinna frá flugvélaleigunni Avolon

Flugvélin, sem bar skráningarnúmerið P2-PXE, var á leigu hjá Loftleiðir-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group en vélin var framleigð til Air Niugini frá flugvélaleigunni Avolon.

„Hugur okkar er hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins“, segir í tilkynningu frá Icelandair Group.  fréttir af handahófi

Maður og kona handtekin vegna drónaárásar á Gatwick

22. desember 2018

|

Tveir hafa verið handteknir í Bretlandi í tengslum við drónaárás á Gatwick-flugvöll sem opnaði að nýju í gær eftir að hafa verið lokaður í einn og hálfan sólarhring frá því á miðvikudagskvöldið.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00