flugfréttir

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

- Fór í sjóinn í aðflugi að flugvellinum á Weno-eyju í Míkrónesíu

28. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:07

Flugvélin fór í sjóinn skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma þegar hún var í aðflugi að flugvellinum á eyjunni Weno í Kyrrahafi

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að íslenskum tíma.

Vélin var í áætlunarflugi frá Pohnpei í Míkrónesíu til Port Moresby á Papúa-Nýju Gíneu með viðkomu á eyjunni Weno með 35 farþega og tólf manna áhöfn innanborðs þegar slysið gerðist en vélin var á lokastefnu að flugbrautinni í mikilli rigningu þegar hún fór í sjóinn í um 145 metra fjarlægð undan ströndinni fyrir framan brautarendann.

Flugvélin var rýmd í sjónum og náðu farþegar að koma sér frá borði en margir tók sundsprett og syntu í land á meðan aðrir fóru í báta og björgunarbáta.

Um borð í vélinni voru 36 farþegar og tólf manna áhöfn og komust allir lífs af

Mörgum ljósmyndum af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðla og víðar á Netið sem sýna flugvélina marra í hálfu kafi en vélin var síðar komin öll ofan í sjóinn.

Veður á flugvellinum var slæmt, úrhellisrigning eins og áður kom fram með skúraskýjum sem voru að færast yfir eyjuna og var skyggni lélegt.

Boeing 737-800 þotan var á leigu frá Loftleiðir-Icelandair sem hafði framleigt vélinna frá flugvélaleigunni Avolon

Flugvélin, sem bar skráningarnúmerið P2-PXE, var á leigu hjá Loftleiðir-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group en vélin var framleigð til Air Niugini frá flugvélaleigunni Avolon.

„Hugur okkar er hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins“, segir í tilkynningu frá Icelandair Group.  fréttir af handahófi

Fyrsta Boeing 787 til sýnis í flugvélaskemmtigarði í Japan

11. október 2018

|

Japanir eru ekki þekktir fyrir að fara hefðbundnar leiðir í hugviti og nýjungum en á morgun mun opna risastór flugvélaskemmtigarður á Chubu Centrair International flugvellinum í borginni Nagoya þar s

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.