flugfréttir

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

- Fór í sjóinn í aðflugi að flugvellinum á Weno-eyju í Míkrónesíu

28. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:07

Flugvélin fór í sjóinn skömmu eftir miðnætti í gær að íslenskum tíma þegar hún var í aðflugi að flugvellinum á eyjunni Weno í Kyrrahafi

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að íslenskum tíma.

Vélin var í áætlunarflugi frá Pohnpei í Míkrónesíu til Port Moresby á Papúa-Nýju Gíneu með viðkomu á eyjunni Weno með 35 farþega og tólf manna áhöfn innanborðs þegar slysið gerðist en vélin var á lokastefnu að flugbrautinni í mikilli rigningu þegar hún fór í sjóinn í um 145 metra fjarlægð undan ströndinni fyrir framan brautarendann.

Flugvélin var rýmd í sjónum og náðu farþegar að koma sér frá borði en margir tók sundsprett og syntu í land á meðan aðrir fóru í báta og björgunarbáta.

Um borð í vélinni voru 36 farþegar og tólf manna áhöfn og komust allir lífs af

Mörgum ljósmyndum af atvikinu hefur verið dreift á samfélagsmiðla og víðar á Netið sem sýna flugvélina marra í hálfu kafi en vélin var síðar komin öll ofan í sjóinn.

Veður á flugvellinum var slæmt, úrhellisrigning eins og áður kom fram með skúraskýjum sem voru að færast yfir eyjuna og var skyggni lélegt.

Boeing 737-800 þotan var á leigu frá Loftleiðir-Icelandair sem hafði framleigt vélinna frá flugvélaleigunni Avolon

Flugvélin, sem bar skráningarnúmerið P2-PXE, var á leigu hjá Loftleiðir-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group en vélin var framleigð til Air Niugini frá flugvélaleigunni Avolon.

„Hugur okkar er hjá farþegum og áhafnarmeðlimum vélarinnar á þessari stundu ásamt fjölskyldumeðlimum þeirra. Loftleiðir-Icelandic munu veita alla aðstoð sem Air Niugini þarf á að halda vegna atviksins. Þrátt fyrir að um alvarlegan atburð sé að ræða gerir félagið ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins“, segir í tilkynningu frá Icelandair Group.  fréttir af handahófi

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

26. apríl 2019

|

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfu

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

WOW air áætlaði yfir 6.900 brottfarir og komur í sumar

28. mars 2019

|

Brotthvarf WOW air af íslenskum flugmarkaði mun án efa hafa áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00