flugfréttir
Afhendingar á Boeing 737 þotum að komast í rétt horf
- Afhentu 61 þotur í september af gerðinni Boeing 737

Nýjar Boeing 737 þotur sem bíða þess að verða afhentar
Afhendingar á nýjum Boeing 737 þotum hjá Boeing eru að komast aftur í rétt horf eftir miklar seinkanir í sumar.
Boeing náði að afhenda 61 eintak af Boeing 737 þotunum frá verksmiðjunum í Renton
en margar Boeing 737 MAX þotur hafa safnast saman og beðið þess að verða afhentar til
viðskiptavina sinna vegna seinkunar hjá birgjum.
Í júlí náði Boeing aðeins að afhenda 29 Boeing 737 þotur sem er vel undir markmiði Boeing
sem er að framleiða 52 þotur á mánuði.
Þá hefur Boeing aldrei áður náð að afhenda eins margar Dreamliner-þotur líkt og
í september þegar 18 eintök voru afhent til viðskiptavina.
Frá áramótum til loka september hefur Boeing afhent alls 568 farþegaþotur en
framleiðandinn þarf að ná að afhenda 242 þotur til viðbótar fyrir lok ársins til að halda
áætlun sinni.


21. nóvember 2019
|
Svo gæti farið að Boeing neyðist til þess að hætta að framleiða júmbó-þotuna þar sem óvissa ríkir um framhald á framleiðslu á stórum einingum fyrir skrokk vélarinnar.

8. nóvember 2019
|
Tveir bandarískir demókratar innan bandaríska þingsins hafa sent bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) bréf þar sem þeir spyrjast fyrir um tvö ný atriði sem þeir gagnrýna stofnuna fyrir og telja að u

17. september 2019
|
Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.

6. desember 2019
|
Qantas flaug sl. miðvikudag síðasta júmbó-þotuflugið sitt til Bandaríkjanna sem var áætlunarflug frá San Francisco til Sydney en héðan í frá verður það flug flogið með Dreamliner-þotum.