flugfréttir

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

- Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöllinn suður af Madríd

23. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:05

Tölvugerð mynd af nýja Air City Madrid Sud flugvellinum

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengur eftir.

Árið 2017 fóru yfir 53 milljónir farþega um Barajas-flugvöllinn í Madríd sem er stærsti flugvöllur Spánar og sá 6. stærsti í Evrópu er kemur að farþegafjölda en flugvöllurinn mun á næstu árum nálgast 70 milljónir farþega á ári sem er mesti farþegafjöldi sem flugvöllurinn getur tekið við.

Enginn annar flugvöllur er í nágrenni Madríd og hefur þurft að beina flugi til Zaragoza eða til Valencia ef flugvélar geta ekki lent á Barajas-flugvellinum.

Airbus A320 þota Iberia í lendingu á Barajas-flugvellinum í Madríd

Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöll sem mun heita Air City Madrid Sud sem verður staðsettur um 30 kílómetrum sunnan við Madríd en kostnaðurinn við flugvöllinn nýja er metinn á 60 milljarða króna.

Flugvöllurinn mun rísa á landsvæði sem eru 37 hektarar á stærð með 15 þúsund fermetra stórri flugstöð og er nú þegar verið að vinna að umhverfismati vegna flugvallarins.

Séð er fram á að um 300.000 farþegar gætu farið um nýja flugvöllinn fyrsta árið en þegar starfsemin væri kominn á fullt skrið á flugvöllurinn að geta tekið við 7 milljónum farþega á ári.

Einkaaðilar segja að fjárfestar ætli að taka allan kostnaðinn á sig og muni spænska ríkið ekki þurfa að eyða einni evru í framkvæmdirnar en flugvöllurinn á að geta skapað 5.600 ný störf og 13.300 ný óbein störf á svæðinu í kring.  fréttir af handahófi

Ætla að taka 737 MAX 10 og Dreamliner í stað 737 MAX 8

30. apríl 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia segist ætla að skipta út þeim Boeing 737 MAX 8 þotum, sem félagið hafði pantað, fyrir aðrar tegundir af farþegaþotum frá Boeing.

Ilyushin Il-112V flýgur jómfrúarflugið

1. apríl 2019

|

Rússar flugu sl. laugardag Ilyushin Il-112V flugvélinni sem er fyrsta herflutningaflugvélin sem Rússar hafa framleitt eftir fall Sovíetríkjanna.

FAA gefur Southwest leyfi fyrir flugi til Hawaii

1. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur fengið leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) til þess að hefja áætlunarflug til Hawaii.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00