flugfréttir

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

- Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöllinn suður af Madríd

23. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:05

Tölvugerð mynd af nýja Air City Madrid Sud flugvellinum

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengur eftir.

Árið 2017 fóru yfir 53 milljónir farþega um Barajas-flugvöllinn í Madríd sem er stærsti flugvöllur Spánar og sá 6. stærsti í Evrópu er kemur að farþegafjölda en flugvöllurinn mun á næstu árum nálgast 70 milljónir farþega á ári sem er mesti farþegafjöldi sem flugvöllurinn getur tekið við.

Enginn annar flugvöllur er í nágrenni Madríd og hefur þurft að beina flugi til Zaragoza eða til Valencia ef flugvélar geta ekki lent á Barajas-flugvellinum.

Airbus A320 þota Iberia í lendingu á Barajas-flugvellinum í Madríd

Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöll sem mun heita Air City Madrid Sud sem verður staðsettur um 30 kílómetrum sunnan við Madríd en kostnaðurinn við flugvöllinn nýja er metinn á 60 milljarða króna.

Flugvöllurinn mun rísa á landsvæði sem eru 37 hektarar á stærð með 15 þúsund fermetra stórri flugstöð og er nú þegar verið að vinna að umhverfismati vegna flugvallarins.

Séð er fram á að um 300.000 farþegar gætu farið um nýja flugvöllinn fyrsta árið en þegar starfsemin væri kominn á fullt skrið á flugvöllurinn að geta tekið við 7 milljónum farþega á ári.

Einkaaðilar segja að fjárfestar ætli að taka allan kostnaðinn á sig og muni spænska ríkið ekki þurfa að eyða einni evru í framkvæmdirnar en flugvöllurinn á að geta skapað 5.600 ný störf og 13.300 ný óbein störf á svæðinu í kring.  fréttir af handahófi

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Forstjóri JAL lækkar laun sín vegna ölvaðs flugmanns

3. desember 2018

|

Yuji Akasaka, forstjóri Japan Airlines, hefur ákveðið að lækka laun sín um 20 prósent næstu þrjá mánuðina í þeim tilgangi til að afsaka fyrir atvik er flugstjóri einn hjá félaginu var stöðvaður rétt

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

1. febrúar 2019

|

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00