flugfréttir

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

- Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöllinn suður af Madríd

23. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:05

Tölvugerð mynd af nýja Air City Madrid Sud flugvellinum

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengur eftir.

Árið 2017 fóru yfir 53 milljónir farþega um Barajas-flugvöllinn í Madríd sem er stærsti flugvöllur Spánar og sá 6. stærsti í Evrópu er kemur að farþegafjölda en flugvöllurinn mun á næstu árum nálgast 70 milljónir farþega á ári sem er mesti farþegafjöldi sem flugvöllurinn getur tekið við.

Enginn annar flugvöllur er í nágrenni Madríd og hefur þurft að beina flugi til Zaragoza eða til Valencia ef flugvélar geta ekki lent á Barajas-flugvellinum.

Airbus A320 þota Iberia í lendingu á Barajas-flugvellinum í Madríd

Einkaaðilar stefna á að reisa flugvöll sem mun heita Air City Madrid Sud sem verður staðsettur um 30 kílómetrum sunnan við Madríd en kostnaðurinn við flugvöllinn nýja er metinn á 60 milljarða króna.

Flugvöllurinn mun rísa á landsvæði sem eru 37 hektarar á stærð með 15 þúsund fermetra stórri flugstöð og er nú þegar verið að vinna að umhverfismati vegna flugvallarins.

Séð er fram á að um 300.000 farþegar gætu farið um nýja flugvöllinn fyrsta árið en þegar starfsemin væri kominn á fullt skrið á flugvöllurinn að geta tekið við 7 milljónum farþega á ári.

Einkaaðilar segja að fjárfestar ætli að taka allan kostnaðinn á sig og muni spænska ríkið ekki þurfa að eyða einni evru í framkvæmdirnar en flugvöllurinn á að geta skapað 5.600 ný störf og 13.300 ný óbein störf á svæðinu í kring.  fréttir af handahófi

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

Fyrsta risaþotan fyrir ANA flýgur sitt fyrsta flug

18. september 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) flaug sitt fyrsta flug um helgina.

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00