flugfréttir

Farþegaþota fórst í Indónesíu í nótt

- Boeing 737 MAX frá Lion Air fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta

29. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:41

Björgunarbátar hafa fundið brak úr vélinni í sjónum skammt norðaustur af Jakarta

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX fórst skömmu eftir flugtak í Indonesíu í nótt.

Þotan var frá flugfélaginu Lion Air og var hún nýfarin í loftið frá flugvellinum í Jakarta áleiðis til borgarinnar Pangkal Pinang þegar hún hvarf af ratsjá 13 mínútum eftir flugtak er hún var komin í 5.400 feta hæð.

Björgunarlið á bátum og skipum hafa fundið líkamsleifar í sjónum og brak úr vélinni skammt norðvestur af Jakarta og telja índónesísk stjórnvöld að enginn hafi komist lífs af.

Þotan, sem bar skráninguna PK-LQP, var afhent til Lion Air þann 15. ágúst í haust og nýskráð í sama mánuði og var hún því tæplega 2 mánaða gömul. Er þetta því fyrsta flugslysið í sögu Boeing 737 MAX sem kom á markað árið 2017.

Sjómaður á dráttarbáti, sem var á svæðinu skammt norður af Jövu, sagðist hafa séð er þotan hætti að klifra og féll til jarðar ofan í hafið.

Kafarar er nú að undirbúa neðansjávarleit en hafdýpið á svæðinu eru um 30 til 35 metrar.

Ekkert neyðarkall barst frá vélinni en flugmaðurinn óskaði eftir því að snúa við til Jakarta skömmu áður en sambandið rofnaði.

Fram kemur að bilun hafi komið upp í vélinni flugið áður og var vélin í viðgerð seinustu nótt. Óstaðfestar heimildir herma að sú bilun hafi varðað óáreiðanlegan flughraða sem kom upp og bar stjórntækjum ekki saman um upplýsingar með hraðann.

Um borð í vélinni voru 181 farþegi, tveir flugmenn og fimm flugfreyjur og flugþjónar.  fréttir af handahófi

Icelandair tekur á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur

1. apríl 2019

|

Icelandair hefur ákveðið að taka á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur til að fyrirbyggja mögulega röskun á leiðarkerfi félagsins vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX vélunum.

Birta bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins í Eþíópíu

4. apríl 2019

|

Stjórnvöld í Eþíópíu kynntu í morgun bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa þann 10. mars.

Boeing fékk engar pantanir í nýjar flugvélar í apríl

17. maí 2019

|

Boeing fékk enga pöntun í nýjar farþegaþotur í apríl, fyrsta mánuðinn eftir að Boeing 737 MAX þotan var kyrrsett, en á sama tíma missti framleiðandinn pöntun í 171 eintak af Boeing 737 MAX þotunni v

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00