flugfréttir

Farþegaþota fórst í Indónesíu í nótt

- Boeing 737 MAX frá Lion Air fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta

29. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:41

Björgunarbátar hafa fundið brak úr vélinni í sjónum skammt norðaustur af Jakarta

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX fórst skömmu eftir flugtak í Indonesíu í nótt.

Þotan var frá flugfélaginu Lion Air og var hún nýfarin í loftið frá flugvellinum í Jakarta áleiðis til borgarinnar Pangkal Pinang þegar hún hvarf af ratsjá 13 mínútum eftir flugtak er hún var komin í 5.400 feta hæð.

Björgunarlið á bátum og skipum hafa fundið líkamsleifar í sjónum og brak úr vélinni skammt norðvestur af Jakarta og telja índónesísk stjórnvöld að enginn hafi komist lífs af.

Þotan, sem bar skráninguna PK-LQP, var afhent til Lion Air þann 15. ágúst í haust og nýskráð í sama mánuði og var hún því tæplega 2 mánaða gömul. Er þetta því fyrsta flugslysið í sögu Boeing 737 MAX sem kom á markað árið 2017.

Sjómaður á dráttarbáti, sem var á svæðinu skammt norður af Jövu, sagðist hafa séð er þotan hætti að klifra og féll til jarðar ofan í hafið.

Kafarar er nú að undirbúa neðansjávarleit en hafdýpið á svæðinu eru um 30 til 35 metrar.

Ekkert neyðarkall barst frá vélinni en flugmaðurinn óskaði eftir því að snúa við til Jakarta skömmu áður en sambandið rofnaði.

Fram kemur að bilun hafi komið upp í vélinni flugið áður og var vélin í viðgerð seinustu nótt. Óstaðfestar heimildir herma að sú bilun hafi varðað óáreiðanlegan flughraða sem kom upp og bar stjórntækjum ekki saman um upplýsingar með hraðann.

Um borð í vélinni voru 181 farþegi, tveir flugmenn og fimm flugfreyjur og flugþjónar.  fréttir af handahófi

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

L3 kynnir sérstaka flugnámsleið fyrir konur

20. janúar 2019

|

Flugskólinn L3 Commercial Aviation mun á næstunni fara af stað með sérstakan atvinnuflugmannsbekk sem eingöngu er ætlaður kvenfólki og hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa þar sem mun fleiri umsók

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00