flugfréttir

Farþegaþota fórst í Indónesíu í nótt

- Boeing 737 MAX frá Lion Air fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta

29. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:41

Björgunarbátar hafa fundið brak úr vélinni í sjónum skammt norðaustur af Jakarta

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX fórst skömmu eftir flugtak í Indonesíu í nótt.

Þotan var frá flugfélaginu Lion Air og var hún nýfarin í loftið frá flugvellinum í Jakarta áleiðis til borgarinnar Pangkal Pinang þegar hún hvarf af ratsjá 13 mínútum eftir flugtak er hún var komin í 5.400 feta hæð.

Björgunarlið á bátum og skipum hafa fundið líkamsleifar í sjónum og brak úr vélinni skammt norðvestur af Jakarta og telja índónesísk stjórnvöld að enginn hafi komist lífs af.

Þotan, sem bar skráninguna PK-LQP, var afhent til Lion Air þann 15. ágúst í haust og nýskráð í sama mánuði og var hún því tæplega 2 mánaða gömul. Er þetta því fyrsta flugslysið í sögu Boeing 737 MAX sem kom á markað árið 2017.

Sjómaður á dráttarbáti, sem var á svæðinu skammt norður af Jövu, sagðist hafa séð er þotan hætti að klifra og féll til jarðar ofan í hafið.

Kafarar er nú að undirbúa neðansjávarleit en hafdýpið á svæðinu eru um 30 til 35 metrar.

Ekkert neyðarkall barst frá vélinni en flugmaðurinn óskaði eftir því að snúa við til Jakarta skömmu áður en sambandið rofnaði.

Fram kemur að bilun hafi komið upp í vélinni flugið áður og var vélin í viðgerð seinustu nótt. Óstaðfestar heimildir herma að sú bilun hafi varðað óáreiðanlegan flughraða sem kom upp og bar stjórntækjum ekki saman um upplýsingar með hraðann.

Um borð í vélinni voru 181 farþegi, tveir flugmenn og fimm flugfreyjur og flugþjónar.  fréttir af handahófi

Mikil velgengni með flug Qantas milli Perth og London

22. október 2018

|

Qantas segir að velgengni með lengsta beina flug félagsins frá Perth til London Heathrow hafi farið fram út björtustu vonum.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Mistök flugumferðarstjóra rakin til álags í færnisprófi

3. október 2018

|

Eftirlitsmaður á vegum nýsjálenskra flugmálayfirvalda þurfti að taka yfir flugumferðarstjórninni í flugturninum á flugvellinum í bænum Hamilton á Nýja-Sjálandi eftir að flugumferðarstjóri gerði mistö

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00