flugfréttir

Þotan ein af þeim 240 þotum sem Lion Air pantaði

- Félagið átti eitt sinn heimsmetið „stærsta flugvélapöntun sögunnar“

29. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 13:51

Boeing 737 MAX 8 þotan sem fórst, PK-LQP, sést hér á athafnasvæði Boeing fyrir afhendingu í sumar

Boeing 737 MAX 8 þotan sem fórst í Jövuhaf skömmu eftir flugtak frá Soekarno-Hatta flugvellinum í Jakarta í nótt var ein af þeim 240 þotum sem indónesíska lágfargaldafélagið pantaði fyrir sjö árum síðan.

Ekkert flugfélag í heiminum hefur pantað eins margar Boeing 737 MAX þotur á einu bretti líkt og Lion Air sem lagði inn pöntun í 230 eintök árið 2011 með pöntun í tíu þotur til viðbótar en Southwest hefur lagt inn nokkrar pantanir í Boeing 737 MAX upp á samtals 250 eintök sem gerir það félag stærsta viðskiptavininn er kemur að Boeing 737 MAX.

Lion Air á von á að fá 230 eintök af Boeing 737 MAX til viðbótar á næstu árum sem skiptist niður í 190 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 8 og MAX 9 og fimmtíu þotum af gerðinni Boeing 737 MAX 10 en félagið hefur í dag fengið 10 Boeing 737 MAX 8 afhentar en er nú með níu þotur eftir slysið í nótt.

Pöntun Lion Air árið 2011 var sú næststærsta í sögu flugsins er kemur að fjölda flugvéla sem pantaðar eru á einu bretti og var pöntunin þá metin á tvö þúsund sjöhundruð sextíu og fimm milljarða króna.

Lion Air átti heimsmetið „stærsta flugvélapöntun sögunnar“ í sex ár eða þar til fyrirtækið Indigo Partners lagði inn pöntun í fyrra í 430 þotur á einu bretti til Airbus í 273 Airbus A320neo þotur og 157 Airbus A321neo þotur.

Lion Air var lengi á bannlista í Evrópu og mátti félagið ekki fljúga til neins Evrópulands vegna flugslysasögu sinnar en banninu var aflétt í júní árið 2016.

Talið að enginn hafi komist lífs af

Talið er að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu í nótt en 189 manns voru um borð í vélinni og þar af átta manna áhöfn en nú þegar er búið að finna sjö lík í sjónum auk braks.

Björgunarskip skammt undan ströndum Jövu í dag við leit að flakinu



Umfangsmikil leit stendur yfir að flaki vélarinnar sem liggur á um 35 metra dýpi í hafinu og er það nægilega grunnt fyrir kafara til að komast að því.

Þotan fór í loftið frá Jakarta klukkan 23:20 í gærkvöldi að íslenskum tíma en flugumferðarstjórar misstu samband við flugvélina klukkan 23:33 skömmu eftir að flugmennirnir höfðu beðið um að fá að snúa við flugvallarins.

Flugstjórinn með 6.000 flugtíma að baki

Flugstjóri vélarinnar hét Bhavye Suneja og hafði hann 6.000 flugtíma að baki en fram kemur að hann hafi verið mjög mikill áhugamaður um allt sem tengdist flugi og elskaði starfið sitt.

Suneja hafði unnið hjá Lion Air í sjö ár en hann gekkst til liðs við flugfélagið árið 2011 en þar á undan hafði hann flogið fyrir Emirates.

Flugstjóri vélarinnar, Bhavye Suneja, hafði starfað hjá Lion Air frá árinu 2011

Aðstoðarflugmaðurinn, Harvino, hafði 5.000 flugtíma að baki en flugfreyjur og flugþjónar um borð hétu Shintia Melina, Citra Noivita Anggelia, Alviani Hidayatul Solikha, Damayanti Simarmata, Mery Yulianda, og Deny Maula.

Meðal farþega voru tuttugu starfsmenn á vegum fjármálaráðuneytis Indónesíu, þrír hæstaréttadómarar auk eins flugmanns frá Indlandi og einn ítalskur ferðamaður.

Flugslys hjá Lion Air hafa verið frekar tíð og hefur að meðaltali átt sér stað um eitt atvik eða flugslys á ári hjá félaginu og í sex af þeim hefur Boeing 737-800 og Boeing 737-900 átt hlut að máli en nokkrar af þeim hafa eyðilagst í þeim slysum og óhöppum.

Ekki er enn vitað hvað olli slysinu í nótt en þetta er í fyrsta sinn sem Boeing 737 MAX þotan lendir í flugslysi en aðeins eru 17 mánuðir frá því Boeing afhenti fyrsta eintakið sem fór til Malindo Air í Indónesíu.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga