flugfréttir

Hagnaður Icelandair Group tæpir 8 milljarðar

- Hækkun á olíuverði, lægri fargjöld og lakari sætanýting orsök verri afkomu

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:58

TF-ICE, „Jökulsárlón“, Boeing 737 MAX þota Icelandair

Hagnaður Icelandair Group var 36 prósentum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í afkomuskýrslu frá Icelandair Group en EBITDA nam 115 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar 13,8 milljörðum króna en hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 nam 7.6 milljörðum.

Hagnaðurinn er því 41 milljónum USD lægri en í fyrra og er það m.a. rakið til hækkun á olíuverði, lágum meðalfargjöldum og lakari sætanýtingu.

Fram kemur að heildartekjur hafi numið 545,2 milljónum bandaríkjadala sem jafngildir 65.8 milljörðum króna sem er hækkun um 2 prósent frá árinu 2017.

Icelandair Group birti í gær afkomu fyrirtækisins eftir þriðja ársfjórðung

Eiginfjárhlutfall var 36% í lok september, nettó vaxtaberandi skuldir námi 222.2 milljónum USD í lok september og handbært fé og markaðsverðbréf nema 184 milljónum bandaríkjadala.

„Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst“, segir í yfirlýsingu frá Boga Nils Bogasonar, starfandi forstjóra Icelandair Group.

Fram kemur að gripið hafi verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði.  Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika.

Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs og þá hefur sölu- og markaðsstarf félagsins verið endurskipulagt og áhersla lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin.  fréttir af handahófi

4.3 milljarðar ferðuðust með flugi árið 2018

2. janúar 2019

|

Um 4.3 milljarður flugfarþegar ferðuðust um háloftin með áætlunarflugi í heiminum árið 2018 samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaflugmálastofnunninni (ICAO) sem er auknin upp á 6.1 prósent samanborið við

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00