flugfréttir

Hagnaður Icelandair Group tæpir 8 milljarðar

- Hækkun á olíuverði, lægri fargjöld og lakari sætanýting orsök verri afkomu

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:58

TF-ICE, „Jökulsárlón“, Boeing 737 MAX þota Icelandair

Hagnaður Icelandair Group var 36 prósentum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í afkomuskýrslu frá Icelandair Group en EBITDA nam 115 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar 13,8 milljörðum króna en hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 nam 7.6 milljörðum.

Hagnaðurinn er því 41 milljónum USD lægri en í fyrra og er það m.a. rakið til hækkun á olíuverði, lágum meðalfargjöldum og lakari sætanýtingu.

Fram kemur að heildartekjur hafi numið 545,2 milljónum bandaríkjadala sem jafngildir 65.8 milljörðum króna sem er hækkun um 2 prósent frá árinu 2017.

Icelandair Group birti í gær afkomu fyrirtækisins eftir þriðja ársfjórðung

Eiginfjárhlutfall var 36% í lok september, nettó vaxtaberandi skuldir námi 222.2 milljónum USD í lok september og handbært fé og markaðsverðbréf nema 184 milljónum bandaríkjadala.

„Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst“, segir í yfirlýsingu frá Boga Nils Bogasonar, starfandi forstjóra Icelandair Group.

Fram kemur að gripið hafi verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði.  Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika.

Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs og þá hefur sölu- og markaðsstarf félagsins verið endurskipulagt og áhersla lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin.  fréttir af handahófi

Innanlandsflug Norwegian í Argentínu hefst í næsta mánuði

5. september 2018

|

Norwegian hefur opnað fyrir bókanir í innalandsflug í Argentínu og ætlar dótturfélagið, Norwegian Air Argentina, að byrja á að fljúga til sex áfangastaða í næsta mánuði.

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

26. september 2018

|

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængj

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

1. nóvember 2018

|

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ák

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag