flugfréttir

Hagnaður Icelandair Group tæpir 8 milljarðar

- Hækkun á olíuverði, lægri fargjöld og lakari sætanýting orsök verri afkomu

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:58

TF-ICE, „Jökulsárlón“, Boeing 737 MAX þota Icelandair

Hagnaður Icelandair Group var 36 prósentum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Þetta kemur fram í afkomuskýrslu frá Icelandair Group en EBITDA nam 115 milljónum bandaríkjadala sem samsvarar 13,8 milljörðum króna en hagnaður Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi ársins 2017 nam 7.6 milljörðum.

Hagnaðurinn er því 41 milljónum USD lægri en í fyrra og er það m.a. rakið til hækkun á olíuverði, lágum meðalfargjöldum og lakari sætanýtingu.

Fram kemur að heildartekjur hafi numið 545,2 milljónum bandaríkjadala sem jafngildir 65.8 milljörðum króna sem er hækkun um 2 prósent frá árinu 2017.

Icelandair Group birti í gær afkomu fyrirtækisins eftir þriðja ársfjórðung

Eiginfjárhlutfall var 36% í lok september, nettó vaxtaberandi skuldir námi 222.2 milljónum USD í lok september og handbært fé og markaðsverðbréf nema 184 milljónum bandaríkjadala.

„Afkoma þriðja ársfjórðungs lækkar milli ára en er í samræmi við afkomuspá sem gefin var út í lok ágúst“, segir í yfirlýsingu frá Boga Nils Bogasonar, starfandi forstjóra Icelandair Group.

Fram kemur að gripið hafi verið til fjölmargra aðgerða til að bæta samkeppnishæfni félagsins og vega upp á móti kostnaðarhækkunum, ekki síst vegna hækkunar á eldsneytisverði.  Í maí 2019 hefst flug í nýjum tengibanka á Íslandi meðfram núverandi tengibanka leiðakerfisins með það að markmiði að skapa félaginu ný tækifæri til vaxtar, bæta þjónustu við farþega og auka sveigjanleika.

Misvægi í sætaframboði milli N-Ameríku og Evrópu hefur verið leiðrétt í flugáætlun næsta árs og þá hefur sölu- og markaðsstarf félagsins verið endurskipulagt og áhersla lögð á að styrkja tekjustýringu félagsins og er innleiðing á nýju tekjustýringarkerfi vel á veg komin.  fréttir af handahófi

208.000 farþegar flugu með Icelandair í febrúar

7. mars 2019

|

Rúmlega 208.000 farþegar flugu með Icelandair í síðastliðnum febrúarmánuði sem er níu prósenta aukning frá því í febrúar 2018 þegar 190.000 farþegar flugu með félaginu.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Lufthansa mun ráða 500 nýja flugmenn í ár

4. janúar 2019

|

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og í Belgíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00