flugfréttir

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

- Hafa móttekið merki frá neyðarsendi á hafsbotni

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Björgunarlið telja sig hafa náð að staðsetja flak þotunnar á hafsbotni í Jövuhafi, skammt norður af höfuðborginni Jakarta

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Björgunarsveitir telja sig hafa náð að staðsetja flak vélarinnar út frá merkjum sem þeir hafa móttekið frá neyðarsendi vélarinnar sem nefnist „emergency locator transmitter“ en slíkur búnaður fer í gang við högg og einnig ef hann kemst í tæri við vatn.

Samkvæmt upplýsingum frá búnaði, sem notaður er við leitina, þá kemur merkið frá neyðarsendinum frá staðsetningunni 05° 48” 48´ gráður suður og 107° 07” 37’ austur sem er í Jövuhafi í um 72 kílómetra fjarlægð norður af Jakarta.

Fjögur björgunarskip eru nú við leit sem útbúin eru sónartækjum, hljóðbylgjuleitarbúnaði og fjarstýrðum kafbátum auk þess sem um þrjátíu önnur skip hafa aðstoðað við leitina að flakinu en verið er að skanna hafsbotninn á svæðinu áður en kafarar verða sendir ofan í sjóinn.

Hæðarstýri á stélhluta þotunnar sem fórst, PK-LQP

Samgönguráðherra Indónesíu hefur vikið yfirmann yfir viðhalds- og viðgerðardeild Lion Air úr starfi tímabundið í kjölfar flugslyssins

Nokkrir flugvirkjar í Ástralíu hafa komið fram með kenningar um hvað þeir telja að gæti hafa orsakað flugslysið og benda þeir á vandamál sem kom upp í hæðarstýri vélarinnar í fluginu á undan á sunnudeginum.

Flugvirkjarnir segja að samkvæmt viðhaldsskýrslu komi fram skráning vegna vandamáls í búnaði sem hreyfir hæðarstýrið sem mögulega hafi átt stóran hlut að máli.

Áður hafði komið fram að mælar vélarinnar hafi gefið upp mísvísandi upplýsingar um flughraða vélarinnar og kemur fram að sambærilegt vandamál kom einnig upp í fluginu á undan sem var flug JT043 frá Denpasar til Jakarta.

Vandamál með flughraða kom upp skömmu eftir flugtak frá Denpasar en 8 mínútum eftir flugtak lagaðist vandamálið. Mælar á stjórnskjám hjá flugstjóranum sýndu annan flughraða en kom fram á stjórnskjám hjá aðstoðarflugmanni sem varð til þess að flugvirkjar framkvæmdu skoðun á stemmuröri („pitot tubes“) og „static port“ eftir það flug.

Lion Air hefur staðfest að vandamál hafi komið upp með flughraða vélarinnar í fluginu á undan og hafi það verið lagfært samkvæmt verklagsreglum og var þotan útskrifuð eftir skoðunina.

Mynd af viðhaldsskýrslu flugvirkja eftir skoðun sem fram fór eftir flugið frá Denpasar til Jakarta þar sem kemur fram athugasemd um að upplýsingar um sýndan flughraða (IAS) og flughæð hafi ekki verið áreiðanlegar  fréttir af handahófi

Þýska flugfélagið Germania gjaldþrota

5. febrúar 2019

|

Þýska flugfélagið Germania er gjaldþrota en félagið aflýsti í gær öllum flugferðum sínum og hefur stjórn félagsins farið fram á að reksturinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

Hljóðritinn úr Atlas Air þotunni fundinn

2. mars 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að búið sé að finna annan svörtu kassanna úr Boeing 767 fraktþotu Atlas Air sem fórst í aðflugi að flugvel

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

31. janúar 2019

|

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00