flugfréttir

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

- Hafa móttekið merki frá neyðarsendi á hafsbotni

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Björgunarlið telja sig hafa náð að staðsetja flak þotunnar á hafsbotni í Jövuhafi, skammt norður af höfuðborginni Jakarta

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Björgunarsveitir telja sig hafa náð að staðsetja flak vélarinnar út frá merkjum sem þeir hafa móttekið frá neyðarsendi vélarinnar sem nefnist „emergency locator transmitter“ en slíkur búnaður fer í gang við högg og einnig ef hann kemst í tæri við vatn.

Samkvæmt upplýsingum frá búnaði, sem notaður er við leitina, þá kemur merkið frá neyðarsendinum frá staðsetningunni 05° 48” 48´ gráður suður og 107° 07” 37’ austur sem er í Jövuhafi í um 72 kílómetra fjarlægð norður af Jakarta.

Fjögur björgunarskip eru nú við leit sem útbúin eru sónartækjum, hljóðbylgjuleitarbúnaði og fjarstýrðum kafbátum auk þess sem um þrjátíu önnur skip hafa aðstoðað við leitina að flakinu en verið er að skanna hafsbotninn á svæðinu áður en kafarar verða sendir ofan í sjóinn.

Hæðarstýri á stélhluta þotunnar sem fórst, PK-LQP

Samgönguráðherra Indónesíu hefur vikið yfirmann yfir viðhalds- og viðgerðardeild Lion Air úr starfi tímabundið í kjölfar flugslyssins

Nokkrir flugvirkjar í Ástralíu hafa komið fram með kenningar um hvað þeir telja að gæti hafa orsakað flugslysið og benda þeir á vandamál sem kom upp í hæðarstýri vélarinnar í fluginu á undan á sunnudeginum.

Flugvirkjarnir segja að samkvæmt viðhaldsskýrslu komi fram skráning vegna vandamáls í búnaði sem hreyfir hæðarstýrið sem mögulega hafi átt stóran hlut að máli.

Áður hafði komið fram að mælar vélarinnar hafi gefið upp mísvísandi upplýsingar um flughraða vélarinnar og kemur fram að sambærilegt vandamál kom einnig upp í fluginu á undan sem var flug JT043 frá Denpasar til Jakarta.

Vandamál með flughraða kom upp skömmu eftir flugtak frá Denpasar en 8 mínútum eftir flugtak lagaðist vandamálið. Mælar á stjórnskjám hjá flugstjóranum sýndu annan flughraða en kom fram á stjórnskjám hjá aðstoðarflugmanni sem varð til þess að flugvirkjar framkvæmdu skoðun á stemmuröri („pitot tubes“) og „static port“ eftir það flug.

Lion Air hefur staðfest að vandamál hafi komið upp með flughraða vélarinnar í fluginu á undan og hafi það verið lagfært samkvæmt verklagsreglum og var þotan útskrifuð eftir skoðunina.

Mynd af viðhaldsskýrslu flugvirkja eftir skoðun sem fram fór eftir flugið frá Denpasar til Jakarta þar sem kemur fram athugasemd um að upplýsingar um sýndan flughraða (IAS) og flughæð hafi ekki verið áreiðanlegar  fréttir af handahófi

Hætta flugi til Teheran

26. ágúst 2018

|

British Airways hefur ákveðið að hætta að fljúga til Teheran en félagið bætist því í hóp annarra evrópskra flugfélaga sem hafa ákveðið að hætta flugi til Írans eftir að Bandaríkin riftu samkomulagi u

Cadet-flugnám Icelandair á Nýja-Sjálandi

23. ágúst 2018

|

Icelandair og breski flugskólinn L3 Commercial Aviation hafa gert samkomulag um að skólinn taki inn, þjálfi og útskrifi verðandi flugmenn félagsins.

Bombardier selur Q400 framleiðsluna

8. nóvember 2018

|

Bombardier ætlar að selja framleiðsluna á Q400 farþegaflugvélunum til dótturfélagsins Longview Aviation Capital Corporation.

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag