flugfréttir

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

- Hafa móttekið merki frá neyðarsendi á hafsbotni

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Björgunarlið telja sig hafa náð að staðsetja flak þotunnar á hafsbotni í Jövuhafi, skammt norður af höfuðborginni Jakarta

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Björgunarsveitir telja sig hafa náð að staðsetja flak vélarinnar út frá merkjum sem þeir hafa móttekið frá neyðarsendi vélarinnar sem nefnist „emergency locator transmitter“ en slíkur búnaður fer í gang við högg og einnig ef hann kemst í tæri við vatn.

Samkvæmt upplýsingum frá búnaði, sem notaður er við leitina, þá kemur merkið frá neyðarsendinum frá staðsetningunni 05° 48” 48´ gráður suður og 107° 07” 37’ austur sem er í Jövuhafi í um 72 kílómetra fjarlægð norður af Jakarta.

Fjögur björgunarskip eru nú við leit sem útbúin eru sónartækjum, hljóðbylgjuleitarbúnaði og fjarstýrðum kafbátum auk þess sem um þrjátíu önnur skip hafa aðstoðað við leitina að flakinu en verið er að skanna hafsbotninn á svæðinu áður en kafarar verða sendir ofan í sjóinn.

Hæðarstýri á stélhluta þotunnar sem fórst, PK-LQP

Samgönguráðherra Indónesíu hefur vikið yfirmann yfir viðhalds- og viðgerðardeild Lion Air úr starfi tímabundið í kjölfar flugslyssins

Nokkrir flugvirkjar í Ástralíu hafa komið fram með kenningar um hvað þeir telja að gæti hafa orsakað flugslysið og benda þeir á vandamál sem kom upp í hæðarstýri vélarinnar í fluginu á undan á sunnudeginum.

Flugvirkjarnir segja að samkvæmt viðhaldsskýrslu komi fram skráning vegna vandamáls í búnaði sem hreyfir hæðarstýrið sem mögulega hafi átt stóran hlut að máli.

Áður hafði komið fram að mælar vélarinnar hafi gefið upp mísvísandi upplýsingar um flughraða vélarinnar og kemur fram að sambærilegt vandamál kom einnig upp í fluginu á undan sem var flug JT043 frá Denpasar til Jakarta.

Vandamál með flughraða kom upp skömmu eftir flugtak frá Denpasar en 8 mínútum eftir flugtak lagaðist vandamálið. Mælar á stjórnskjám hjá flugstjóranum sýndu annan flughraða en kom fram á stjórnskjám hjá aðstoðarflugmanni sem varð til þess að flugvirkjar framkvæmdu skoðun á stemmuröri („pitot tubes“) og „static port“ eftir það flug.

Lion Air hefur staðfest að vandamál hafi komið upp með flughraða vélarinnar í fluginu á undan og hafi það verið lagfært samkvæmt verklagsreglum og var þotan útskrifuð eftir skoðunina.

Mynd af viðhaldsskýrslu flugvirkja eftir skoðun sem fram fór eftir flugið frá Denpasar til Jakarta þar sem kemur fram athugasemd um að upplýsingar um sýndan flughraða (IAS) og flughæð hafi ekki verið áreiðanlegar  fréttir af handahófi

Stefna á jómfrúarflug A330-800 í næstu viku

29. október 2018

|

Airbus stefnir á að Airbus A330-800, minni útgáfan af nýju Airbus A330neo breiðþotunni, muni fljúga jómfrúarflugið í næstu viku.

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

Hawaiian Airlines kveður Boeing 767 þotuna

7. janúar 2019

|

Hawaiian Airlines flaug í dag sitt síðasta flug með Boeing 767 og hefur félagið því nú hætt öllu áætlunarflugi með þeirri tegund af farþegaþotu.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00