flugfréttir

Telja að vandamál hafi komið upp í hæðarstýri þotunnar

- Hafa móttekið merki frá neyðarsendi á hafsbotni

31. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Björgunarlið telja sig hafa náð að staðsetja flak þotunnar á hafsbotni í Jövuhafi, skammt norður af höfuðborginni Jakarta

Umfangsmikil leit stendur enn yfir að flaki Boeing 737 MAX 8 þotu indónesíska flugfélagsins Lion Air sem fórst aðfaranótt mánudagsins 29. október skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu.

Björgunarsveitir telja sig hafa náð að staðsetja flak vélarinnar út frá merkjum sem þeir hafa móttekið frá neyðarsendi vélarinnar sem nefnist „emergency locator transmitter“ en slíkur búnaður fer í gang við högg og einnig ef hann kemst í tæri við vatn.

Samkvæmt upplýsingum frá búnaði, sem notaður er við leitina, þá kemur merkið frá neyðarsendinum frá staðsetningunni 05° 48” 48´ gráður suður og 107° 07” 37’ austur sem er í Jövuhafi í um 72 kílómetra fjarlægð norður af Jakarta.

Fjögur björgunarskip eru nú við leit sem útbúin eru sónartækjum, hljóðbylgjuleitarbúnaði og fjarstýrðum kafbátum auk þess sem um þrjátíu önnur skip hafa aðstoðað við leitina að flakinu en verið er að skanna hafsbotninn á svæðinu áður en kafarar verða sendir ofan í sjóinn.

Hæðarstýri á stélhluta þotunnar sem fórst, PK-LQP

Samgönguráðherra Indónesíu hefur vikið yfirmann yfir viðhalds- og viðgerðardeild Lion Air úr starfi tímabundið í kjölfar flugslyssins

Nokkrir flugvirkjar í Ástralíu hafa komið fram með kenningar um hvað þeir telja að gæti hafa orsakað flugslysið og benda þeir á vandamál sem kom upp í hæðarstýri vélarinnar í fluginu á undan á sunnudeginum.

Flugvirkjarnir segja að samkvæmt viðhaldsskýrslu komi fram skráning vegna vandamáls í búnaði sem hreyfir hæðarstýrið sem mögulega hafi átt stóran hlut að máli.

Áður hafði komið fram að mælar vélarinnar hafi gefið upp mísvísandi upplýsingar um flughraða vélarinnar og kemur fram að sambærilegt vandamál kom einnig upp í fluginu á undan sem var flug JT043 frá Denpasar til Jakarta.

Vandamál með flughraða kom upp skömmu eftir flugtak frá Denpasar en 8 mínútum eftir flugtak lagaðist vandamálið. Mælar á stjórnskjám hjá flugstjóranum sýndu annan flughraða en kom fram á stjórnskjám hjá aðstoðarflugmanni sem varð til þess að flugvirkjar framkvæmdu skoðun á stemmuröri („pitot tubes“) og „static port“ eftir það flug.

Lion Air hefur staðfest að vandamál hafi komið upp með flughraða vélarinnar í fluginu á undan og hafi það verið lagfært samkvæmt verklagsreglum og var þotan útskrifuð eftir skoðunina.

Mynd af viðhaldsskýrslu flugvirkja eftir skoðun sem fram fór eftir flugið frá Denpasar til Jakarta þar sem kemur fram athugasemd um að upplýsingar um sýndan flughraða (IAS) og flughæð hafi ekki verið áreiðanlegar  fréttir af handahófi

AirBaltic fjölgar flugferðum til Íslands

28. maí 2019

|

AirBaltic hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Íslands með því að bæta við þriðja vikulega fluginu til Keflavíkurflugvallar.

Fallhlífarstökksflugvél ók á kyrrstæða kennsluvél í Slóvakíu

15. júlí 2019

|

Engann sakaði er tvær flugvélar rákust saman á jörðu niðri í Slóvakíu í gær en önnur vélin, af gerðinni Pilatus PC-6, ók á kyrrstæða Diamond DA40 flugvél sem var mannlaus.

Airbus hættir að birta listaverð á nýjum þotum

2. júlí 2019

|

Airbus ætlar að hætta að birta formlegan verðlista fyrir þær flugvélar sem framleiðandinn smíðar eins og gert hefur verið í mörg ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00