flugfréttir

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

- Þreyttur flugvallarstarfsmaður sofnaði óvart innan um ferðatöskurnar

1. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:44

Flugvallarstarfsmaður þjónustar þotu hjá American Airlines

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ákvað hann að leggja sig inni í fraktrými á einni Boeing 737 þotu hjá American Airlines innan um ferðatöskurnar.

Flugvallastarfsmaðurinn hafði enga vekjaraklukku sem varð til þess að hann sofnaði lengur en hann ætlaði sér og vaknaði þegar þotan var komin á loft.

Atvikið átti sér stað sl. laugardag, þann 27. október, en enginn tók eftir því að hann hafði brugðið sér frá inn í fraktrýmið og fór vélin í loftið með hann innanborðs klukkan 17:52 að staðartíma.

Starfsmaðurinn var lokaður inn í rýminu í rúma eina og hálfa klukkstund á meðan þotan flaug 646 kílómetra til O´Hare-flugvallarins í Chicago og kom í ljós hvað gerðist hafði er starfsmenn flugvallarins í Chicago komu auga á hann er þeir opnuðu fraktrýmið þegar þotan var komin að landgangi.

Starfsmaðurinn var yfirheyrður af lögreglunni í Chicago ásamt Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og sofnað innan um ferðatöskurnar.

Fraktrými á Boeing 737 þotu

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og var hann ekki sakfelldur og var honum flogið til baka til Kansas City en hann neitaði að gangast undir læknisskoðun eftir blundinn í fraktrýminu.

Samkvæmt fréttum þá hefur Piedmont Airlines sagt starfsmanninum upp störfum en hann er 23 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugvallarstarfsmaður sofnar innan um ferðartöskurnar inn í vélinni því sambærilegt atvik átti sér stað árið 2015 er starfsmaður á Seattle-Tacoma flugvellinum sofnaði í fraktrými á þotu Alaska Airlines og ferðaðist óvart með vélinni til Los Angeles.  fréttir af handahófi

Ryanair UK fær breskt flugrekstrarleyfi

4. janúar 2019

|

Ryanair hefur fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem gerir félaginu kleift að fljúga innanlandsflug í Bretlandi og einnig flug milli Bretlands og annarra lands sem eru ekki í Evrópusambandin

Uppkeyrslu á mótor endaði með árekstri

25. nóvember 2018

|

Engan sakaði er árekstur varð milli tveggja farþegaflugvéla á flugvellinum í Karachi í Pakistan um helgina.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00