flugfréttir

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

- Þreyttur flugvallarstarfsmaður sofnaði óvart innan um ferðatöskurnar

1. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:44

Flugvallarstarfsmaður þjónustar þotu hjá American Airlines

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ákvað hann að leggja sig inni í fraktrými á einni Boeing 737 þotu hjá American Airlines innan um ferðatöskurnar.

Flugvallastarfsmaðurinn hafði enga vekjaraklukku sem varð til þess að hann sofnaði lengur en hann ætlaði sér og vaknaði þegar þotan var komin á loft.

Atvikið átti sér stað sl. laugardag, þann 27. október, en enginn tók eftir því að hann hafði brugðið sér frá inn í fraktrýmið og fór vélin í loftið með hann innanborðs klukkan 17:52 að staðartíma.

Starfsmaðurinn var lokaður inn í rýminu í rúma eina og hálfa klukkstund á meðan þotan flaug 646 kílómetra til O´Hare-flugvallarins í Chicago og kom í ljós hvað gerðist hafði er starfsmenn flugvallarins í Chicago komu auga á hann er þeir opnuðu fraktrýmið þegar þotan var komin að landgangi.

Starfsmaðurinn var yfirheyrður af lögreglunni í Chicago ásamt Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og sofnað innan um ferðatöskurnar.

Fraktrými á Boeing 737 þotu

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og var hann ekki sakfelldur og var honum flogið til baka til Kansas City en hann neitaði að gangast undir læknisskoðun eftir blundinn í fraktrýminu.

Samkvæmt fréttum þá hefur Piedmont Airlines sagt starfsmanninum upp störfum en hann er 23 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugvallarstarfsmaður sofnar innan um ferðartöskurnar inn í vélinni því sambærilegt atvik átti sér stað árið 2015 er starfsmaður á Seattle-Tacoma flugvellinum sofnaði í fraktrými á þotu Alaska Airlines og ferðaðist óvart með vélinni til Los Angeles.  fréttir af handahófi

Mælir með skynjurum sem greina laumufarþega í hjólarými

3. júlí 2019

|

Umræða hefur sprottið upp meðal sérfræðinga í flugöryggi í kjölfar atviks er laumufarþegi féll til jarðar úr Boeing 787 þotu hjá Kenaya Airways sem var í aðflugi að Heathrow-flugvellinum í London,

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Qantas vill hækka vaktatíma flugmanna upp í 23 stundir

6. maí 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas reynir nú að fá undanþágu frá flugmálayfirvöldum í Ástralíu til þess að breyta lögum um vaktatíma flugmanna til þess að geta flogið eitt lengsta beina áætlunarflug sögunn

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

Fjölbreytt flóra á Flightradar24 í morgun

22. júlí 2019

|

Segja má að margar tegundir af flugi og flugvélar af flestum stærðum og gerðum hafi verið í loftinu á Flightradar24.com á ellefta tímanum morgun í kringum og við Ísland enda viðrar bæði vel til flugs

SAS sendir „ljóta andarungann“ í niðurrif

22. júlí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur sent fyrstu Airbus A340 breiðþotuna í brotajárn en þotan sem félagið hefur losað sig við er LN-RKP sem flogið hefur undir nafninu „Torfinn Viking“.

Kyrrsettar í kjölfar flugslyss í Svíðþjóð

22. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld nokkurra ríkja og landa hafa farið fram á kyrrsetningu á flugvélartegund af gerðinni GippsAero GA8 Skyvan, sömu gerðar og sú sem fórst í Svíðþjóð þann
14. júlí sl. með þeim afle

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Disney stefnir á stofnun flugfélags

21. júlí 2019

|

Orðrómur er í gangi um að Walt Disney fyrirtækið ætli að stofna sitt eigið flugfélag en samkvæmt vefsíðunni Justdisney.com þá segir að Disney ætli að festa kaup á nokkrum litlum farþegaflugvélum á n

Korean Air staðfestir pöntun í 20 Dreamliner-þotur

20. júlí 2019

|

Korean Air hefur staðfest pöntun í tuttugu Dreamliner-þotur; tíu af gerðinni Boeing 787-9 og tíu af gerðinni Boeing 787-10.

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Fær reikning upp á 13 milljónir vegna dólgsláta um borð

18. júlí 2019

|

Annar flugdólgur hefur nú fengið himinháan reikning í bakið fyrir ósæmilega hegðun um borð í flugvél sem var í þetta skiptið á leið til Tyrklands frá Bretlandi en áhöfn vélarninar neyddist til þess

Aðeins 200 kíló eftir af eldsneyti í tönkunum við lendingu

18. júlí 2019

|

Farþegaþota á Indlandi var aðeins sex mínútum frá því að hafa klárað allt eldsneyti um borð áður en hún náði að lenda á flugvellinum í Delí fyrr í vikunni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00