flugfréttir

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

- Þreyttur flugvallarstarfsmaður sofnaði óvart innan um ferðatöskurnar

1. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:44

Flugvallarstarfsmaður þjónustar þotu hjá American Airlines

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ákvað hann að leggja sig inni í fraktrými á einni Boeing 737 þotu hjá American Airlines innan um ferðatöskurnar.

Flugvallastarfsmaðurinn hafði enga vekjaraklukku sem varð til þess að hann sofnaði lengur en hann ætlaði sér og vaknaði þegar þotan var komin á loft.

Atvikið átti sér stað sl. laugardag, þann 27. október, en enginn tók eftir því að hann hafði brugðið sér frá inn í fraktrýmið og fór vélin í loftið með hann innanborðs klukkan 17:52 að staðartíma.

Starfsmaðurinn var lokaður inn í rýminu í rúma eina og hálfa klukkstund á meðan þotan flaug 646 kílómetra til O´Hare-flugvallarins í Chicago og kom í ljós hvað gerðist hafði er starfsmenn flugvallarins í Chicago komu auga á hann er þeir opnuðu fraktrýmið þegar þotan var komin að landgangi.

Starfsmaðurinn var yfirheyrður af lögreglunni í Chicago ásamt Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og sofnað innan um ferðatöskurnar.

Fraktrými á Boeing 737 þotu

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og var hann ekki sakfelldur og var honum flogið til baka til Kansas City en hann neitaði að gangast undir læknisskoðun eftir blundinn í fraktrýminu.

Samkvæmt fréttum þá hefur Piedmont Airlines sagt starfsmanninum upp störfum en hann er 23 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugvallarstarfsmaður sofnar innan um ferðartöskurnar inn í vélinni því sambærilegt atvik átti sér stað árið 2015 er starfsmaður á Seattle-Tacoma flugvellinum sofnaði í fraktrými á þotu Alaska Airlines og ferðaðist óvart með vélinni til Los Angeles.  fréttir af handahófi

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

227.000 flugu með Icelandair í janúar

7. febrúar 2019

|

Um 227.000 farþegar flugu með Icelandair í janúarmánuði sem er aukning upp á 8 prósent samanborið við janúar árið 2018.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00