flugfréttir

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

- Þreyttur flugvallarstarfsmaður sofnaði óvart innan um ferðatöskurnar

1. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:44

Flugvallarstarfsmaður þjónustar þotu hjá American Airlines

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ákvað hann að leggja sig inni í fraktrými á einni Boeing 737 þotu hjá American Airlines innan um ferðatöskurnar.

Flugvallastarfsmaðurinn hafði enga vekjaraklukku sem varð til þess að hann sofnaði lengur en hann ætlaði sér og vaknaði þegar þotan var komin á loft.

Atvikið átti sér stað sl. laugardag, þann 27. október, en enginn tók eftir því að hann hafði brugðið sér frá inn í fraktrýmið og fór vélin í loftið með hann innanborðs klukkan 17:52 að staðartíma.

Starfsmaðurinn var lokaður inn í rýminu í rúma eina og hálfa klukkstund á meðan þotan flaug 646 kílómetra til O´Hare-flugvallarins í Chicago og kom í ljós hvað gerðist hafði er starfsmenn flugvallarins í Chicago komu auga á hann er þeir opnuðu fraktrýmið þegar þotan var komin að landgangi.

Starfsmaðurinn var yfirheyrður af lögreglunni í Chicago ásamt Bandarísku alríkislögreglunni (FBI) og sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis og sofnað innan um ferðatöskurnar.

Fraktrými á Boeing 737 þotu

Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu og var hann ekki sakfelldur og var honum flogið til baka til Kansas City en hann neitaði að gangast undir læknisskoðun eftir blundinn í fraktrýminu.

Samkvæmt fréttum þá hefur Piedmont Airlines sagt starfsmanninum upp störfum en hann er 23 ára.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem flugvallarstarfsmaður sofnar innan um ferðartöskurnar inn í vélinni því sambærilegt atvik átti sér stað árið 2015 er starfsmaður á Seattle-Tacoma flugvellinum sofnaði í fraktrými á þotu Alaska Airlines og ferðaðist óvart með vélinni til Los Angeles.  fréttir af handahófi

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

10. október 2018

|

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt

Ölvaður flugstjóri hjá Finnair stöðvaður fyrir brottför

17. ágúst 2018

|

Áfengi mældist í blóði hjá finnskum flugmanni sem mætti til starfa sl. miðvikudag á flugvellinum í Helsinki.

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

  Nýjustu flugfréttirnar

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Tuttugu kyrrsettar þotur hjá Air India munu fljúga á ný

8. nóvember 2018

|

Tæplega tuttugu þotur af gerðinni Airbus A320, Airbus A319 og Airbus A321 í flota Air India munu hefja sig á næstunni til flugs eftir að hafa verið kyrrsettar vegna fjárhagserfiðleika félagsins.

Norwegian selur fimm nýjar Airbus A320neo þotur

7. nóvember 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að selja fimm Airbus A320neo þotur og segir félagið að salan sé liður í að auka lausafjárstöðu félagsins og styrkja rekstur þess.

Áhöfn Ryanair sem svaf á gólfinu sagt upp störfum

7. nóvember 2018

|

Ryanair hefur rekið tvo flugmenn og fjórar flugfreyjur og flugþjóna vegna ljósmyndar sem birtist af þeim sofandi á gólfinu í starfsmannaherbergi á flugvellinum í Málaga í október en lágfargjaldafélag