flugfréttir

Aldrei fleiri konur í atvinnuflugnámi Keilis

- 20% flugnema í atvinnuflugmannsnámi hjá Keili eru konur

4. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:26

20% nema í atvinnuflugnámi Keilis eru nú konur en konur eru einungis um 7% starfandi flugmanna á landinu í dag.

Aldrei áður hafa eins margar konur stundað atvinnuflugmannsnám við Flugakademíu Keilis líkt og nú en einn af hverjum fimm, sem stunda flugnám hjá Keili í dag, eru kvenmenn.

Á undanförnum árum hefur kvenkyns nemendum í atvinnuflugi fjölgað ört og eru þær nú um fimmtungur heildarfjölda flugnema hjá Keili. Hlutdeild útskrifaðra kvenna úr atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis er hinsvegar einungis um 12% frá því að skólinn hóf starfsemi fyrir um tíu árum síðan og var hægt að telja fjölda þeirra í skólanum á fingrum annarrar handar fyrstu árin.

Svo virðist sem aukinn áhugi sé á flugnámi meðal kvenna en í haust lögðu samtals 37 konur stund á atvinnuflugnám í Keili og hefur hlutfall þeirra aldrei verið hærra. Má segja að um vitundarvakningu sé að ræða þar sem ungar konur sækja meira í hin hefðbundnu karllægu störf en áður.

Einungis um 5% atvinnuflugmanna á heimsvísu eru konur og er því langt í land með að jafna hlutfall þeirra í stjórnklefanum. „Skortur á kvenkyns flugmönnum í atvinnuflugi leiðir af sér að ungar stelpur halda að það sé eitthvað sem aftrar þeim frá því verða atvinnuflugmenn. Mig langar til að breyta því“, sagði Telma Rut Frímannsdóttir í ræðu sinni við útskrift atvinnuflugnema Keilis þann 8. júní síðastliðinn.

Hvetur ungar konur til að verða atvinnuflugmenn

Skortur á hlutdeild kvenna í atvinnuflugi gefur ungum konum þá mynd að það sé eitthvað sem stríði gegn því að þær geti orðið atvinnuflugmenn í framtíðinni. „Ég vil breyta því. Ég er stolt af því að verða atvinnuflugmaður og ég vil hvetja ungar konur að verða atvinnuflugmenn einnig. Því þær geta það svo sannarlega“, sagði Thelma Rut.

Rut Sigurðardóttir, ljósmyndari, tók þessar myndir af kvenkyns nemendum Flugakademíu Keilis í byrjun nóvember.

Sá tími er sem betur fer liðinn þegar staðalímyndin sýndi konur í þjónustustörfum meðal farþega á meðan karlmenn sátu í stjórnklefanum. En betur má ef duga skal. Í dag eru samanlagt 807 flugmenn og flugstjórar starfandi í flugfélögum á Íslandi, þar af aðeins 57 konur eða um 7%.

Keilir fagnar aukinni hlutdeild kvenna í flugnámi

„Við hlökkum til að sjá kvenkyns flugnema Keilis breyta þessu hlutfalli í framtíðinni og erum þakklát að fá að leggja okkar af mörkum. Samfélagsleg kynhlutverk eiga ekki að halda aftur af draumum ungs fólks. Við í Keili tökum undir með Thelmu Rut og hvetjum konur til að kynna sér atvinnuflug sem framtíðar starfsvettvang“

Telma Rut Frímannsdóttir í yfirlandsflugi á Diamond DA20 kennsluvél Keilis

Einnig hefur orðið fjölgun meðal kvenfólks í atvinnuflugmannsnámi í öðrum löndum en fjölgunin er þó misjöfn eftir löndum. Mörg flugfélög hvetja konur sérstaklega til þess að sækja um og þar á meðal easyJet sem stefnir á að hækka hlutfall kvenna í stjórnklefanum umtalsvert á næstu árum.

Um 4% atvinnuflugmanna í Bretlandi og Bandaríkjunum eru konur og er hlutfallið aðeins hærra á Íslandi en í fyrra voru 6.994 kvenkyns atvinnuflugmenn sem störfuðu hjá flugfélögum í Bandaríkjunum.

Hæst er þó hlutfallið á Indlandi en þess má geta að hjá flugfélaginu IndiGo eru tæp 14% flugmanna konur.

Fleiri myndir:













  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga