flugfréttir

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:34

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða og er megintilgangur þess að finna nýjar leiðir til þess að gera flugið umhverfisvænna, hljóðlátara og sparneytnara.

Tveimur rafmagnshreyflum var komið fyrir á DA40 flugvélinni og fór hún í loftið eingöngu fyrir raforku í tilraunarfluginu án þess að menga og framkvæma þann hávaða sem hefðbundin flugvél gerir með bullumótor.

Báðir hreyflarnir skila af sér afli upp á 150kW í flugtaki en í nefi vélarinnar er lítil díselrafstöð og tvær rafhlöður og getur flugmaðurinn stjórnað aflflæðinu á milli rafalsins, mótorsins og rafhlaðnanna.

Flugvélin hefur flugþol upp á 30 mínútur sé henni flogið eingöngu fyrir raforku en allt að 5 klukkustundir á hybrid-stillingu.

Diamond DA40 flugvélin með rafmagnsmótorum

Tilraunarflugið stóð yfir í 20 mínútur og fór flugvélin í 3.000 feta hæð og náði 130 hnúta hraða en vélin fór í loftið frá höfuðstöðvum Diamond Aircraft í Austurríki.

Á meðan á tilraunarfluginu stóð voru gerðar prófanir með hleðslu, afl eingöngu með rafmagni og síðasta spölin var flugvélinni aftur flogið engöngu fyrir rafmagni sem þýðir að mengun og útblástur hennar mældist núll.

„Með þessu tilraunarflugi þá munum við öðlast betri skilning á möguleikum á þessari tækni og verðum því tilbúnir að hefjast handa við þróa þessa tækni enn frekar“, segir Frank Anton hjá Diamond Aircraft.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diamond Aircraft og Siemens þróa saman hybrid-flugvél en það gerðu þeir árið 2009 með DA36 E-Star flugvélinni.

Þörf fyrir annan orkugjafa en eldsneyti verður meiri með hverju árinu sem líður í fluginu en raforkan hefur verið talin hentug upp á sparneytni að gera auk þess sem hún uppfyllir vel kröfur um háváðamildun og vistvænna flug fyrir umhverfið.

  fréttir af handahófi

Reyndi að fá að hlaða símann í stjórnklefanum

28. september 2018

|

Bera þurfti farþega frá borði á flugvellinum í Mumbai á Indlandi sl. mánudag eftir að hann reyndi ítrekað að komast inn í stjórnklefa á farþegaþotu af gerðinni Airbus A320 í þeim tilgangi að hlaða sí

Tvær þotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri yfir Spáni

1. nóvember 2018

|

Tvær farþegaþotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri er þær voru í farflugshæð yfir norðurhluta Spánar fyrr í þessum mánuði.

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00