flugfréttir

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:34

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða og er megintilgangur þess að finna nýjar leiðir til þess að gera flugið umhverfisvænna, hljóðlátara og sparneytnara.

Tveimur rafmagnshreyflum var komið fyrir á DA40 flugvélinni og fór hún í loftið eingöngu fyrir raforku í tilraunarfluginu án þess að menga og framkvæma þann hávaða sem hefðbundin flugvél gerir með bullumótor.

Báðir hreyflarnir skila af sér afli upp á 150kW í flugtaki en í nefi vélarinnar er lítil díselrafstöð og tvær rafhlöður og getur flugmaðurinn stjórnað aflflæðinu á milli rafalsins, mótorsins og rafhlaðnanna.

Flugvélin hefur flugþol upp á 30 mínútur sé henni flogið eingöngu fyrir raforku en allt að 5 klukkustundir á hybrid-stillingu.

Diamond DA40 flugvélin með rafmagnsmótorum

Tilraunarflugið stóð yfir í 20 mínútur og fór flugvélin í 3.000 feta hæð og náði 130 hnúta hraða en vélin fór í loftið frá höfuðstöðvum Diamond Aircraft í Austurríki.

Á meðan á tilraunarfluginu stóð voru gerðar prófanir með hleðslu, afl eingöngu með rafmagni og síðasta spölin var flugvélinni aftur flogið engöngu fyrir rafmagni sem þýðir að mengun og útblástur hennar mældist núll.

„Með þessu tilraunarflugi þá munum við öðlast betri skilning á möguleikum á þessari tækni og verðum því tilbúnir að hefjast handa við þróa þessa tækni enn frekar“, segir Frank Anton hjá Diamond Aircraft.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diamond Aircraft og Siemens þróa saman hybrid-flugvél en það gerðu þeir árið 2009 með DA36 E-Star flugvélinni.

Þörf fyrir annan orkugjafa en eldsneyti verður meiri með hverju árinu sem líður í fluginu en raforkan hefur verið talin hentug upp á sparneytni að gera auk þess sem hún uppfyllir vel kröfur um háváðamildun og vistvænna flug fyrir umhverfið.

  fréttir af handahófi

ANA ætlar að panta 48 þotur frá Boeing og Airbus

29. janúar 2019

|

Japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) ætlar sér að leggja inn pöntun bæði til Boeing og Airbus í alls 48 farþegaþotur.

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Fyrsta skóflustungan að nýrri verksmiðju fyrir Airbus A220

16. janúar 2019

|

Airbus hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri flugvélaverksmiðju fyrir Airbus A220 þotuna sem verður framleidd í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum en Airbus hefur nú þegar eina samsetningarverksmi

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00