flugfréttir

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:34

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

Um samstarfsverkefni Diamond og Siemens AG er að ræða og er megintilgangur þess að finna nýjar leiðir til þess að gera flugið umhverfisvænna, hljóðlátara og sparneytnara.

Tveimur rafmagnshreyflum var komið fyrir á DA40 flugvélinni og fór hún í loftið eingöngu fyrir raforku í tilraunarfluginu án þess að menga og framkvæma þann hávaða sem hefðbundin flugvél gerir með bullumótor.

Báðir hreyflarnir skila af sér afli upp á 150kW í flugtaki en í nefi vélarinnar er lítil díselrafstöð og tvær rafhlöður og getur flugmaðurinn stjórnað aflflæðinu á milli rafalsins, mótorsins og rafhlaðnanna.

Flugvélin hefur flugþol upp á 30 mínútur sé henni flogið eingöngu fyrir raforku en allt að 5 klukkustundir á hybrid-stillingu.

Diamond DA40 flugvélin með rafmagnsmótorum

Tilraunarflugið stóð yfir í 20 mínútur og fór flugvélin í 3.000 feta hæð og náði 130 hnúta hraða en vélin fór í loftið frá höfuðstöðvum Diamond Aircraft í Austurríki.

Á meðan á tilraunarfluginu stóð voru gerðar prófanir með hleðslu, afl eingöngu með rafmagni og síðasta spölin var flugvélinni aftur flogið engöngu fyrir rafmagni sem þýðir að mengun og útblástur hennar mældist núll.

„Með þessu tilraunarflugi þá munum við öðlast betri skilning á möguleikum á þessari tækni og verðum því tilbúnir að hefjast handa við þróa þessa tækni enn frekar“, segir Frank Anton hjá Diamond Aircraft.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Diamond Aircraft og Siemens þróa saman hybrid-flugvél en það gerðu þeir árið 2009 með DA36 E-Star flugvélinni.

Þörf fyrir annan orkugjafa en eldsneyti verður meiri með hverju árinu sem líður í fluginu en raforkan hefur verið talin hentug upp á sparneytni að gera auk þess sem hún uppfyllir vel kröfur um háváðamildun og vistvænna flug fyrir umhverfið.

  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Norwegian til Ríó

6. apríl 2019

|

Norwegian flaug í vikunni sitt fyrsta áætlunarflug til Ríó í Brasilíu en félagið flýgur frá Gatwick-flugvelli til Galeao-flugvallarins í Rio de Janeiro.

Avianca hættir við pöntun í 17 þotur frá Airbus

16. mars 2019

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í 17 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni sem var hluti af pöntun í 100 þotur sem flugfélagið lagði inn til Airbus árið 2015.

Boeing fékk engar pantanir í nýjar flugvélar í apríl

17. maí 2019

|

Boeing fékk enga pöntun í nýjar farþegaþotur í apríl, fyrsta mánuðinn eftir að Boeing 737 MAX þotan var kyrrsett, en á sama tíma missti framleiðandinn pöntun í 171 eintak af Boeing 737 MAX þotunni v

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00