flugfréttir
Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

Boeing 747-100 júmbó-þota GE Aviation
Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.
Þotan hefur verið notuð sem tilraunarþota af GE Aviation og var vélinni
flogið til Pima Air and Space Museum í Arizona þann 15. nóvember sl. þar sem hún mun verða til sýnis
á stærsta ríkisrekna flugsafni Bandaríkjanna.
Þotan var tuttugasta og fimmta Boeing 747-100 þotan sem smíðuð var en þessi tegund var fyrsta
gerðin af júmbó-þotunni sem kom á markað árið 1970.
Þotan kom úr verksmiðju Boeing í Everett þann 17. október árið 1969 og var afhent
til Pan American World Airways og flaug fyrsta farþegaflugið þann 3. mars 1970 undir nafninu
„Clipper Star of the Union“.
Pan Am flaug þotunni í 21 ár og fór þotan 18.000 flugferðir áður en GE Aviation keypti hana árið 1992
fyrir tilraunarflug með hreyfla.
GE Aviation flaug síðasta tilraunarflugið með þotunni í janúar 2017 en núna hefur hún verið ferjuð
á flugsafn og var flugið sl. fimmtudag því síðasta flug sögunnar með Boeing 747-100 og vantaði aðeins eitt ár upp á að Boeing 747-100 hefði flogið í hálfa öld.
Boeing 747-100 þotan í flugtaki frá Victorville til Pima Air & Space Museum þann 15. nóvember í


29. nóvember 2018
|
Flugfélagið Lion Air hefur hótað því að fara í mál við Nurcahyo Utomo, yfirmann rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu, eftir að hann tilkynnti í gær að Boeing 737 MAX þotan, sem fórst eftir flugtak

4. desember 2018
|
Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

27. nóvember 2018
|
Flugmálayfirvöld í Ísrael hafa komist að þeirri niðurstöðu að rangar þyngdarupplýsingar upp á 40 tonn hafi valdið því að Boeing 787-9 þota frá El Al Israel Airlines átti í erfiðleikum með að hefja s

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.