flugfréttir

Boeing segist ekki hafa leynt upplýsingum um 737 MAX

20. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Nýjar Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Boeing segir að það sé af og frá að flugvélaframleiðandinn hafi vísvitandi leynt upplýsingum um MCAS-kerfið í Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki kynnt flugrekendum fyrir nýju sjálfvirku kerfi sem kemur í veg fyrir ofris sem nefnist „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ en kerfið er talið hafa mögulega orsakað flugslysið í Indónesíu þann 29. október sl.

Í skilaboði sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sendi til starfsmanna sinna í gær segir hann að þessar ásakanir eigi við engin rök að styðjast og segir hann það ekki vera satt að Boeing hafi hylmt yfir upplýsingum um nýja kerfið.

„Virkni MCAS-kerfisins er tilgreind mjög nákvæmlega í rekstarhandbók Boeing 737 MAX þotunnar og við ræðum reglulega við viðskiptavini okkar um hvernig á að starfrækja flugvélarnar okkar með tilliti til öryggis“, segir Muilenberg.

Stjórn Southwest Airlines segir hinsvegar að Boeing hafi ekki tilgreint um það hvernig MCAS-kerfið virkar í flughandbókinni og kemur fram að kerfið á að stilla af hæðarstýrið og bregðast við óeðlilegu áfallshorni sjálfkrafa án þess að flugmennirnir verði var við þá leiðréttingu.

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Flugmenn hjá Southwest Airlines og American Airlines hafa krafist þess að fá allar þær upplýsingar sem Boeing hefur undir höndum um MCAS-kerfið og gagnrýna vinnubrögð flugvélaframleiðandans á meðan United Airlines hefur varið Boeing í þessari umræðu og segir að það ætti frekar að eyða kröftum að rannsókn flugslyssins í Indónesíu og reyna að komast að því hvort að flugmenn vélarinnar sem fórst hafi brugðist rétt við er þotan fór í óeðlilega stöðu.

„Ég hef gríðarlega trú á öllum þeim flugvélum sem við framleiðum og þar á meðal á Boeing 737 MAX en þegar kemur að flugöryggi þá geta kröfur okkar aldrei verið of miklar“, segir Muilenberg.

Rannsóknaraðilar telja að of mikið áfallshorn í flugtaki gæti hafa sett MCAS-kerfið í gang og beint nefi vélarinnar niður á við með þeim afleiðingum að hún tók dýfu sem flugmennirnir náðu ekki að leiðrétta fyrir.  fréttir af handahófi

Avianca hættir við pöntun í 17 þotur frá Airbus

16. mars 2019

|

Kólumbíska flugfélagið Avianca hefur hætt við pöntun í 17 þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni sem var hluti af pöntun í 100 þotur sem flugfélagið lagði inn til Airbus árið 2015.

Fór út af braut í flugtaki í Nepal

14. apríl 2019

|

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir flugslys í Nepal eftir að lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 Turboprop fór út af flugbraut í flugtaki frá flugvellinum í Lukla og hafnaði á kyrrstæðri þ

Hundraðasti Trent XWB hreyfillinn afhentur

12. mars 2019

|

Rolls-Royce afhenti á dögunum hundraðasta Trent XWB hreyfilinn frá hreyflaverksmiðjunum í Dahlewitz í Þýskalandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00