flugfréttir

Boeing segist ekki hafa leynt upplýsingum um 737 MAX

20. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Nýjar Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Boeing segir að það sé af og frá að flugvélaframleiðandinn hafi vísvitandi leynt upplýsingum um MCAS-kerfið í Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki kynnt flugrekendum fyrir nýju sjálfvirku kerfi sem kemur í veg fyrir ofris sem nefnist „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ en kerfið er talið hafa mögulega orsakað flugslysið í Indónesíu þann 29. október sl.

Í skilaboði sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sendi til starfsmanna sinna í gær segir hann að þessar ásakanir eigi við engin rök að styðjast og segir hann það ekki vera satt að Boeing hafi hylmt yfir upplýsingum um nýja kerfið.

„Virkni MCAS-kerfisins er tilgreind mjög nákvæmlega í rekstarhandbók Boeing 737 MAX þotunnar og við ræðum reglulega við viðskiptavini okkar um hvernig á að starfrækja flugvélarnar okkar með tilliti til öryggis“, segir Muilenberg.

Stjórn Southwest Airlines segir hinsvegar að Boeing hafi ekki tilgreint um það hvernig MCAS-kerfið virkar í flughandbókinni og kemur fram að kerfið á að stilla af hæðarstýrið og bregðast við óeðlilegu áfallshorni sjálfkrafa án þess að flugmennirnir verði var við þá leiðréttingu.

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Flugmenn hjá Southwest Airlines og American Airlines hafa krafist þess að fá allar þær upplýsingar sem Boeing hefur undir höndum um MCAS-kerfið og gagnrýna vinnubrögð flugvélaframleiðandans á meðan United Airlines hefur varið Boeing í þessari umræðu og segir að það ætti frekar að eyða kröftum að rannsókn flugslyssins í Indónesíu og reyna að komast að því hvort að flugmenn vélarinnar sem fórst hafi brugðist rétt við er þotan fór í óeðlilega stöðu.

„Ég hef gríðarlega trú á öllum þeim flugvélum sem við framleiðum og þar á meðal á Boeing 737 MAX en þegar kemur að flugöryggi þá geta kröfur okkar aldrei verið of miklar“, segir Muilenberg.

Rannsóknaraðilar telja að of mikið áfallshorn í flugtaki gæti hafa sett MCAS-kerfið í gang og beint nefi vélarinnar niður á við með þeim afleiðingum að hún tók dýfu sem flugmennirnir náðu ekki að leiðrétta fyrir.  fréttir af handahófi

Sukhoi gæti misst eina evrópska viðskiptavininn

28. desember 2018

|

Svo gæti farið að rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi muni missa eina evrópska viðskiptavininn sem fyrirtækið hefur sem er írska flugfélagið Cityjet.

Pantanir í 10 risaþotur fjarlægðar af lista Airbus

10. janúar 2019

|

Airbus hefur fjarlægt pantanir í tíu Airbus A380 risaþotur af pantanalista sínum en þoturnar voru pantaðar af óþekktum viðskiptavini.

Rússar tilbúnir að ræða við Hollendinga um flug MH17

9. febrúar 2019

|

Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00