flugfréttir

Boeing segist ekki hafa leynt upplýsingum um 737 MAX

20. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:34

Nýjar Boeing 737 MAX þotur fyrir framan verksmiðjur Boeing í Renton

Boeing segir að það sé af og frá að flugvélaframleiðandinn hafi vísvitandi leynt upplýsingum um MCAS-kerfið í Boeing 737 MAX þotunum.

Boeing hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki kynnt flugrekendum fyrir nýju sjálfvirku kerfi sem kemur í veg fyrir ofris sem nefnist „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ en kerfið er talið hafa mögulega orsakað flugslysið í Indónesíu þann 29. október sl.

Í skilaboði sem Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, sendi til starfsmanna sinna í gær segir hann að þessar ásakanir eigi við engin rök að styðjast og segir hann það ekki vera satt að Boeing hafi hylmt yfir upplýsingum um nýja kerfið.

„Virkni MCAS-kerfisins er tilgreind mjög nákvæmlega í rekstarhandbók Boeing 737 MAX þotunnar og við ræðum reglulega við viðskiptavini okkar um hvernig á að starfrækja flugvélarnar okkar með tilliti til öryggis“, segir Muilenberg.

Stjórn Southwest Airlines segir hinsvegar að Boeing hafi ekki tilgreint um það hvernig MCAS-kerfið virkar í flughandbókinni og kemur fram að kerfið á að stilla af hæðarstýrið og bregðast við óeðlilegu áfallshorni sjálfkrafa án þess að flugmennirnir verði var við þá leiðréttingu.

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Flugmenn hjá Southwest Airlines og American Airlines hafa krafist þess að fá allar þær upplýsingar sem Boeing hefur undir höndum um MCAS-kerfið og gagnrýna vinnubrögð flugvélaframleiðandans á meðan United Airlines hefur varið Boeing í þessari umræðu og segir að það ætti frekar að eyða kröftum að rannsókn flugslyssins í Indónesíu og reyna að komast að því hvort að flugmenn vélarinnar sem fórst hafi brugðist rétt við er þotan fór í óeðlilega stöðu.

„Ég hef gríðarlega trú á öllum þeim flugvélum sem við framleiðum og þar á meðal á Boeing 737 MAX en þegar kemur að flugöryggi þá geta kröfur okkar aldrei verið of miklar“, segir Muilenberg.

Rannsóknaraðilar telja að of mikið áfallshorn í flugtaki gæti hafa sett MCAS-kerfið í gang og beint nefi vélarinnar niður á við með þeim afleiðingum að hún tók dýfu sem flugmennirnir náðu ekki að leiðrétta fyrir.  fréttir af handahófi

Fyrsta Airbus A350-900ULR afhent til Singapore Airlines

22. september 2018

|

Airbus hefur afhent fyrsta eintakið af Airbus A350-900ULR sem er langdrægasta farþegaþota heims en það er Singapore Airlines sem tekur við fyrstu þotunni af þessari gerð.

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air

10. október 2018

|

Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi.

Mistök flugumferðarstjóra rakin til álags í færnisprófi

3. október 2018

|

Eftirlitsmaður á vegum nýsjálenskra flugmálayfirvalda þurfti að taka yfir flugumferðarstjórninni í flugturninum á flugvellinum í bænum Hamilton á Nýja-Sjálandi eftir að flugumferðarstjóri gerði mistö

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00