flugfréttir

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

- RNP-AR (EOR) tekið í notkun í fyrsta sinn í heiminum í Calgary

26. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og aukna hávaðamildun

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innleiða nýjar aðflugsreglurnar.

Nýi aðskilnaðarstaðallinn, sem nefnist RNP-AR (EOR), leyfir tvö aðflug að tveimur flugbrautum, sem liggja samsíða, á sama tíma samtímis með nákvæmari hætti og með hagkvæmari og minni aðskilnað.

Hingað til hafa flugvélar sem koma inn á aðflug, úr sitthvorri áttinni, á leið inn á lokastefnu að sitthvorri flugbrautinni, þurft að hafa a.m.k. 3 mílna láréttan aðskilnað á milli sín og 1.000 feta lóðréttan aðskilnað.

Það þýðir að önnur flugvélin hefur oft þurft að vera í lægri aðflugshæð á meðan hin flugvélin, sem er við hlið hennar, á leið inn á samsíða flugbraut, er í hærra flughæð á lokastefnu.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um nýju aðflugsstaðlana

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og minni hávaða gagnvart umhverfinu og er hægt að nýta slíkt aðflug þegar flugvélar eiga í hlut sem búnar eru RNP leiðsögukerfi sem stendur fyrir „Required Navigation Performance“.

Um 40% flugvéla, sem fljúga til og frá Calgary, eru útbúnar með RNP kerfinu og fara eftir RNP-AR verklagi sem býður upp á nákvæmari flugferil og aðflug sem styttir flugleiðir með minni þörf fyrir mikinn aðskilnað.

NAV CANADA, sem hefur unnið að þróun EOR, segir að flugvélar munu til að mynda geta komið beinna að og tekið þrönga beygju inn á mjög stutta lokastefnu í stað þess að fljúga lengra og beygja inn á langa stefnu í margra mílna fjarlægð frá flugvelli.

Staðallinn mun einnig leyfa aðflugi að fara í veg fyrir aðflugslínuna á flugbrautinni sem er nær áður en beygja er tekin inn á brautarendann sem er fjær.

„Við öll hjá NAV CANADA erum mjög spennt yfir því að verða fyrsta landið til að taka í notkun þessa nýju staðla frá ICAO“, segir Blake Cushnie, yfirmaður yfir Performance Based Operation deild NAV CANADA.  fréttir af handahófi

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Gleymdu að loka glugga í stjórnklefa fyrir flugtak

23. desember 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Turkish Airlines þurfti að hætta við flugtak á flugvellinum í Jóhannesarborg þann 19. desember sl. eftir að flugmennirnir áttuðu sig á því að þeir höfðu gley

Flybe heyrir sögunni til ef hluthafar hafna yfirtöku

8. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur varað hluthafa sína við því að ef þeir samþykkja ekki kaup og yfirtökutilboð Virgin Atlantic og Stobart Air á félaginu muni það að öllum líkindum heyra sögunni til og lí

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00