flugfréttir

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

- RNP-AR (EOR) tekið í notkun í fyrsta sinn í heiminum í Calgary

26. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og aukna hávaðamildun

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innleiða nýjar aðflugsreglurnar.

Nýi aðskilnaðarstaðallinn, sem nefnist RNP-AR (EOR), leyfir tvö aðflug að tveimur flugbrautum, sem liggja samsíða, á sama tíma samtímis með nákvæmari hætti og með hagkvæmari og minni aðskilnað.

Hingað til hafa flugvélar sem koma inn á aðflug, úr sitthvorri áttinni, á leið inn á lokastefnu að sitthvorri flugbrautinni, þurft að hafa a.m.k. 3 mílna láréttan aðskilnað á milli sín og 1.000 feta lóðréttan aðskilnað.

Það þýðir að önnur flugvélin hefur oft þurft að vera í lægri aðflugshæð á meðan hin flugvélin, sem er við hlið hennar, á leið inn á samsíða flugbraut, er í hærra flughæð á lokastefnu.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um nýju aðflugsstaðlana

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og minni hávaða gagnvart umhverfinu og er hægt að nýta slíkt aðflug þegar flugvélar eiga í hlut sem búnar eru RNP leiðsögukerfi sem stendur fyrir „Required Navigation Performance“.

Um 40% flugvéla, sem fljúga til og frá Calgary, eru útbúnar með RNP kerfinu og fara eftir RNP-AR verklagi sem býður upp á nákvæmari flugferil og aðflug sem styttir flugleiðir með minni þörf fyrir mikinn aðskilnað.

NAV CANADA, sem hefur unnið að þróun EOR, segir að flugvélar munu til að mynda geta komið beinna að og tekið þrönga beygju inn á mjög stutta lokastefnu í stað þess að fljúga lengra og beygja inn á langa stefnu í margra mílna fjarlægð frá flugvelli.

Staðallinn mun einnig leyfa aðflugi að fara í veg fyrir aðflugslínuna á flugbrautinni sem er nær áður en beygja er tekin inn á brautarendann sem er fjær.

„Við öll hjá NAV CANADA erum mjög spennt yfir því að verða fyrsta landið til að taka í notkun þessa nýju staðla frá ICAO“, segir Blake Cushnie, yfirmaður yfir Performance Based Operation deild NAV CANADA.  fréttir af handahófi

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Bombardier selur Q400 framleiðsluna

8. nóvember 2018

|

Bombardier ætlar að selja framleiðsluna á Q400 farþegaflugvélunum til dótturfélagsins Longview Aviation Capital Corporation.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00