flugfréttir

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

- RNP-AR (EOR) tekið í notkun í fyrsta sinn í heiminum í Calgary

26. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og aukna hávaðamildun

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innleiða nýjar aðflugsreglurnar.

Nýi aðskilnaðarstaðallinn, sem nefnist RNP-AR (EOR), leyfir tvö aðflug að tveimur flugbrautum, sem liggja samsíða, á sama tíma samtímis með nákvæmari hætti og með hagkvæmari og minni aðskilnað.

Hingað til hafa flugvélar sem koma inn á aðflug, úr sitthvorri áttinni, á leið inn á lokastefnu að sitthvorri flugbrautinni, þurft að hafa a.m.k. 3 mílna láréttan aðskilnað á milli sín og 1.000 feta lóðréttan aðskilnað.

Það þýðir að önnur flugvélin hefur oft þurft að vera í lægri aðflugshæð á meðan hin flugvélin, sem er við hlið hennar, á leið inn á samsíða flugbraut, er í hærra flughæð á lokastefnu.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um nýju aðflugsstaðlana

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og minni hávaða gagnvart umhverfinu og er hægt að nýta slíkt aðflug þegar flugvélar eiga í hlut sem búnar eru RNP leiðsögukerfi sem stendur fyrir „Required Navigation Performance“.

Um 40% flugvéla, sem fljúga til og frá Calgary, eru útbúnar með RNP kerfinu og fara eftir RNP-AR verklagi sem býður upp á nákvæmari flugferil og aðflug sem styttir flugleiðir með minni þörf fyrir mikinn aðskilnað.

NAV CANADA, sem hefur unnið að þróun EOR, segir að flugvélar munu til að mynda geta komið beinna að og tekið þrönga beygju inn á mjög stutta lokastefnu í stað þess að fljúga lengra og beygja inn á langa stefnu í margra mílna fjarlægð frá flugvelli.

Staðallinn mun einnig leyfa aðflugi að fara í veg fyrir aðflugslínuna á flugbrautinni sem er nær áður en beygja er tekin inn á brautarendann sem er fjær.

„Við öll hjá NAV CANADA erum mjög spennt yfir því að verða fyrsta landið til að taka í notkun þessa nýju staðla frá ICAO“, segir Blake Cushnie, yfirmaður yfir Performance Based Operation deild NAV CANADA.  fréttir af handahófi

Lufthansa ætlar að selja sex risaþotur til Airbus

14. mars 2019

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli sér að losa sig við að minnsta kosti sex Airbus A380 risaþotur sem verða seldar aftur til Airbus.

Smíðaði sína eigin flugvél en var handtekinn eftir fyrsta flugið

1. apríl 2019

|

Lögreglan í Pakistan handtók í dag pakistanskan karlmann sem var nýlentur eftir að hafa flogið sitt fyrsta flug á flugvél sem hann hafði smíðað sjálfur og hannað frá grunni.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

  Nýjustu flugfréttirnar

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00