flugfréttir

Börðust við að halda vélinni stöðugri allt frá flugtaki

28. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

Talið er að bilun hafi mögulega komið upp í skynjara sem skynjar áfallshorn vélarinnar

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur birtar nýjar upplýsingar varðandi flugslysið er Boeing 737 MAX þota frá Lion Air fórst eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu þann 29. október sl.

Fram kemur að samkvæmt gögnum úr flugrita vélarinnar þá er nú vitað að flugmenn vélarinnar börðust við að halda vélinni stöðugri alveg frá flugtaki og kemur fram að þeir voru að reyna að rétta af áfallshorn vélarinnar á sama tíma og nýtt, sjálfvirkt kerfi vélarinnar vann á móti þeim.

Í yfirlýsingu frá flugslysanefndinni kemur fram að þarna hafi verið barátta manna við öfl sem var stjórnað af tækninni sem varð til þess að flugmennirnir náðu ekki að koma vélinni úr dýfu og fór þotan með nefið meira og meira niður á við í átt að jörðu þar til hallinn var orðin 24 sinnum meiri en framleiðandinn gerir ráð fyrir.

Flugmönnunum tókst oft að hýfa nef vélarinnar upp á við þar til að þeir misstu stjórn á að halda því í réttu áfallshorni í flugtakinu en fram kemur að vélin hafi farið fram fyrir sig í sjóinn á 724 km/klst hraða.

Gögnin úr flugritanum koma heim og saman að mestu leyti við þær kenningar sem flugslysasérfræðingar höfðu komið fram með skömmu eftir slysið sem var sú að orsökina mætti rekja til MCAS-kerfisins sem er nýtt kerfi sem Boeing þróaði sem á að koma í veg fyrir ofris.

Talið er að bilun hafi mögulega komið upp í skynjara sem skynjar áfallshorn vélarinnar og sendir hann sjálfkrafa boð um að leiðrétta áfallshornið með því að hreyfa stilliblöðkur á hæðarstýrinu svo að nefið fari niður á við til að koma í veg fyrir ofris.  fréttir af handahófi

Hagnaður Icelandair Group tæpir 8 milljarðar

31. október 2018

|

Hagnaður Icelandair Group var 36 prósentum lægri á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra.

Fíkniefnalögreglan missti afl á mótor í Texas

20. september 2018

|

Að minnsta kosti einn lögreglumaður slasaðist lítillega er flugvél af gerðinni Cessna 206 á vegum fíkniefnalögreglunnar í Bandaríkjunum (DEA) brotlenti í gær í úthverfi Houston í Texas.

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00