flugfréttir

Börðust við að halda vélinni stöðugri allt frá flugtaki

28. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:39

Talið er að bilun hafi mögulega komið upp í skynjara sem skynjar áfallshorn vélarinnar

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur birtar nýjar upplýsingar varðandi flugslysið er Boeing 737 MAX þota frá Lion Air fórst eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu þann 29. október sl.

Fram kemur að samkvæmt gögnum úr flugrita vélarinnar þá er nú vitað að flugmenn vélarinnar börðust við að halda vélinni stöðugri alveg frá flugtaki og kemur fram að þeir voru að reyna að rétta af áfallshorn vélarinnar á sama tíma og nýtt, sjálfvirkt kerfi vélarinnar vann á móti þeim.

Í yfirlýsingu frá flugslysanefndinni kemur fram að þarna hafi verið barátta manna við öfl sem var stjórnað af tækninni sem varð til þess að flugmennirnir náðu ekki að koma vélinni úr dýfu og fór þotan með nefið meira og meira niður á við í átt að jörðu þar til hallinn var orðin 24 sinnum meiri en framleiðandinn gerir ráð fyrir.

Flugmönnunum tókst oft að hýfa nef vélarinnar upp á við þar til að þeir misstu stjórn á að halda því í réttu áfallshorni í flugtakinu en fram kemur að vélin hafi farið fram fyrir sig í sjóinn á 724 km/klst hraða.

Gögnin úr flugritanum koma heim og saman að mestu leyti við þær kenningar sem flugslysasérfræðingar höfðu komið fram með skömmu eftir slysið sem var sú að orsökina mætti rekja til MCAS-kerfisins sem er nýtt kerfi sem Boeing þróaði sem á að koma í veg fyrir ofris.

Talið er að bilun hafi mögulega komið upp í skynjara sem skynjar áfallshorn vélarinnar og sendir hann sjálfkrafa boð um að leiðrétta áfallshornið með því að hreyfa stilliblöðkur á hæðarstýrinu svo að nefið fari niður á við til að koma í veg fyrir ofris.  fréttir af handahófi

Fékk að skoða forsetaflugvél Pútíns á aðfangadag

26. desember 2018

|

Arslan Kaipkulov er 15 ára strákur frá Rússlandi sem hefur haft mikinn áhuga á flugvélum en draumur hans hefur þó lengi verið að fá að skoða og gera myndband um forsetaflugvél Rússlandsforseta sem e

Mahan Air meinað að fljúga til Þýskalands

22. janúar 2019

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að banna allt flug á vegum íranska flugfélagsins Mahan Air til landsins.

Hættu ekki við lendingu þrátt fyrir fyrirmæli frá flugturni

21. janúar 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Finnlandi hafa hafið rannsókn á atviki eftir að flugmenn á Boeing 737 þotu frá Norwegian lentu á flugvellinum í Helsinki þrátt fyrir fyrirmæli frá flugumferðarstjóra um að

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00