flugfréttir

Lítil framför í flugöryggi í Nepal

- Of há slysatíðni kemur í veg fyrir að Nepal losni af svarta lista Evrópu

30. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:40

Frá flugvellinum í Lukla í Nepal

Flugmálayfirvöld í Nepal vonast til þess að flugfélögin í landinu geti verið fjarlægð af svarta listanum í Evrópu sem fyrst en of há tíðni flugslysa hefur valdið því að landið á í erfiðleikum með að koma sér af listanum.

Starfsmenn á vegum evrópskra flugmálayfirvalda gerðu úttekt á flugöryggismálum í Nepal nýverið og kom landið ekki vel út í þeirri úttekt enn einu sinni.

Þrátt fyrir það þá var Nepal fjarlægt af lista Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) yfir þau lönd þar sem flugöryggi er virkilegt áhyggjumál í kjölfar úttektar frá ICAO.

En tilraunir landsins til að komast af svarta listanum í Evrópu hafa gengið erfiðlega en í seinustu úttekt kemur fram að „takmörkuð framför“ hafi átt sér stað í flugmálum í Nepal í að bæta úr flugöryggi og innleiða alþjóðastaðla í öryggismálum.

Á þessu ári hafa fjögur flugslys átt sér stað í Nepal og þar af þrjú mannskæð en það mannskæðasta var er Bombardier Q400 flugvél brotlenti í lendingu á Kathmandu-flugvellinum í mars á þessu ári með þeim afleiðingum að 51 lét lífið.

„Nepal þarf í fyrsta lagi að lækka slysatíðnina og sanna það að framgangur hafi átt sér stað í flugöryggi í að minnsta kosti tvö ár“, kemur fram hjá nefndinni.

Nefndin segir að flugmálayfirvöld í Nepal þurfa að einblína á að laga það sem laga þarf eftir tilmælum og ábendingum frá rannsóknaraðilum flugslysa, komast að því hvað það er sem veldur öllum þessum slysum og framfylgja því að slík atvik endurtaki sig ekki með úrbótum.  fréttir af handahófi

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

Bilun í báðum hreyflum á Airbus A330 þotu

24. desember 2018

|

Bilun kom upp í báðum hreyflum á Airbus A330-200 breiðþotu frá Brussels Airlines er þotan var á leiðinni frá Kinshasa í Kongó til Brussel.

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00