flugfréttir

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Frá opnuninni á nýju þjálfunarmiðstöð Wizz Air í Búdapest

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Þjálfunarmiðstöðin hefur tvo Airbus A320 flugherma af gerðinni 7000XR frá fyrirtækinu CAE og hefur Wizz Air einnig gert samning við CAE til 10 ára sem mun sjá um rekstur og viðhald flughermanna.

Í þjálfunarmiðstöðinni verður einnig að finna Cabin Emergency Evacuation Trainer sem þjálfar áhafnir í að rýma flugvél í neyðaraðstæðum auk V9000 Commander Next-Generation Fire Trainer frá fyrirtækinu Flame Aviation.

Í byggingunni er einnig að finna kennslustofur fyrir bóklega þjálfun og einnig mun byggingin hýsa bóklegt atvinnuflugmannsnám á vegum flugskólans Wizz Air Pilot Academy sem stofnaður var í september í haust.

Nýja þjálfunarsetrið kemur með tveimur Airbus A320 flughermum frá CAE og verður hægt að koma þeim þriðja fyrir

Kostnaður við nýju þjálfunarmiðstöðina nemur 30 milljónum evra sem samsvarar 4.2 milljörðum króna en mögulega verður hægt að koma fyrir þriðja flugherminum í náinni framtíð.

Wizz Air undirbýr sig fyrir enn frekari umsvif og stefnir félagið á það markmið að vera komið með 300 þotur í flotann áður en um langt líður.

Wizz Air er orðið eitt af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu en félagið flýgur til yfir 140 áfangastaða og þar á meðal til Íslands en hingað flýgur félagið frá níu borgum í Evrópu sem eru Gdansk, Riga, London Luton, Búdapest, Katowice, Vínarborg, Varsjá og Wroclaw.  fréttir af handahófi

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Smíðaði sína eigin flugvél en var handtekinn eftir fyrsta flugið

1. apríl 2019

|

Lögreglan í Pakistan handtók í dag pakistanskan karlmann sem var nýlentur eftir að hafa flogið sitt fyrsta flug á flugvél sem hann hafði smíðað sjálfur og hannað frá grunni.

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

24. febrúar 2019

|

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00