flugfréttir

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Frá opnuninni á nýju þjálfunarmiðstöð Wizz Air í Búdapest

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Þjálfunarmiðstöðin hefur tvo Airbus A320 flugherma af gerðinni 7000XR frá fyrirtækinu CAE og hefur Wizz Air einnig gert samning við CAE til 10 ára sem mun sjá um rekstur og viðhald flughermanna.

Í þjálfunarmiðstöðinni verður einnig að finna Cabin Emergency Evacuation Trainer sem þjálfar áhafnir í að rýma flugvél í neyðaraðstæðum auk V9000 Commander Next-Generation Fire Trainer frá fyrirtækinu Flame Aviation.

Í byggingunni er einnig að finna kennslustofur fyrir bóklega þjálfun og einnig mun byggingin hýsa bóklegt atvinnuflugmannsnám á vegum flugskólans Wizz Air Pilot Academy sem stofnaður var í september í haust.

Nýja þjálfunarsetrið kemur með tveimur Airbus A320 flughermum frá CAE og verður hægt að koma þeim þriðja fyrir

Kostnaður við nýju þjálfunarmiðstöðina nemur 30 milljónum evra sem samsvarar 4.2 milljörðum króna en mögulega verður hægt að koma fyrir þriðja flugherminum í náinni framtíð.

Wizz Air undirbýr sig fyrir enn frekari umsvif og stefnir félagið á það markmið að vera komið með 300 þotur í flotann áður en um langt líður.

Wizz Air er orðið eitt af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu en félagið flýgur til yfir 140 áfangastaða og þar á meðal til Íslands en hingað flýgur félagið frá níu borgum í Evrópu sem eru Gdansk, Riga, London Luton, Búdapest, Katowice, Vínarborg, Varsjá og Wroclaw.  fréttir af handahófi

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00