flugfréttir

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Frá opnuninni á nýju þjálfunarmiðstöð Wizz Air í Búdapest

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Þjálfunarmiðstöðin hefur tvo Airbus A320 flugherma af gerðinni 7000XR frá fyrirtækinu CAE og hefur Wizz Air einnig gert samning við CAE til 10 ára sem mun sjá um rekstur og viðhald flughermanna.

Í þjálfunarmiðstöðinni verður einnig að finna Cabin Emergency Evacuation Trainer sem þjálfar áhafnir í að rýma flugvél í neyðaraðstæðum auk V9000 Commander Next-Generation Fire Trainer frá fyrirtækinu Flame Aviation.

Í byggingunni er einnig að finna kennslustofur fyrir bóklega þjálfun og einnig mun byggingin hýsa bóklegt atvinnuflugmannsnám á vegum flugskólans Wizz Air Pilot Academy sem stofnaður var í september í haust.

Nýja þjálfunarsetrið kemur með tveimur Airbus A320 flughermum frá CAE og verður hægt að koma þeim þriðja fyrir

Kostnaður við nýju þjálfunarmiðstöðina nemur 30 milljónum evra sem samsvarar 4.2 milljörðum króna en mögulega verður hægt að koma fyrir þriðja flugherminum í náinni framtíð.

Wizz Air undirbýr sig fyrir enn frekari umsvif og stefnir félagið á það markmið að vera komið með 300 þotur í flotann áður en um langt líður.

Wizz Air er orðið eitt af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu en félagið flýgur til yfir 140 áfangastaða og þar á meðal til Íslands en hingað flýgur félagið frá níu borgum í Evrópu sem eru Gdansk, Riga, London Luton, Búdapest, Katowice, Vínarborg, Varsjá og Wroclaw.  fréttir af handahófi

Fyrsta risaþotan fyrir ANA flýgur sitt fyrsta flug

18. september 2018

|

Fyrsta Airbus A380 risaþotan fyrir japanska flugfélagið ANA (All Nippon Airways) flaug sitt fyrsta flug um helgina.

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

15. október 2018

|

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir

Fundu vandamál í stjórnskjám á tveimur 737 MAX þotum

5. nóvember 2018

|

Sérfræðingar, sem vinna að rannsókn flugslyssins í Indónesíu, hafa komið auga á vandamál með stjórnskjái á tveimur Boeing 737 MAX þotum í flota Lion Air sem tengist meðal annars upplýsingum um flughra

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00