flugfréttir

Piaggio Aerospace sækir um gjaldþrotameðferð

- Óvissa um framtíð eins elsta flugvélaframleiðanda heims

6. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:51

Avanti Evo hafa lengi þótt mjög sérstakar flugvélar og fallegar

Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

Piaggio Aerospace er hvað þekktast fyrir hina sérstöku Avanti Evo flugvél en fyrirtækið er einn elsti flugvélaframleiðandi heims og má rekja rætur þess til ársins 1884 er fyrirtækið var stofnað af Rinaldo Piaggio fyrir 134 árum síðan.

Hinsvegar á fyrirtækið, undir núverandi nafni, 100 ára afmæli en í yfirlýsingu frá Piaggio Aerospace kemur fram að vegna óvissu á flugmarkaðnum hefur afkoma þess ekki staðið undir sér og þá hefur seinkun á viðskiptum við ríkisstjórn Ítalíu með dróna í hernaðarlegum tilgangi einnig sett strik í reikninginn.

Þá kemur fram að viðskipti með einkaþotur hafa ekki staðist væntingar en fyrirtækið hefur á þessu ári aðeins afhent þrjú eintök af Avanti Evo flugvélinni.

Piaggio Avanti II á flugsýningu

Piaggio Aerospace hefur frá árinu 2015 verið í eigu fyrirtækisins Mubadala Development Company í Dubai sem setti 255 milljónir evra í rekstur Piaggio með von um að framleiðandinn myndi byrja að skila inn hagnaði árið 2021 en nú er útséð um að þær áætlanir muni ganga eftir.

Lítil eftirspurn hefur verið eftir Avanti Evo flugvélinni og kemur fram í yfirlýsingu að óvíst sé hver framtíð fyrirtækisins er og hvort það sé einhver framtíð og grundvöllur til áframhaldandi reksturs.

Piaggio hefur einnig unnið að ómannaðri herútgáfu af Evo-flugvélinni sem kallast HammerHead sem getur flogið í allt að 16 klukkustundir og náð 45.000 fet hæð og hafði ríkisstjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum panað átta slíkar flugvélar en þeim samningi var rift nýverið eftir að framleiðandinn sótti um gjaldþrotameðferð.  fréttir af handahófi

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

31. janúar 2019

|

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Etihad segir upp 50 flugmönnum

11. janúar 2019

|

Etihad Airways hefur tilkynnt um töluverðan niðurskurð í rekstri félagsins og verður 50 flugmönnum sagt upp auk þess sem félagið ætlar að hætta við pöntun sína í Airbus A320neo þoturnar.

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00