flugfréttir

Piaggio Aerospace sækir um gjaldþrotameðferð

- Óvissa um framtíð eins elsta flugvélaframleiðanda heims

6. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:51

Avanti Evo hafa lengi þótt mjög sérstakar flugvélar og fallegar

Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

Piaggio Aerospace er hvað þekktast fyrir hina sérstöku Avanti Evo flugvél en fyrirtækið er einn elsti flugvélaframleiðandi heims og má rekja rætur þess til ársins 1884 er fyrirtækið var stofnað af Rinaldo Piaggio fyrir 134 árum síðan.

Hinsvegar á fyrirtækið, undir núverandi nafni, 100 ára afmæli en í yfirlýsingu frá Piaggio Aerospace kemur fram að vegna óvissu á flugmarkaðnum hefur afkoma þess ekki staðið undir sér og þá hefur seinkun á viðskiptum við ríkisstjórn Ítalíu með dróna í hernaðarlegum tilgangi einnig sett strik í reikninginn.

Þá kemur fram að viðskipti með einkaþotur hafa ekki staðist væntingar en fyrirtækið hefur á þessu ári aðeins afhent þrjú eintök af Avanti Evo flugvélinni.

Piaggio Avanti II á flugsýningu

Piaggio Aerospace hefur frá árinu 2015 verið í eigu fyrirtækisins Mubadala Development Company í Dubai sem setti 255 milljónir evra í rekstur Piaggio með von um að framleiðandinn myndi byrja að skila inn hagnaði árið 2021 en nú er útséð um að þær áætlanir muni ganga eftir.

Lítil eftirspurn hefur verið eftir Avanti Evo flugvélinni og kemur fram í yfirlýsingu að óvíst sé hver framtíð fyrirtækisins er og hvort það sé einhver framtíð og grundvöllur til áframhaldandi reksturs.

Piaggio hefur einnig unnið að ómannaðri herútgáfu af Evo-flugvélinni sem kallast HammerHead sem getur flogið í allt að 16 klukkustundir og náð 45.000 fet hæð og hafði ríkisstjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum panað átta slíkar flugvélar en þeim samningi var rift nýverið eftir að framleiðandinn sótti um gjaldþrotameðferð.  fréttir af handahófi

Airbus hefur misst pantanir í 103 þotur frá áramótum

8. mars 2019

|

Mikill fjöldi afpantana í nýjar þotur hjá Airbus hefur haft mikil áhrif á heildarfjölda þeirra flugvéla sem búið var að panta hjá framleiðandanum og hefur pöntunarlistinn því dregist saman þónokkuð.

United skoðar Airbus A321XLR sem staðgengil Boeing 757

9. apríl 2019

|

United Airlines segir að til greina komi að velja Airbus A321XLR til þess að leysa af hólmi Boeing 757 en A321XLR er ný og langdrægari útgáfa af A321LR þotunni sem Airbus stefnir á að vera komið með

Einkaþota í lendingu rakst með væng á flugvallarbíl

19. mars 2019

|

Flugvallarstarfsmaður slasaðist töluvert er einkaþota rakst með væng utan í ökutæki í lendingu á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu í gær.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00