flugfréttir

Piaggio Aerospace sækir um gjaldþrotameðferð

- Óvissa um framtíð eins elsta flugvélaframleiðanda heims

6. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:51

Avanti Evo hafa lengi þótt mjög sérstakar flugvélar og fallegar

Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

Piaggio Aerospace er hvað þekktast fyrir hina sérstöku Avanti Evo flugvél en fyrirtækið er einn elsti flugvélaframleiðandi heims og má rekja rætur þess til ársins 1884 er fyrirtækið var stofnað af Rinaldo Piaggio fyrir 134 árum síðan.

Hinsvegar á fyrirtækið, undir núverandi nafni, 100 ára afmæli en í yfirlýsingu frá Piaggio Aerospace kemur fram að vegna óvissu á flugmarkaðnum hefur afkoma þess ekki staðið undir sér og þá hefur seinkun á viðskiptum við ríkisstjórn Ítalíu með dróna í hernaðarlegum tilgangi einnig sett strik í reikninginn.

Þá kemur fram að viðskipti með einkaþotur hafa ekki staðist væntingar en fyrirtækið hefur á þessu ári aðeins afhent þrjú eintök af Avanti Evo flugvélinni.

Piaggio Avanti II á flugsýningu

Piaggio Aerospace hefur frá árinu 2015 verið í eigu fyrirtækisins Mubadala Development Company í Dubai sem setti 255 milljónir evra í rekstur Piaggio með von um að framleiðandinn myndi byrja að skila inn hagnaði árið 2021 en nú er útséð um að þær áætlanir muni ganga eftir.

Lítil eftirspurn hefur verið eftir Avanti Evo flugvélinni og kemur fram í yfirlýsingu að óvíst sé hver framtíð fyrirtækisins er og hvort það sé einhver framtíð og grundvöllur til áframhaldandi reksturs.

Piaggio hefur einnig unnið að ómannaðri herútgáfu af Evo-flugvélinni sem kallast HammerHead sem getur flogið í allt að 16 klukkustundir og náð 45.000 fet hæð og hafði ríkisstjórnin í Sameinuðu arabísku furstadæmunum panað átta slíkar flugvélar en þeim samningi var rift nýverið eftir að framleiðandinn sótti um gjaldþrotameðferð.  fréttir af handahófi

Árekstur er tvær flugvélar lentu nánast samtímis í Súdan

3. október 2018

|

Tvær Antonov-herflugvélar skullu saman í lendingu á flugvellinum í Khartoum, höfuðborg Súdan, í dag er þær lentu nánast á sama tíma á brautinni.

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

 síðustu atvik

  2018-07-02 01:26:00