flugfréttir
280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

TF-ICU, Boeing 737 MAX 8 þota Icelandair, á Keflavíkurflugvelli í vikunni
Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.
Sætanýting Icelandair í nóvember mældist 79,8% sem er tæpum tveimur prósentustigum
meira en á sama tíma fyrra þegar sætanýtingin mældist 78,1 prósent.
Frá áramótum hafa 3.878.034 farþegar flogið með Icelandair sem er 2% fjölgun frá sama
tímabili í fyrra þegar 3.817.714 höfðu flogið með félaginu.
Farþegar Air Iceland Connect voru um 22 þúsund og fækkaði þeim um 16% á milli ára sem stafar aðallega að því
að um miðjan maí í ár hætti félagið flugi til Belfast og Aberdeen og einnig á milli Keflavíkur og Akureyrar.
Sætanýting nam 65,2% og jókst um 6,5 prósentustig á milli ára. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi dróst saman um 2% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 12% á milli ára. Framboðnum gistinóttum hjá hótelum félagsins fjölgaði um 20% á milli ára. Herbergjanýting var 76,7% samanborið við 75,5% í nóvember 2017.


27. desember 2018
|
Bombardier afhenti á dögunum fyrsta eintakið af hinni nýju Bombardier Global 7500 einkaþotu við hátíðlega athöfn sem fram fór í Dorval í Quebec þann 20. desember síðastliðinn.

14. janúar 2019
|
Airbus A220 þotan, sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombarider, hefur fengið fjarflugsleyfi (ETOPS) upp á 180 mínútur sem þýðir að þotan mun með því fá leyfi til þess að fljúga og vera í allt að 3

14. febrúar 2019
|
Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.