flugfréttir

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

- Beech Bonanza flaug á tré í Flórída í desember 2016

11. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:18

Flugvélin brotlenti og endaði á pálmatrjám eftir að flugmaðurinn missti stjórn á henni

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð hafi verið orsök flugslys sem átti sér stað í Flórída í desember árið 2016.

Flugmaðurinn var að fljúga með farþega um borð í lítilli einshreyfils flugvél af gerðinni Beech A36 Bonanza þegar farþegar fóru að kvarta yfir því að mikill kuldi og næðingur væri í vélinni.

Flugmaðurinn tók eftir því að rifa var komin á rúðu á neyðarútgangnum og fór hann að athuga hvort að gúmmílisti hefði færst úr stað en svo reyndist ekki vera. Flugmaðurinn reyndi að loka glugganum með því að krækja hann fastan en það gekk ekki eftir því alltaf koma rifa á hann aftur.

Þar sem að til stóð að fljúga til baka til heimaflugvallarins í sama vetrarveðrinu ákvað flugmaðurinn að finna bráðabirgðarlausn á vandanum og tók hann bréf af eldhúsrúllu sem hann tróð í rifuna til að minnka kuldann í vélinni sem hann reyndi að festa með málningarlímbandi.

Á ákvörðunarstað tók flugmaðurinn eldsneyti og flaug svo til baka en er hann var undan vindi í 800 fetum yfir flugvelli heyrði hann hávært hljóð frá glugganum. Í stað þess að lenda og reyna að finna betri lausn á vandamálinu með gluggann ákvað hann að setja sjálfstýringu á til að fá stöðuga stefnu og flughæð á meðan hann enn einu sinni teygði sig aftur í til þess að loka og krækja glugganum en þá var komin ca. 7 cm breið rifa á gluggann.

Farþegarýmið í vélinni eftir slysið

Nokkrum sekúndum eftir að hann hafði snúið sér aftur rétt í sætinu kom aftur óhljóð frá neyðarútganginn en í þetta sinn hafði glugginn opnast alveg upp á gátt. Flugmaðurinn óttaðist að glugginn gæti fokið úr falsinu og rekist í stélið og ákvað hann enn og aftur að snúa sér við og teygja sig aftur í og loka glugganum.

Flugmaðurinn sagði að hann hefði sennilega rekist í sjálfstýringuna sem fór af því er hann snéri sér fram og leit út um framrúðuna sá hann að jörðin var að nálgast.

Flugmaðurinn tók strax við stjórninni og reyndi að leiðrétta stefnuna, athuga með hindranir og tók í stýrið til að ná upp klifri en framundan voru rafmagnslínur sem voru rétt fyrir ofan hann.

Til að forðast að fljúga á rafmagnslínurnar með því að reisa nefið upp, sem hefði getað komið flugvélinni í ofris, ákvað hann frekar að ýta nefinu niður en við það flaug hann beint á nokkur trék og brotlenti flugvélinni skammt frá flugvellinum í New Smyrna Beach í Flórída.

Flugvélin skemmdist mikið í slysinu en einn um borð slasaðist lítillega.

Í lokaskýrslu segir að bréfin af eldhúsrúllunni sem flugmaðurinn tróð í gluggafalsið hafi komið í veg fyrir að glugginn kræktist fastur. Þá kemur fram að á þessu stigi flugsins hafi það einnig verið ótímabært að vera beina athyglinni að glugganum í stað þess að hafa hugann við flugið.

Fleiri myndir:















  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga