flugfréttir

Fékk að skoða forsetaflugvél Pútíns á aðfangadag

- Pútin bauð unglingspilti með sjaldgæfan sjúkdóm að skoða forsetaflugvélina

26. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:52

Arslan Kaipkulov myndar skrifborð Rússlandsforseta um borð í Ilyushin Il-96-300 forsetaflugvélinni

Arslan Kaipkulov er 15 ára strákur frá Rússlandi sem hefur haft mikinn áhuga á flugvélum en draumur hans hefur þó lengi verið að fá að skoða og gera myndband um forsetaflugvél Rússlandsforseta sem er af gerðinni Ilyushin Il-96-300.

Arslan berst við illvígan sjúkdóm og frétti Pútin af áhuga stráksins fyrir forsetaflugvélinni er hann var viðstaddur International Volunteer Forum ráðstefnuna sem fram fór í byrjun desember í Moskvu.

Þar kynntist Pútín „Dream with Me“ verkefninu þar sem langveik börn og unglingar deila draumum sínum og segja frá óskum sínum en þegar Pútín heyrði af áhuga Arslan fyrir forsetavélinni þá ákvað Rússlandsforseti að verða við því.

Arslan og móður hans fengu boð um að koma til Moskvu yfir jólin og mættu þau á aðfangadag og fengu einkaleiðsögn um forsetaþotu Pútíns og Arslan fékk að mynda þotuna hátt og lágt en Arslan, sem er frá Bashkir-héraðinu, kemur reglulega til Moskvu til að gangast undir læknismeðferð.

Arslan hefur mikinn áhuga á flugvélum og lengi haft sérstakan áhuga á forsetaflugvélinni

„Þessi þota er hernaðarleyndamál landsins svo það er mikil heiður fyrir mig að fá að koma og skoða hana“, segir Arslan sem tekur fram að draumur hans hafi orðið að veruleika.

Arslan hefur mjög sjaldgæfan sjúkdóm en hann hefur ekkert ónæmiskerfi og lætur hann það ekki stöðva sig í að lifa lífinu til fulls og stundar hann nám í ensku og fjölmiðlun.

Arslan segir að stjórnklefi þotunnar hafi heillað hann mest þótt að fundarherbergið um borð og öll þægindin hafi einnig komið honum á óvart

„Ég fékk að sitja í flugstjórasætinu og einnig sýndu þeir mér aðra staði um borð í flugvélinni en þar mátti ég hinsvegar alls ekki taka myndir“, segir Arslan.

Pútín komst að áhuga Arslan fyrir forsetaflugvélinni er hann var viðstaddur International Volunteer Forum ráðstefnuna í Moskvu fyrr í þessum mánuði

Þá fékk Arslan og móðir hans einnig að skoða Vnukovo-flugvöllinn í Moskvu og var þeim sagt frá öryggismálum flugvallarins og fengu þau að skoða ýmsa staði á flugvellinum sem farþegar og almenningur fá vanalega ekki að berja augum.

Pútín leysti Arslan út með gjöf og gaf honum myndbandstökuvél og hefur strákurinn þegar gert handritið að stuttri heimildarmynd um forsetavélina sem verður 25 mínútur á lengd.

Arslan hefur mikinn áhuga á flugi og flýgur mikið í flughermum í tölvunni sinni.

Fleiri myndir:











  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga