flugfréttir

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

- Alls 50 manns sagt upp hjá PIA vegna fölsunar á upplýsingum um menntun

30. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:49

Boeing 777 þota PIA Pakistan International Airlines

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nokkrum flugmönnum verið sagt upp sem hafa flogið þotum félagsins um nokkurt skeið.

Flugmálayfirvöld í Pakistan hafa greint frá því að minnsta kosti sjö flugmenn höfðu falsað gögn um skólagöngu og höfðu fimm af þeim ekki lokið stúdentsprófi og nokkir höfðu ekki einu sinni klárað tíunda bekk.

Við réttarhöld vegna málsins var greint frá því að flugmálayfirvöld í Pakistan hafa viðurkent að hafa átt í erfiðleikum með að fara yfir gögn þeirra flugmanna sem hafa sótt um atvinnuflugmannsskírteini, staðfesta umsóknir þeirra og þá hefur úrvinnsla gagna verið ábótavant þar sem nokkrar menntastofnanir hafa ekki verið samvinnuþýðar er kemur að senda frá sér gögn með einkunnir nemenda.

„Við höfum hafi rannsókn á málinu sem snertir alla þá starfsmenn sem reyndust hafa starfað hjá flugfélaginu eftir að hafa framvísað fölsuðum gögnum í umsóknum“, segir talsmaður PIA.

Í stjórnklefa á Boeing 777 þotu Pakistan International Airlines

Yfirmaður pakistanskra flugmálayfirvalda segir að búið sé að gefa út tilmæli þar sem mælt er með því flugrekstraraðilar láti afturkalla skírteini allra þeirra flugmanna og áhafnameðlima, sem hafa sent inn umsókn með fölsuð gögn um menntun og réttindi á meðan verið sé að skoða bakgrunn þessara aðila.

Málið verður tekið upp að nýju fyrir dómstólum í Pakistan þann 9. janúar næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um fölsun réttinda meðal flugmanna hjá Pakistan International Airlines en árið 2012 var þremur flugmönnum sagt upp vegna þessa og þar á meðal einn sem hafði flogið í 25 ár hjá félaginu með falsað atvinnuflugmannsskírteini.  fréttir af handahófi

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Flugfélagið Insel Air gjaldþrota

26. febrúar 2019

|

Karabíska flugfélagið Insel Air hefur lýst yfir gjaldþroti en flugfélagið hafði höfuðstöðvar sínar í borginni Willemstad á eyjunni Curacao.

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00