flugfréttir

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

- Alls 50 manns sagt upp hjá PIA vegna fölsunar á upplýsingum um menntun

30. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:49

Boeing 777 þota PIA Pakistan International Airlines

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nokkrum flugmönnum verið sagt upp sem hafa flogið þotum félagsins um nokkurt skeið.

Flugmálayfirvöld í Pakistan hafa greint frá því að minnsta kosti sjö flugmenn höfðu falsað gögn um skólagöngu og höfðu fimm af þeim ekki lokið stúdentsprófi og nokkir höfðu ekki einu sinni klárað tíunda bekk.

Við réttarhöld vegna málsins var greint frá því að flugmálayfirvöld í Pakistan hafa viðurkent að hafa átt í erfiðleikum með að fara yfir gögn þeirra flugmanna sem hafa sótt um atvinnuflugmannsskírteini, staðfesta umsóknir þeirra og þá hefur úrvinnsla gagna verið ábótavant þar sem nokkrar menntastofnanir hafa ekki verið samvinnuþýðar er kemur að senda frá sér gögn með einkunnir nemenda.

„Við höfum hafi rannsókn á málinu sem snertir alla þá starfsmenn sem reyndust hafa starfað hjá flugfélaginu eftir að hafa framvísað fölsuðum gögnum í umsóknum“, segir talsmaður PIA.

Í stjórnklefa á Boeing 777 þotu Pakistan International Airlines

Yfirmaður pakistanskra flugmálayfirvalda segir að búið sé að gefa út tilmæli þar sem mælt er með því flugrekstraraðilar láti afturkalla skírteini allra þeirra flugmanna og áhafnameðlima, sem hafa sent inn umsókn með fölsuð gögn um menntun og réttindi á meðan verið sé að skoða bakgrunn þessara aðila.

Málið verður tekið upp að nýju fyrir dómstólum í Pakistan þann 9. janúar næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um fölsun réttinda meðal flugmanna hjá Pakistan International Airlines en árið 2012 var þremur flugmönnum sagt upp vegna þessa og þar á meðal einn sem hafði flogið í 25 ár hjá félaginu með falsað atvinnuflugmannsskírteini.  fréttir af handahófi

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Airbus ætlar að bæta við sjöttu Beluga XL flugvélinni

11. júní 2019

|

Airbus hefur ákveðið að smíða sjöttu Beluga XL flutningaflugvélina en framleiðandinn tilkynnti um nýja kynslóð af Beluga-flugvélinni í nóvember árið 2014 og hafa þrjú eintök verið smíðuð í dag.

Nánast allt flug hjá SAS liggur niðri vegna verkfalls

26. apríl 2019

|

Nánast allt flug hjá SAS (Scandinavian) liggur nú niðri vegna verkfallsaðgerða meðal flugmanna hjá félaginu sem felldu niður störf sín víðsvegar um Skandinavíu eftir að kjaraviðræður fóru út um þúfu

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00