flugfréttir

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

- Alls 50 manns sagt upp hjá PIA vegna fölsunar á upplýsingum um menntun

30. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:49

Boeing 777 þota PIA Pakistan International Airlines

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nokkrum flugmönnum verið sagt upp sem hafa flogið þotum félagsins um nokkurt skeið.

Flugmálayfirvöld í Pakistan hafa greint frá því að minnsta kosti sjö flugmenn höfðu falsað gögn um skólagöngu og höfðu fimm af þeim ekki lokið stúdentsprófi og nokkir höfðu ekki einu sinni klárað tíunda bekk.

Við réttarhöld vegna málsins var greint frá því að flugmálayfirvöld í Pakistan hafa viðurkent að hafa átt í erfiðleikum með að fara yfir gögn þeirra flugmanna sem hafa sótt um atvinnuflugmannsskírteini, staðfesta umsóknir þeirra og þá hefur úrvinnsla gagna verið ábótavant þar sem nokkrar menntastofnanir hafa ekki verið samvinnuþýðar er kemur að senda frá sér gögn með einkunnir nemenda.

„Við höfum hafi rannsókn á málinu sem snertir alla þá starfsmenn sem reyndust hafa starfað hjá flugfélaginu eftir að hafa framvísað fölsuðum gögnum í umsóknum“, segir talsmaður PIA.

Í stjórnklefa á Boeing 777 þotu Pakistan International Airlines

Yfirmaður pakistanskra flugmálayfirvalda segir að búið sé að gefa út tilmæli þar sem mælt er með því flugrekstraraðilar láti afturkalla skírteini allra þeirra flugmanna og áhafnameðlima, sem hafa sent inn umsókn með fölsuð gögn um menntun og réttindi á meðan verið sé að skoða bakgrunn þessara aðila.

Málið verður tekið upp að nýju fyrir dómstólum í Pakistan þann 9. janúar næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um fölsun réttinda meðal flugmanna hjá Pakistan International Airlines en árið 2012 var þremur flugmönnum sagt upp vegna þessa og þar á meðal einn sem hafði flogið í 25 ár hjá félaginu með falsað atvinnuflugmannsskírteini.  fréttir af handahófi

Þrjár þotur of nálægt hvor annarri yfir Indlandi

31. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi rannsaka nú atvik er þrjár þotur voru samankomnar hættulega nálægt hvor annarri með of lítinn aðskilnað í lofthelginni yfir Nýju-Delí á Þorláksmessu.

Laudamotion kynnir nýtt útlit

25. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion hefur kynnt nýtt útlit og liti fyrir flugflota félagsins en aðeins eru sjö mánuðir frá því félagið kynnti nýtt útlit við stofnun þess.

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

23. október 2018

|

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengu

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00