flugfréttir

Vinsælustu fréttirnar á Alltumflug.is árið 2018

31. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Þetta var mest lesið á Alltumflug.is frá 1. janúar til 30. desember árið 2018

Árið 2018 var viðburðaríkt í fluginu eins og flest önnur ár en árið einkenndist bæði af erfiðleikum í rekstri flugfélaganna bæði hér heima sem og erlendis en á sama tíma tóku íslensk flugfélög við nýjum tegundum af flugvélum bæði í innalandsflugi og í millilandaflugi.

Icelandair tók við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu á meðan Flugfélagið Ernir fékk nýja Dornier-flugvél í flotann sinn.

Hér kemur Topp 20 listinn yfir vinsælustu fréttirnar á Alltumflug.is á árinu 2018 en listinn er settur saman eftir tölfræði yfir hversu oft þær voru lesnar.

Það má glöggt sjá að fréttir af íslensku flugfélögunum eru enn vinsælasta efnið á vefnum ásamt íslensku efni en vinsælasta frétt ársins er fyrstu myndirnar sem birtust af annarri Boeing 757-300 þotu Icelandair sem máluð var í íslensku fánalitunum í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Önnur vinsælasta frétt ársins var einnig íslensk en sú frétt fjallaði um ferjuflug til Íslands á tveimur nýjum Piper Archer DX kennsluflugvélum Flugskóla Íslands en þeir félagar Óli Öder, Sigurður Ásgeirsson, Hákon Öder Einarsson og Andri Jóhannesson héldu til Flórída til þess að sækja vélarnar og flugu þeim heim á aðeins 5 dögum.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni

20

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning


Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri. ... meira

19

Gamlinginn flýgur sitt fyrsta flug á Tungubökkum


Það var fámennur en góðmennur hópur sem var samankomin á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í dag til að berja augum fyrsta flugið hjá „Gamlingjanum“. ... meira

18

TF-ICY komin í liti Icelandair


Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins. ... meira

17

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle


Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brotlenti og varð alelda. ... meira

16

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air


Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi. ... meira

15

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air


Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár. ... meira

14

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna


Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle. ... meira

13

Þota endaði inn í trjám


Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis á Congonhas-flugvellinum í São Paulo í Brasilíu í gær þegar farþegaþota frá TAM Airlines af gerðinni Airbus A320 endaði á trjám þegar verið var að færa hana til á flugvallarsvæðinu með dráttarbíl. ... meira

12

Tvær Boeing 767 breiðþotur lentu á Akureyri í morgun


Tvær Boeing 767 breiðþotur frá Icelandair þurftu frá að hverfa og lenda á Akureyri eldsnemma í morgun vegna veðurs í Keflavík og slæmrar brautarskilyrða en báðar vélarnar voru að koma úr Ameríkuflugi. ... meira

11

Fyrsta Airbus A330-900neo þota WOW air í lokasamsetningu


Fyrsta Airbus A330neo þota WOW air er komin í samsetningarsal Airbus í Toulouse og gengst nú undir lokasamsetningu. ... meira

10

Myndband: Tók stélið af Airbus A321 þotu með vængnum


Árekstur átti sér stað á milli tveggja farþegaþotan á Ataturk-flugvellinum í Istanbul í dag er breiðþota af gerðinni Airbus A330 rakst með annan vænginn í stél á Airbus A321 þotu sem var kyrrstæð. ... meira

9

Icelandair flaug jómfrúarflugið með Boeing 737 MAX í kvöld


Jómfrúarflug Icelandair með fyrstu Boeing 737 MAX þotunni hóf sig á loft í kvöld klukkan 18:37 frá Keflavíkurflugvelli. ... meira

8

Icelandair til Evrópu fyrir hádegi og Ameríku að kvöldi til


Icelandair hefur hafið sölu á flugi til fjölmargra áfangastaða á brottfarartímum sem ekki hafa áður verið í boði hjá félaginu. ... meira

7

WOW air flaug í gær til Los Angeles með A321neo


WOW air flaug sennilega lengsta farþegaflug sem flogið hefur verið með Airbus A321 þotunni og einnig það lengsta sem flogið hefur verið með Airbus A321neo. ... meira

6

Icelandair til San Francisco


Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor en borgin verður 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. ... meira

5

Icelandair til San Francisco


Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars. ... meira

4

Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num


Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti. ... meira

3

TF-ICE komin heim


TF-ICE, fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, er komin til landsins en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld klukkan 23:37. ... meira

2

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída


Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum. ... meiraVinsælasta flugfréttin árið 2018

Þota Icelandair í íslensku fánalitunum fær mikla athygli


Það er fátt sem íslenskir flugáhugamenn hafa rætt meira síðasta sólarhringinn en nýju Boeing 757-300 þotuna sem bæst hefur í flota Icelandair í sérstökum litum í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. ... meira  fréttir af handahófi

Piaggio Aerospace sækir um gjaldþrotameðferð

6. desember 2018

|

Óvissa er um framtíð ítalska flugvélaframleiðandans Piaggio Aerospace eftir að félagið fór fram á gjaldþrotameðferð í síðustu viku.

Emirates flýgur nú til 50 borga með Airbus A380

31. október 2018

|

Risaþotuáfangastaðir Emirates eru nú orðnir 50 talsins eftir að félagið byrjaði að fljúga til Hamborgar í Þýskalandi og til Osaka í Japan með Airbus A380 risaþotum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00