flugfréttir

Vinsælustu fréttirnar á Alltumflug.is árið 2018

31. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:55

Þetta var mest lesið á Alltumflug.is frá 1. janúar til 30. desember árið 2018

Árið 2018 var viðburðaríkt í fluginu eins og flest önnur ár en árið einkenndist bæði af erfiðleikum í rekstri flugfélaganna bæði hér heima sem og erlendis en á sama tíma tóku íslensk flugfélög við nýjum tegundum af flugvélum bæði í innalandsflugi og í millilandaflugi.

Icelandair tók við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu á meðan Flugfélagið Ernir fékk nýja Dornier-flugvél í flotann sinn.

Hér kemur Topp 20 listinn yfir vinsælustu fréttirnar á Alltumflug.is á árinu 2018 en listinn er settur saman eftir tölfræði yfir hversu oft þær voru lesnar.

Það má glöggt sjá að fréttir af íslensku flugfélögunum eru enn vinsælasta efnið á vefnum ásamt íslensku efni en vinsælasta frétt ársins er fyrstu myndirnar sem birtust af annarri Boeing 757-300 þotu Icelandair sem máluð var í íslensku fánalitunum í tengslum við 100 ára fullveldisafmæli Íslands.

Önnur vinsælasta frétt ársins var einnig íslensk en sú frétt fjallaði um ferjuflug til Íslands á tveimur nýjum Piper Archer DX kennsluflugvélum Flugskóla Íslands en þeir félagar Óli Öder, Sigurður Ásgeirsson, Hákon Öder Einarsson og Andri Jóhannesson héldu til Flórída til þess að sækja vélarnar og flugu þeim heim á aðeins 5 dögum.

Hér að neðan má sjá listann í heild sinni

20

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning


Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri. ... meira





19

Gamlinginn flýgur sitt fyrsta flug á Tungubökkum


Það var fámennur en góðmennur hópur sem var samankomin á flugvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í dag til að berja augum fyrsta flugið hjá „Gamlingjanum“. ... meira





18

TF-ICY komin í liti Icelandair


Önnur Boeing 737 MAX þota Icelandair, sem ber skráninguna TF-ICY, er nú að verða tilbúin til afhendingar en flugvélin var máluð á dögunum í litum félagsins. ... meira





17

Starfsmaður stal Dash 8 Q400 - Brotlenti skammt undan Seattle


Farþegaflugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400 frá flugfélaginu Horizon Air var stolið í gær af Seattle-Tacoma flugvellinum í Bandaríkjunum og var henni flogið yfir Seattle-svæðið þar til hún brotlenti og varð alelda. ... meira





16

TF-MOG verður önnur Airbus A330neo þota WOW air


Önnur Airbus A330neo þota WOW air er nýkomin út úr málningarskýli Airbus í Toulouse í Frakklandi. ... meira





15

Var rólegur og mjög vel liðinn meðal starfsmanna Horizon Air


Flugvallarstarfsmaðurinn, sem stal farþegaflugvél frá Horizon Air í gær af gerðinni Bombardier Q400, hét Richard Russell og var hann 29 ár. ... meira





14

Boeing afhendir Icelandair fyrstu Boeing 737 MAX þotuna


Icelandair tók í gær formlega við sinni fyrstu Boeing 737 MAX þotu (TF-ICE) við athöfn sem fram fór við afhendingarstöð Boeing í Seattle. ... meira





13

Þota endaði inn í trjám


Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis á Congonhas-flugvellinum í São Paulo í Brasilíu í gær þegar farþegaþota frá TAM Airlines af gerðinni Airbus A320 endaði á trjám þegar verið var að færa hana til á flugvallarsvæðinu með dráttarbíl. ... meira





12

Tvær Boeing 767 breiðþotur lentu á Akureyri í morgun


Tvær Boeing 767 breiðþotur frá Icelandair þurftu frá að hverfa og lenda á Akureyri eldsnemma í morgun vegna veðurs í Keflavík og slæmrar brautarskilyrða en báðar vélarnar voru að koma úr Ameríkuflugi. ... meira





11

Fyrsta Airbus A330-900neo þota WOW air í lokasamsetningu


Fyrsta Airbus A330neo þota WOW air er komin í samsetningarsal Airbus í Toulouse og gengst nú undir lokasamsetningu. ... meira





10

Myndband: Tók stélið af Airbus A321 þotu með vængnum


Árekstur átti sér stað á milli tveggja farþegaþotan á Ataturk-flugvellinum í Istanbul í dag er breiðþota af gerðinni Airbus A330 rakst með annan vænginn í stél á Airbus A321 þotu sem var kyrrstæð. ... meira





9

Icelandair flaug jómfrúarflugið með Boeing 737 MAX í kvöld


Jómfrúarflug Icelandair með fyrstu Boeing 737 MAX þotunni hóf sig á loft í kvöld klukkan 18:37 frá Keflavíkurflugvelli. ... meira





8

Icelandair til Evrópu fyrir hádegi og Ameríku að kvöldi til


Icelandair hefur hafið sölu á flugi til fjölmargra áfangastaða á brottfarartímum sem ekki hafa áður verið í boði hjá félaginu. ... meira





7

WOW air flaug í gær til Los Angeles með A321neo


WOW air flaug sennilega lengsta farþegaflug sem flogið hefur verið með Airbus A321 þotunni og einnig það lengsta sem flogið hefur verið með Airbus A321neo. ... meira





6

Icelandair til San Francisco


Icelandair hefur ákveðið að hefja flug til San Francisco í vor en borgin verður 23. áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. ... meira





5

Icelandair til San Francisco


Innan við tvær vikur eru í að fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair kemur til landsins en fyrsta eintakið er nú tilbúið í Seattle og verður henni flogið til Íslands í byrjun mars. ... meira





4

Þeir segja að það sé draumur að fljúga Dornier-num


Flugfélagið Ernir hefur fest kaup á nýrri farþegaflugvél sem verður sú stærsta í flota félagsins en vélin er af gerðinni Dornier 328 og tekur 32 farþega í sæti. ... meira





3

TF-ICE komin heim


TF-ICE, fyrsta Boeing 737 MAX þota Icelandair, er komin til landsins en vélin lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld klukkan 23:37. ... meira





2

Komnar til Íslands eftir langt ferjuflug frá Flórída


Það ríkti mikil gleði í hádeginu í dag er Flugskóli Íslands fékk í hendurnar tvær splunkunýjar kennsluvélar sem lentu á Reykjavíkurflugvelli eftir langt ferðalag frá verksmiðjum Piper í Bandaríkjunum. ... meira







Vinsælasta flugfréttin árið 2018

Þota Icelandair í íslensku fánalitunum fær mikla athygli


Það er fátt sem íslenskir flugáhugamenn hafa rætt meira síðasta sólarhringinn en nýju Boeing 757-300 þotuna sem bæst hefur í flota Icelandair í sérstökum litum í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. ... meira







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga