flugfréttir

737 MAX þota Norwegian föst í Íran í tæpar þrjár vikur

- Viðskiptaþvinganir á Íran gerir Norwegian erfitt fyrir

1. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:46

Flugvélaljósmyndari frá Íran náði þessari mynd af Boeing 737 MAX þotunni sem er aðeins tveggja mánaða gömul

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í landinu.

Þotan var í áætlunarflugi frá Dubai til Oslóar þann 14. desember sl. þegar upp kom bilun í örðum hreyfli vélarinnar og ákváðu flugmennirnir að lenda til öryggis á flugvellinum í borginni Shiraz í Íran en vandaamálið mátti rekja til bilunar í olíukerfi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugvél á vegum Norwegian lendir í Íran sem er undir ströngum viðskiptahöftum af hálfu Bandaríkjanna og annarra vestrænna landa.

Fyrir Norwegian þá er Íran langt í frá því að vera ákjósanlegt land til þess að lenda en sökum alvarleika bilunarinnar þá var ekkert annað í stöðunni að gera þar sem of langt var í næsta flugvöll sem var staðsettur í hentugra landi.

Strax við lendingu kom upp vandamál sem snéri að því að allar konur um borð þurftu að bera viðeigandi slæður að íslömskum sið ef þær ætluðu að fara frá borði og átti það einnig við kvenkyns áhafnarmeðlimi.

Þurfti því að færa farþega á tiltekin stað á flugvellinum þar sem farþegar og áhöfn beið á meðan Norwegian sendi aðra þotu til Írans frá Osló til þess að sækja farþega.

Þotan, sem ber skráninguna LN-BKE, lenti í Shiraz þann 14. desember

Í dag, 18 dögum síðar, er Boeing 737 MAX þotan enn í Shiraz þar sem mjög flókið er að fá að senda varahluti til Írans vegna viðskiptahaftanna en fjórtán flugfélög eru að finna í Íran sem öll hafa gamlar flugvélar sem margar hverjar eru ekki flughæfar vegna skorts á varahlutum vegna viðskiptabannsins.

Nauðsynlegt að skipta um hreyfil

Undantekningar eru þó gerðar er kemur að erlendum flugvélum sem hafa lent í Íran vegna bilunar en ferlið við að fá það í gegn auk pappírsvinnu getur verið flókið og langdregið.

Það hefur þó ekki verið látið reyna á það ennþá þar sem þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta á sér stað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

Norwegian sendi rétt fyrir áramót flugvirkja til Írans en í ljós hefur komið að ekki er enn búið að gera við flugvélina þar sem þeir varahlutir og efni sem þeir höfðu meðferðis hafa ekki dugað til og hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skipta um hreyfil og fá nýjan.

Vegna jólahátiðarinnar í vestrænum löndum og viðskiptabannsins er talið að það gæti liðið einhver tími þangað til að þotan getur hafið sig á loft og verið komin að nýju í umferð.

Boeing 737 MAX þotan er aðeins tveggja mánaða gömul en hún var afhent til Norwegian þann 29. október 2018.  fréttir af handahófi

MRJ þotan mun heita Space Jet

5. júní 2019

|

Japanski flugvélaframleiðandinn Mitsubishi Aircraft ætlar að breyta um nafn á MRJ (Mitsubishi Regional Jet) þotunni sem mun fá nafnið Space Jet.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00