flugfréttir

737 MAX þota Norwegian föst í Íran í tæpar þrjár vikur

- Viðskiptaþvinganir á Íran gerir Norwegian erfitt fyrir

1. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:46

Flugvélaljósmyndari frá Íran náði þessari mynd af Boeing 737 MAX þotunni sem er aðeins tveggja mánaða gömul

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í landinu.

Þotan var í áætlunarflugi frá Dubai til Oslóar þann 14. desember sl. þegar upp kom bilun í örðum hreyfli vélarinnar og ákváðu flugmennirnir að lenda til öryggis á flugvellinum í borginni Shiraz í Íran en vandaamálið mátti rekja til bilunar í olíukerfi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugvél á vegum Norwegian lendir í Íran sem er undir ströngum viðskiptahöftum af hálfu Bandaríkjanna og annarra vestrænna landa.

Fyrir Norwegian þá er Íran langt í frá því að vera ákjósanlegt land til þess að lenda en sökum alvarleika bilunarinnar þá var ekkert annað í stöðunni að gera þar sem of langt var í næsta flugvöll sem var staðsettur í hentugra landi.

Strax við lendingu kom upp vandamál sem snéri að því að allar konur um borð þurftu að bera viðeigandi slæður að íslömskum sið ef þær ætluðu að fara frá borði og átti það einnig við kvenkyns áhafnarmeðlimi.

Þurfti því að færa farþega á tiltekin stað á flugvellinum þar sem farþegar og áhöfn beið á meðan Norwegian sendi aðra þotu til Írans frá Osló til þess að sækja farþega.

Þotan, sem ber skráninguna LN-BKE, lenti í Shiraz þann 14. desember

Í dag, 18 dögum síðar, er Boeing 737 MAX þotan enn í Shiraz þar sem mjög flókið er að fá að senda varahluti til Írans vegna viðskiptahaftanna en fjórtán flugfélög eru að finna í Íran sem öll hafa gamlar flugvélar sem margar hverjar eru ekki flughæfar vegna skorts á varahlutum vegna viðskiptabannsins.

Nauðsynlegt að skipta um hreyfil

Undantekningar eru þó gerðar er kemur að erlendum flugvélum sem hafa lent í Íran vegna bilunar en ferlið við að fá það í gegn auk pappírsvinnu getur verið flókið og langdregið.

Það hefur þó ekki verið látið reyna á það ennþá þar sem þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta á sér stað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

Norwegian sendi rétt fyrir áramót flugvirkja til Írans en í ljós hefur komið að ekki er enn búið að gera við flugvélina þar sem þeir varahlutir og efni sem þeir höfðu meðferðis hafa ekki dugað til og hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skipta um hreyfil og fá nýjan.

Vegna jólahátiðarinnar í vestrænum löndum og viðskiptabannsins er talið að það gæti liðið einhver tími þangað til að þotan getur hafið sig á loft og verið komin að nýju í umferð.

Boeing 737 MAX þotan er aðeins tveggja mánaða gömul en hún var afhent til Norwegian þann 29. október 2018.  fréttir af handahófi

Þriðja MC-21 tilraunarþotan komin úr samsetningu

25. desember 2018

|

Rússneski flugvélaframleiðandinn Irkut hefur lokið við samsetningu á þriðju eintakinu af MC-21 þotunni sem var færð yfir í tilraunarstöð á Jóladag þar sem vélin verður undirbúin fyrir flugprófanir.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

FedEx hættir við fraktflug til Kúbu

21. desember 2018

|

Vöruflutningarisinn FedEx hefur hætt við áform sín um að hefja fraktflug til Kúbu en flugfélagið FedEx Express hefur í þrjú ár reynt að fá leyfi fyrir flugi til Kúbu.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00