flugfréttir

737 MAX þota Norwegian föst í Íran í tæpar þrjár vikur

- Viðskiptaþvinganir á Íran gerir Norwegian erfitt fyrir

1. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:46

Flugvélaljósmyndari frá Íran náði þessari mynd af Boeing 737 MAX þotunni sem er aðeins tveggja mánaða gömul

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í landinu.

Þotan var í áætlunarflugi frá Dubai til Oslóar þann 14. desember sl. þegar upp kom bilun í örðum hreyfli vélarinnar og ákváðu flugmennirnir að lenda til öryggis á flugvellinum í borginni Shiraz í Íran en vandaamálið mátti rekja til bilunar í olíukerfi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugvél á vegum Norwegian lendir í Íran sem er undir ströngum viðskiptahöftum af hálfu Bandaríkjanna og annarra vestrænna landa.

Fyrir Norwegian þá er Íran langt í frá því að vera ákjósanlegt land til þess að lenda en sökum alvarleika bilunarinnar þá var ekkert annað í stöðunni að gera þar sem of langt var í næsta flugvöll sem var staðsettur í hentugra landi.

Strax við lendingu kom upp vandamál sem snéri að því að allar konur um borð þurftu að bera viðeigandi slæður að íslömskum sið ef þær ætluðu að fara frá borði og átti það einnig við kvenkyns áhafnarmeðlimi.

Þurfti því að færa farþega á tiltekin stað á flugvellinum þar sem farþegar og áhöfn beið á meðan Norwegian sendi aðra þotu til Írans frá Osló til þess að sækja farþega.

Þotan, sem ber skráninguna LN-BKE, lenti í Shiraz þann 14. desember

Í dag, 18 dögum síðar, er Boeing 737 MAX þotan enn í Shiraz þar sem mjög flókið er að fá að senda varahluti til Írans vegna viðskiptahaftanna en fjórtán flugfélög eru að finna í Íran sem öll hafa gamlar flugvélar sem margar hverjar eru ekki flughæfar vegna skorts á varahlutum vegna viðskiptabannsins.

Nauðsynlegt að skipta um hreyfil

Undantekningar eru þó gerðar er kemur að erlendum flugvélum sem hafa lent í Íran vegna bilunar en ferlið við að fá það í gegn auk pappírsvinnu getur verið flókið og langdregið.

Það hefur þó ekki verið látið reyna á það ennþá þar sem þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta á sér stað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

Norwegian sendi rétt fyrir áramót flugvirkja til Írans en í ljós hefur komið að ekki er enn búið að gera við flugvélina þar sem þeir varahlutir og efni sem þeir höfðu meðferðis hafa ekki dugað til og hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skipta um hreyfil og fá nýjan.

Vegna jólahátiðarinnar í vestrænum löndum og viðskiptabannsins er talið að það gæti liðið einhver tími þangað til að þotan getur hafið sig á loft og verið komin að nýju í umferð.

Boeing 737 MAX þotan er aðeins tveggja mánaða gömul en hún var afhent til Norwegian þann 29. október 2018.  fréttir af handahófi

Qantas vill ekki fleiri risaþotur

7. febrúar 2019

|

Ástralska flugfélagið Qantas hefur formlega hætt við pöntun í þær átta Airbus A380 risaþotur sem félagið átti eftir að taka við.

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

Þota frá United Express fór út af í lendingu í Maine

4. mars 2019

|

Fjórir hlutu meiðsl eftir að farþegaþota af gerðinni Embraer ERJ-145 rann út af flugbraut í lendingu á Northern Maine Regional flugvellinum í bænum Presque Isle í Maine í Bandaríkjunum nú síðdegis í d

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00