flugfréttir

737 MAX þota Norwegian föst í Íran í tæpar þrjár vikur

- Viðskiptaþvinganir á Íran gerir Norwegian erfitt fyrir

1. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 22:46

Flugvélaljósmyndari frá Íran náði þessari mynd af Boeing 737 MAX þotunni sem er aðeins tveggja mánaða gömul

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í landinu.

Þotan var í áætlunarflugi frá Dubai til Oslóar þann 14. desember sl. þegar upp kom bilun í örðum hreyfli vélarinnar og ákváðu flugmennirnir að lenda til öryggis á flugvellinum í borginni Shiraz í Íran en vandaamálið mátti rekja til bilunar í olíukerfi.

Þetta er í fyrsta sinn sem flugvél á vegum Norwegian lendir í Íran sem er undir ströngum viðskiptahöftum af hálfu Bandaríkjanna og annarra vestrænna landa.

Fyrir Norwegian þá er Íran langt í frá því að vera ákjósanlegt land til þess að lenda en sökum alvarleika bilunarinnar þá var ekkert annað í stöðunni að gera þar sem of langt var í næsta flugvöll sem var staðsettur í hentugra landi.

Strax við lendingu kom upp vandamál sem snéri að því að allar konur um borð þurftu að bera viðeigandi slæður að íslömskum sið ef þær ætluðu að fara frá borði og átti það einnig við kvenkyns áhafnarmeðlimi.

Þurfti því að færa farþega á tiltekin stað á flugvellinum þar sem farþegar og áhöfn beið á meðan Norwegian sendi aðra þotu til Írans frá Osló til þess að sækja farþega.

Þotan, sem ber skráninguna LN-BKE, lenti í Shiraz þann 14. desember

Í dag, 18 dögum síðar, er Boeing 737 MAX þotan enn í Shiraz þar sem mjög flókið er að fá að senda varahluti til Írans vegna viðskiptahaftanna en fjórtán flugfélög eru að finna í Íran sem öll hafa gamlar flugvélar sem margar hverjar eru ekki flughæfar vegna skorts á varahlutum vegna viðskiptabannsins.

Nauðsynlegt að skipta um hreyfil

Undantekningar eru þó gerðar er kemur að erlendum flugvélum sem hafa lent í Íran vegna bilunar en ferlið við að fá það í gegn auk pappírsvinnu getur verið flókið og langdregið.

Það hefur þó ekki verið látið reyna á það ennþá þar sem þetta er í fyrsta sinn sem atvik sem þetta á sér stað eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna.

Norwegian sendi rétt fyrir áramót flugvirkja til Írans en í ljós hefur komið að ekki er enn búið að gera við flugvélina þar sem þeir varahlutir og efni sem þeir höfðu meðferðis hafa ekki dugað til og hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að skipta um hreyfil og fá nýjan.

Vegna jólahátiðarinnar í vestrænum löndum og viðskiptabannsins er talið að það gæti liðið einhver tími þangað til að þotan getur hafið sig á loft og verið komin að nýju í umferð.

Boeing 737 MAX þotan er aðeins tveggja mánaða gömul en hún var afhent til Norwegian þann 29. október 2018.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga