flugfréttir

Qantas enn og aftur öruggasta flugfélag heims

- Flugslysalaus flugrekstur í 98 ár hjá flugfélaginu ástralska

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:08

Boeing 737 þotur Qantas

Qantas hefur verið útnefnt öruggasta flugfélag heims fyrir árið 2019 að mati fyrirtækisins Airlines Ratings sem hefur í mörg ár metið öryggi flugfélaga og gefið fyrirtækjum í flugiðnaðinum einkunn.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Qantas er valið öruggasta flugfélag heims því það hefur í nokkur ár trónað á toppi listans yfir þau öruggustu í heimi.

Það eru eflaust margir sem muna eftir atriðinu í kvikmyndinni um Regnmanninn þar sem Raymond Babbitt, sem leikinn var af Dustin Hoffman, neitaði að fljúga með bróður sínum til Las Vegas nema þó með þeirri undantekningu ef flugfélagið væri Qantas.

Vefsíðan Airlineratings.com tók fyrir 405 flugfélög og voru margir þættir sem höfðu áhrif á val listans en tekið var tillit til úttektar á öryggismálum hjá flugmálayfirvöldum, slysatíðni, fjölda alvarlegra atvika, aldur flugvéla í flugflota auk annarra atriða.

Skjáskot úr kvikmyndinni um Regnmanninn

Fram kemur að í 98 ára sögu Qantas hafi aldrei átt sér stað flugslys og þá hefur félaginu tekist með ótrúlegum hætti að halda úti nánast hreinum skjöldi er kemur að flugöryggi.

Hin flugfélögin nítján á listanum eru ekki flokkuð eftir öryggi heldur í stafrófsröð en þau flugfélög eru Air New Zealand, Alaska Airlines, ANA (All Nippon Airways), American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Cathay Pacific, Emirates, EVA Air, Finnair, Hawaiian Airlines, KLM, Lufthansa, Qatar Airways, SAS (Scandinavian), Singapore Airlines, SWISS International Air Lines, United Airlines, Virgin Atlantic og Virgin Australia.

SAS er meðal tuttugu öruggustu flugfélaga í heimi

Samkvæmt Geoffrey Thomas, ritstjóra Airlinesratings.com þá standa þessi flugfélög upp úr er kemur að flugöryggi og eru mörg þeirra brauðryðjendur í nýjungum og tækni í öryggismálum.

Wizz Air meðal öruggustu lágfargjaldafélaganna

Thomas segir að aðeins er tekið tillit til alvarlegra atvika við samantekt listans. „Öll flugfélög ganga í gegnum atvik þar sem eitthvað kemur upp á. En það er spurningin hvernig áhöfnin bregst við vandamálum sem endurspeglar þjálfun og um leið vel rekið flugfélag“, segir Thomas.

Þá tók Airline Ratings einnig saman topp 10 lista yfir öruggustu lágfargjaldarfélögin en þau eru Flybe, Frontier, HK Express, JetBlue, Jetstar Australia, Thomas Cook, Volaris, Vueling, Westjet og Wizz Air.

Að lokum var tekin saman stuttur listi yfir þau flugfélög sem skrapa botn listans en þau eru Ariana Afghan Airlines, Bluewing Airlines, Kam Air og Trigana Air Service.  fréttir af handahófi

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

VietJet staðfestir pöntun í 50 Airbus A321neo þotur

3. nóvember 2018

|

Airbus hefur fengið pöntun í fimmtíu Airbus A321neo þotur frá víetnamska lágfargjaldafélaginu VietJet Air en um er að ræða staðfesta pöntun í tengslum við samkomulag sem undirritað var á Farnborough-

United ætlar að fækka um eina flugfreyju í millilandaflugi

7. nóvember 2018

|

United Airlines ætlar að fækka flugfreyjum og flugþjónum um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi um einn flugliða í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00