flugfréttir

Qantas enn og aftur öruggasta flugfélag heims

- Flugslysalaus flugrekstur í 98 ár hjá flugfélaginu ástralska

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:08

Boeing 737 þotur Qantas

Qantas hefur verið útnefnt öruggasta flugfélag heims fyrir árið 2019 að mati fyrirtækisins Airlines Ratings sem hefur í mörg ár metið öryggi flugfélaga og gefið fyrirtækjum í flugiðnaðinum einkunn.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Qantas er valið öruggasta flugfélag heims því það hefur í nokkur ár trónað á toppi listans yfir þau öruggustu í heimi.

Það eru eflaust margir sem muna eftir atriðinu í kvikmyndinni um Regnmanninn þar sem Raymond Babbitt, sem leikinn var af Dustin Hoffman, neitaði að fljúga með bróður sínum til Las Vegas nema þó með þeirri undantekningu ef flugfélagið væri Qantas.

Vefsíðan Airlineratings.com tók fyrir 405 flugfélög og voru margir þættir sem höfðu áhrif á val listans en tekið var tillit til úttektar á öryggismálum hjá flugmálayfirvöldum, slysatíðni, fjölda alvarlegra atvika, aldur flugvéla í flugflota auk annarra atriða.

Skjáskot úr kvikmyndinni um Regnmanninn

Fram kemur að í 98 ára sögu Qantas hafi aldrei átt sér stað flugslys og þá hefur félaginu tekist með ótrúlegum hætti að halda úti nánast hreinum skjöldi er kemur að flugöryggi.

Hin flugfélögin nítján á listanum eru ekki flokkuð eftir öryggi heldur í stafrófsröð en þau flugfélög eru Air New Zealand, Alaska Airlines, ANA (All Nippon Airways), American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Cathay Pacific, Emirates, EVA Air, Finnair, Hawaiian Airlines, KLM, Lufthansa, Qatar Airways, SAS (Scandinavian), Singapore Airlines, SWISS International Air Lines, United Airlines, Virgin Atlantic og Virgin Australia.

SAS er meðal tuttugu öruggustu flugfélaga í heimi

Samkvæmt Geoffrey Thomas, ritstjóra Airlinesratings.com þá standa þessi flugfélög upp úr er kemur að flugöryggi og eru mörg þeirra brauðryðjendur í nýjungum og tækni í öryggismálum.

Wizz Air meðal öruggustu lágfargjaldafélaganna

Thomas segir að aðeins er tekið tillit til alvarlegra atvika við samantekt listans. „Öll flugfélög ganga í gegnum atvik þar sem eitthvað kemur upp á. En það er spurningin hvernig áhöfnin bregst við vandamálum sem endurspeglar þjálfun og um leið vel rekið flugfélag“, segir Thomas.

Þá tók Airline Ratings einnig saman topp 10 lista yfir öruggustu lágfargjaldarfélögin en þau eru Flybe, Frontier, HK Express, JetBlue, Jetstar Australia, Thomas Cook, Volaris, Vueling, Westjet og Wizz Air.

Að lokum var tekin saman stuttur listi yfir þau flugfélög sem skrapa botn listans en þau eru Ariana Afghan Airlines, Bluewing Airlines, Kam Air og Trigana Air Service.  fréttir af handahófi

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

Hætta við að panta fleiri Sukhoi-þotur í kjölfar flugslyss

6. maí 2019

|

Eitt rússneskt flugfélag hefur hætt við áform um að panta tíu Sukhoi Superjet 100 þotur til viðbótar en félagið tilkynnti um þetta í morgun, daginn eftir flugslys sem átti sér stað í gær er þota söm

FAA setur bann við öllu flugi til Venezúela

4. maí 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa bannað bandarískum flugfélögum að fljúga til Venezúela þar sem ástandið í landinu hefur versnað til muna upp á síðkastið og með daglegum uppþotum á götum út.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00