flugfréttir

Qantas enn og aftur öruggasta flugfélag heims

- Flugslysalaus flugrekstur í 98 ár hjá flugfélaginu ástralska

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:08

Boeing 737 þotur Qantas

Qantas hefur verið útnefnt öruggasta flugfélag heims fyrir árið 2019 að mati fyrirtækisins Airlines Ratings sem hefur í mörg ár metið öryggi flugfélaga og gefið fyrirtækjum í flugiðnaðinum einkunn.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Qantas er valið öruggasta flugfélag heims því það hefur í nokkur ár trónað á toppi listans yfir þau öruggustu í heimi.

Það eru eflaust margir sem muna eftir atriðinu í kvikmyndinni um Regnmanninn þar sem Raymond Babbitt, sem leikinn var af Dustin Hoffman, neitaði að fljúga með bróður sínum til Las Vegas nema þó með þeirri undantekningu ef flugfélagið væri Qantas.

Vefsíðan Airlineratings.com tók fyrir 405 flugfélög og voru margir þættir sem höfðu áhrif á val listans en tekið var tillit til úttektar á öryggismálum hjá flugmálayfirvöldum, slysatíðni, fjölda alvarlegra atvika, aldur flugvéla í flugflota auk annarra atriða.

Skjáskot úr kvikmyndinni um Regnmanninn

Fram kemur að í 98 ára sögu Qantas hafi aldrei átt sér stað flugslys og þá hefur félaginu tekist með ótrúlegum hætti að halda úti nánast hreinum skjöldi er kemur að flugöryggi.

Hin flugfélögin nítján á listanum eru ekki flokkuð eftir öryggi heldur í stafrófsröð en þau flugfélög eru Air New Zealand, Alaska Airlines, ANA (All Nippon Airways), American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Cathay Pacific, Emirates, EVA Air, Finnair, Hawaiian Airlines, KLM, Lufthansa, Qatar Airways, SAS (Scandinavian), Singapore Airlines, SWISS International Air Lines, United Airlines, Virgin Atlantic og Virgin Australia.

SAS er meðal tuttugu öruggustu flugfélaga í heimi

Samkvæmt Geoffrey Thomas, ritstjóra Airlinesratings.com þá standa þessi flugfélög upp úr er kemur að flugöryggi og eru mörg þeirra brauðryðjendur í nýjungum og tækni í öryggismálum.

Wizz Air meðal öruggustu lágfargjaldafélaganna

Thomas segir að aðeins er tekið tillit til alvarlegra atvika við samantekt listans. „Öll flugfélög ganga í gegnum atvik þar sem eitthvað kemur upp á. En það er spurningin hvernig áhöfnin bregst við vandamálum sem endurspeglar þjálfun og um leið vel rekið flugfélag“, segir Thomas.

Þá tók Airline Ratings einnig saman topp 10 lista yfir öruggustu lágfargjaldarfélögin en þau eru Flybe, Frontier, HK Express, JetBlue, Jetstar Australia, Thomas Cook, Volaris, Vueling, Westjet og Wizz Air.

Að lokum var tekin saman stuttur listi yfir þau flugfélög sem skrapa botn listans en þau eru Ariana Afghan Airlines, Bluewing Airlines, Kam Air og Trigana Air Service.  fréttir af handahófi

Stýrisstillar þotunnar virðast hafa verið í óeðlilegri stöðu

16. mars 2019

|

Flugslysasérfræðingar í Eþíópíu hafa fundið hluta af stélfleti Boeing 737 MAX þotu Ethiopian Airlines, sem fórst þann 10. mars sl. og kemur fram að stýrisstillar („trim“) á stélfletinum hafa verið í

Ný tíðni bætist við landsbylgjuna í sjónflugi

28. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur ákveðið að bæta við nýrri tíðni fyrir landið í óstjórnuðu loftrými en hingað til hefur aðeins ein landsbylgja verið í notkun á Íslandi í sjónflugi.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00