flugfréttir

Lufthansa mun ráða 500 nýja flugmenn í ár

- Yfir 5.500 starfsmenn verða ráðnir til Lufthansa Group árið 2019

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:03

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og í Belgíu.

Þótt um mikinn fjölda sé að ræða þá er þetta 2.500 færri starfsmenn en Lufthansa réð til starfa árið 2018 þegar 8.000 nýjir starfsmenn bættust við mannafla flugfélagsins.

Fram kemur að til stendur að ráða 3.000 flugfreyjur og flugþjóna sem staðsett verða m.a. hjá Lufthansa í Munchen og hjá SWISS International Air Lines í Zurich.

Til stendur að ráða um 500 nýja flugmenn sem munu fá þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training og einnig hjá European Flight Academy.

Lufthansa hefur í nokkur ár boðið upp á Lufthansa Cadet Pilot Program flugnámsleið þar sem hæfir umsækjendur eru valdir til þess að hefja samtvinnað atvinnuflugmannsnám.

Nýir flugmenn eru þjálfaðir hjá Lufthansa í Bremen og í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum og greiðir Lufthansa flugnámið á meðan á námi stendur en nemendur greiða til baka um 8 milljónir króna og eru um 40.000 krónur dregnar af laununum á mánuði er þeir hefja störf hjá Lufthansa sem aðstoðarflugmenn.

Þá verður starfsmönnum í ýmsum skrifstofustörfum fjölgað um 1.200 á þessu ári sem munu starfa í Frankfurt og Munchen og á fleiri starfsstöðvum víða um heim og þá verða 600 starfsmenn ráðnir í ár sem munu eingöngu starfa við að sjá um gæðaeftirlit í daglegum rekstri.

Lufthansa tekur við ráðningum í gegnum vefsíðuna www.be-lufthansa.com en í fyrra barst flugfélaginu 170.000 starfsumsóknir.

Árið 2018 störfuðu 135.000 starfsmenn hjá Lufthansa Group en um 32.000 af þeim starfa hjá Lufthansa en flugfélagið er stærsti atvinnurekandinn í Frankfurt á meðan Volkswagen er sá stærsti í Þýskalandi.  fréttir af handahófi

Samgönguráðuneyti ætlar að rannsaka vottun FAA á 737 MAX

19. mars 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna ætlar sér að hefja rannsókn á starfsemi bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) er kemur að vottunarferlinu sem fram fór á sínum tíma er Boeing 737 MAX þotan kom á markaði

Hljóðritinn úr Atlas Air þotunni fundinn

2. mars 2019

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að búið sé að finna annan svörtu kassanna úr Boeing 767 fraktþotu Atlas Air sem fórst í aðflugi að flugvel

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00