flugfréttir

Lufthansa mun ráða 500 nýja flugmenn í ár

- Yfir 5.500 starfsmenn verða ráðnir til Lufthansa Group árið 2019

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:03

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og í Belgíu.

Þótt um mikinn fjölda sé að ræða þá er þetta 2.500 færri starfsmenn en Lufthansa réð til starfa árið 2018 þegar 8.000 nýjir starfsmenn bættust við mannafla flugfélagsins.

Fram kemur að til stendur að ráða 3.000 flugfreyjur og flugþjóna sem staðsett verða m.a. hjá Lufthansa í Munchen og hjá SWISS International Air Lines í Zurich.

Til stendur að ráða um 500 nýja flugmenn sem munu fá þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training og einnig hjá European Flight Academy.

Lufthansa hefur í nokkur ár boðið upp á Lufthansa Cadet Pilot Program flugnámsleið þar sem hæfir umsækjendur eru valdir til þess að hefja samtvinnað atvinnuflugmannsnám.

Nýir flugmenn eru þjálfaðir hjá Lufthansa í Bremen og í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum og greiðir Lufthansa flugnámið á meðan á námi stendur en nemendur greiða til baka um 8 milljónir króna og eru um 40.000 krónur dregnar af laununum á mánuði er þeir hefja störf hjá Lufthansa sem aðstoðarflugmenn.

Þá verður starfsmönnum í ýmsum skrifstofustörfum fjölgað um 1.200 á þessu ári sem munu starfa í Frankfurt og Munchen og á fleiri starfsstöðvum víða um heim og þá verða 600 starfsmenn ráðnir í ár sem munu eingöngu starfa við að sjá um gæðaeftirlit í daglegum rekstri.

Lufthansa tekur við ráðningum í gegnum vefsíðuna www.be-lufthansa.com en í fyrra barst flugfélaginu 170.000 starfsumsóknir.

Árið 2018 störfuðu 135.000 starfsmenn hjá Lufthansa Group en um 32.000 af þeim starfa hjá Lufthansa en flugfélagið er stærsti atvinnurekandinn í Frankfurt á meðan Volkswagen er sá stærsti í Þýskalandi.  fréttir af handahófi

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Forstjóri Airbus segir orðspor FAA hafa orðið fyrir skaða

30. mars 2019

|

Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri Airbus, segir að áliti flugiðnaðarins og almennings á bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) hafi minnkað í kjölfar kyrrsetningarinnar á Boeing 737 MAX og þurfi

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

11. júní 2019

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00