flugfréttir

Lufthansa mun ráða 500 nýja flugmenn í ár

- Yfir 5.500 starfsmenn verða ráðnir til Lufthansa Group árið 2019

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:03

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári

Lufthansa Group gerir ráð fyrir að ráða um 5.500 nýja starfsmenn á þessu ári í Þýskalandi, Austurríki, Sviss og í Belgíu.

Þótt um mikinn fjölda sé að ræða þá er þetta 2.500 færri starfsmenn en Lufthansa réð til starfa árið 2018 þegar 8.000 nýjir starfsmenn bættust við mannafla flugfélagsins.

Fram kemur að til stendur að ráða 3.000 flugfreyjur og flugþjóna sem staðsett verða m.a. hjá Lufthansa í Munchen og hjá SWISS International Air Lines í Zurich.

Til stendur að ráða um 500 nýja flugmenn sem munu fá þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training og einnig hjá European Flight Academy.

Lufthansa hefur í nokkur ár boðið upp á Lufthansa Cadet Pilot Program flugnámsleið þar sem hæfir umsækjendur eru valdir til þess að hefja samtvinnað atvinnuflugmannsnám.

Nýir flugmenn eru þjálfaðir hjá Lufthansa í Bremen og í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum og greiðir Lufthansa flugnámið á meðan á námi stendur en nemendur greiða til baka um 8 milljónir króna og eru um 40.000 krónur dregnar af laununum á mánuði er þeir hefja störf hjá Lufthansa sem aðstoðarflugmenn.

Þá verður starfsmönnum í ýmsum skrifstofustörfum fjölgað um 1.200 á þessu ári sem munu starfa í Frankfurt og Munchen og á fleiri starfsstöðvum víða um heim og þá verða 600 starfsmenn ráðnir í ár sem munu eingöngu starfa við að sjá um gæðaeftirlit í daglegum rekstri.

Lufthansa tekur við ráðningum í gegnum vefsíðuna www.be-lufthansa.com en í fyrra barst flugfélaginu 170.000 starfsumsóknir.

Árið 2018 störfuðu 135.000 starfsmenn hjá Lufthansa Group en um 32.000 af þeim starfa hjá Lufthansa en flugfélagið er stærsti atvinnurekandinn í Frankfurt á meðan Volkswagen er sá stærsti í Þýskalandi.  fréttir af handahófi

Handboltalandsliðið á HM í Þýskalandi með Icelandair

9. janúar 2019

|

Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Lion Air hótar að fara í mál við rannsóknarnefnd flugslysa

29. nóvember 2018

|

Flugfélagið Lion Air hefur hótað því að fara í mál við Nurcahyo Utomo, yfirmann rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu, eftir að hann tilkynnti í gær að Boeing 737 MAX þotan, sem fórst eftir flugtak

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00