flugfréttir

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

- Segir að þyngdarhröðun hafi fest flugvélina í miðju sýningaratriði

11. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Andrew Hill mætti í fyrirmeðferð málsins í vikunni en aðalmeðferð hefst þann 16. janúar næstkomandi

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við réttarhöld sem fara fram vegna slyssins.

Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í átta vikur og gæti flugmaðurinn átt yfir höfðu sér ákæru fyrir að hafa orðið ellefu manns að bana á jörðu niðri og einnig fyrir að hafa brotið reglur og lög í fluginu er kemur að starfrækslu loftfara.

Andrew, sem lá í dái í nokkrar vikur í kjölfar slyssins, hefur sagt að hann missti stjórn á orrustuþotunni er hann var að framkvæmda svokallað „loop-the-loop“ atriði vegna áhrifa frá þyngdarhröð vélarinnar
(G-force) og náði hann því ekki að koma sér út úr þeirra stöðu sem þotan var í með þeim afleiðingum að hún brotlenti á A27 hraðbrautinni skammt frá sýningarsvæðinu.

Í fyrirmeðferð málsins sem fram fór í vikunni greindi dómari frá því að aðalmálsmeðferð málsins mun ganga út á að komast að því hvort að um glæfraskap Andrew hafi verið að ræða eða hvort að hann hafi ekki náð tökum á flugvélinni vegna þyngdarhröðunarinnar.

Andrew Hill slasaðist töluvert og lá í dái í nokkrar vikur á sjúkrahúsi eftir slysið

Simon Ringrose, saksóknari í málinu, segir að Andrew hafi flogið of lágt og ekki með nógu mikið afl þegar hann byrjaði að fara í lykkjuna við upphaf atriðsins sem fór svo úr böndunum.

Þess má geta að breska listflugssveitin Rauðu örvarnar neituðu að taka þátt í Shoreham Airshow flugsýningunni árið 2015 á þeim forsendum að enginn staður sé nálægt flugvellinum til að nauðlenda ef eitthvað bregður út af án þess að valda slysi.

Meðal þeirra sem létustu voru ökumenn í bílum, á mótorhjólum, hjólreiðamenn og áhorfendur en mikið eldhaf braust út eftir slysið.   fréttir af handahófi

Tvær þotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri yfir Spáni

1. nóvember 2018

|

Tvær farþegaþotur frá Ryanair fóru of nálægt hvor annarri er þær voru í farflugshæð yfir norðurhluta Spánar fyrr í þessum mánuði.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

Kaupa tuttugu notaðar Boeing 767 þotur frá American Airlines

20. desember 2018

|

Fyrirtækið Air Transport Services Group (ATSG) hefur gert samning um kaup á 20 notuðum breiðþotum af gerðinni Boeing 767-300ER frá American Airlines.

  Nýjustu flugfréttirnar

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Boeing 777-200LR send í niðurrif í fyrsta sinn

18. janúar 2019

|

Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00