flugfréttir

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

- Segir að þyngdarhröðun hafi fest flugvélina í miðju sýningaratriði

11. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Andrew Hill mætti í fyrirmeðferð málsins í vikunni en aðalmeðferð hefst þann 16. janúar næstkomandi

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við réttarhöld sem fara fram vegna slyssins.

Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í átta vikur og gæti flugmaðurinn átt yfir höfðu sér ákæru fyrir að hafa orðið ellefu manns að bana á jörðu niðri og einnig fyrir að hafa brotið reglur og lög í fluginu er kemur að starfrækslu loftfara.

Andrew, sem lá í dái í nokkrar vikur í kjölfar slyssins, hefur sagt að hann missti stjórn á orrustuþotunni er hann var að framkvæmda svokallað „loop-the-loop“ atriði vegna áhrifa frá þyngdarhröð vélarinnar
(G-force) og náði hann því ekki að koma sér út úr þeirra stöðu sem þotan var í með þeim afleiðingum að hún brotlenti á A27 hraðbrautinni skammt frá sýningarsvæðinu.

Í fyrirmeðferð málsins sem fram fór í vikunni greindi dómari frá því að aðalmálsmeðferð málsins mun ganga út á að komast að því hvort að um glæfraskap Andrew hafi verið að ræða eða hvort að hann hafi ekki náð tökum á flugvélinni vegna þyngdarhröðunarinnar.

Andrew Hill slasaðist töluvert og lá í dái í nokkrar vikur á sjúkrahúsi eftir slysið

Simon Ringrose, saksóknari í málinu, segir að Andrew hafi flogið of lágt og ekki með nógu mikið afl þegar hann byrjaði að fara í lykkjuna við upphaf atriðsins sem fór svo úr böndunum.

Þess má geta að breska listflugssveitin Rauðu örvarnar neituðu að taka þátt í Shoreham Airshow flugsýningunni árið 2015 á þeim forsendum að enginn staður sé nálægt flugvellinum til að nauðlenda ef eitthvað bregður út af án þess að valda slysi.

Meðal þeirra sem létustu voru ökumenn í bílum, á mótorhjólum, hjólreiðamenn og áhorfendur en mikið eldhaf braust út eftir slysið.   fréttir af handahófi

Airbus hefur misst pantanir í 103 þotur frá áramótum

8. mars 2019

|

Mikill fjöldi afpantana í nýjar þotur hjá Airbus hefur haft mikil áhrif á heildarfjölda þeirra flugvéla sem búið var að panta hjá framleiðandanum og hefur pöntunarlistinn því dregist saman þónokkuð.

Gleymdu að loka glugga í stjórnklefa fyrir flugtak

23. desember 2018

|

Breiðþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Turkish Airlines þurfti að hætta við flugtak á flugvellinum í Jóhannesarborg þann 19. desember sl. eftir að flugmennirnir áttuðu sig á því að þeir höfðu gley

Leyfði flugmanni sem hafði ekki réttindi á þotu að taka flugtakið

26. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að óhæfur flugmaður, sem hafði ekki réttindi á þotu, hafi setið í sæti aðstoðarflugmannsins á Embraer ERJ-190 þotu flugfélagsins AeroMexico og verið við s

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00