flugfréttir

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

- Segir að þyngdarhröðun hafi fest flugvélina í miðju sýningaratriði

11. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 15:08

Andrew Hill mætti í fyrirmeðferð málsins í vikunni en aðalmeðferð hefst þann 16. janúar næstkomandi

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við réttarhöld sem fara fram vegna slyssins.

Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í átta vikur og gæti flugmaðurinn átt yfir höfðu sér ákæru fyrir að hafa orðið ellefu manns að bana á jörðu niðri og einnig fyrir að hafa brotið reglur og lög í fluginu er kemur að starfrækslu loftfara.

Andrew, sem lá í dái í nokkrar vikur í kjölfar slyssins, hefur sagt að hann missti stjórn á orrustuþotunni er hann var að framkvæmda svokallað „loop-the-loop“ atriði vegna áhrifa frá þyngdarhröð vélarinnar
(G-force) og náði hann því ekki að koma sér út úr þeirra stöðu sem þotan var í með þeim afleiðingum að hún brotlenti á A27 hraðbrautinni skammt frá sýningarsvæðinu.

Í fyrirmeðferð málsins sem fram fór í vikunni greindi dómari frá því að aðalmálsmeðferð málsins mun ganga út á að komast að því hvort að um glæfraskap Andrew hafi verið að ræða eða hvort að hann hafi ekki náð tökum á flugvélinni vegna þyngdarhröðunarinnar.

Andrew Hill slasaðist töluvert og lá í dái í nokkrar vikur á sjúkrahúsi eftir slysið

Simon Ringrose, saksóknari í málinu, segir að Andrew hafi flogið of lágt og ekki með nógu mikið afl þegar hann byrjaði að fara í lykkjuna við upphaf atriðsins sem fór svo úr böndunum.

Þess má geta að breska listflugssveitin Rauðu örvarnar neituðu að taka þátt í Shoreham Airshow flugsýningunni árið 2015 á þeim forsendum að enginn staður sé nálægt flugvellinum til að nauðlenda ef eitthvað bregður út af án þess að valda slysi.

Meðal þeirra sem létustu voru ökumenn í bílum, á mótorhjólum, hjólreiðamenn og áhorfendur en mikið eldhaf braust út eftir slysið.   fréttir af handahófi

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00