flugfréttir

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

- Eftir tvo mánuði verða 5 ár liðin frá því malasíska farþegaþotan hvarf

12. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:48

Þann 8. mars verða komin fimm ár síðan að malasíska farþegaþotan hvarf sporlaust á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 manns um borð

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann 8. mars árið 2014 en eftir tæpa tvo mánuði verða komin 5 ár síðan að Boeing 777 þotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Þá fara aðstandendur þeirra 239 sem voru um borð í flugi MH370 fram á að Boeing fjármagni nýja leit en Airbus segir í viðtali við The Weekend Australian að flugvélaframleiðandinn evrópski hafi sett 1.6 milljarð króna í leitina að flaki Airbus A330 breiðþotu Air France sem fórst árið 2009 á leið frá Rio de Janeiro til Parísar.

Flak Air France, flugs AF447, fannst tveimur árum síðar á hafsbotni í Atlantshafinu en í mars verða fimm ár liðin frá því að flug MH370 hvarf og segir Airbus að Boeing hafi svipuðum skyldum að gegna hvað varðar leitina að flugi MH370.

„Það er mikilvægt fyrir allan flugiðnaðinn að draga eins mikinn lærdóm af hverju flugslysi og hægt er með því að skilja og finna út úr hver orsökin var í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að slíkt geti endurtekið sig“, segir talsmaður Airbus.

Frá blaðamannafundi nýlega þar sem staðfest var að 5 hlutir sem
fundust í nóvember tilheyri flugi MH370

Rétt eftir áramót var staðfest að brak úr flugvélinni, fimm brot sem fundust við strendur Madagascar, séu úr flugi MH370 en þrátt fyrir það hafa stjórnvöld ekki tilkynnt um að sú staðfesting sé tilefni til að hefja leit að nýju.

„Þetta ár er árið sem eitthvað þarf að gerast“, segir Danica Weeks en eiginmaður hennar, Paul Weeks, var meðal þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni og segir hún að Boeing ætti að fjármagna nýja leit að flugvélinni.

Talsmaður Boeing segir að framleiðandinn hafi fjármagnað tæknilega aðstoð við leitina og aðstoðað flugslysasérfræðinga frá upphafi. Þá segir Boeing að ef nýjar áreiðanlegar vísbendingar koma upp á yfirborðið að þá muni leit hefjast að nýju og Boeing aðstoða við þá leit með ráðgjöf og þjónustu.

Handviss um að þotunni var flogið af leið vísvitandi

Stjórnvöld í Ástralíu vörðu 17,2 milljörðum króna í leit að flugvélinni á tveimur árum og var leitað á svæði sem er stærra en flatarmál Íslands en án árangurs.

Kok Soo Chon, yfirmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Malasíu, segir að það sé ómögulegt að komast að því hvað varð um flugvélina ef flak hennar og flugritarnir koma ekki í leitirnar.

John Cox, sérfræðingur í flugöryggismálum og fyrrverandi flugstjóri, segist vera handviss um að flugvélinni hafi verið vísvitandi flogið af leið er hún tók beygju til vesturs í átt að Andamanhafinu rétt eftir að síðustu orðin frá áhöfn vélarinnar voru sögð: „Good night, Malaysian three seven zero“. Cox telur sennilegast að flugstjóri þotunnar, Zaharie Ahmad Shah, sé ábyrgur fyrir hvarfi þotunnar

Þá eru flugmennirnir Mike Keane, yfirflugstjóri hjá easyJet, Simon Hardy, flugstjóri á Boeing 777 hjá British Airways, Byron Bailey og Larry Vence rannsóknarsérfræðingur flugslysa í Kanada, allir á því máli að malasísku flugvélina sé að finna á hafsbotni rétt suðvestur af því leitarsvæði sem leitin fór fram á.

Hinsvegar telur David Griffin, haffræðingur og sérfræðingur í hafstraumum, líklegt að flug MH370 hafi farið í sjóinn skammt austur af ströndum Afríku.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga