flugfréttir

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

- Verður framleidd án aðkomu Rússa - Dótturfélag Boeing mun aðstoða

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:24

Antonov An-124 fraktþota á Keflavíkurflugvelli þann 13. desember árið 2015

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetríkjanna.

Svo gæti farið að samsetning á fyrstu Antonov An-124 þotunni hefjast fyrir árslok 2019 að sögn Sergei Omelchenko, yfirmanns varnarmálafyrirtækisins Ukroboronprom, sem er í eigu úkraínska ríkisins.

Sergei segir að viðræður standi nú yfir við nokkur fyrirtæki erlendis um framleiðsluna og tekur Sergei fram að þotan verði framleidd á ný án aðkomu Rússa.

„Við erum að leggja lokahönd á undirbúning og erum að koma verkfræðingum og hönnuðum í startholurnar og vonandi verður hægt að byrja á að smíða fyrsta eintakið á þessu ári“, segir Sergei.

Antonov An-124 var framleidd frá árinu 1982 til 2004

Fram kemur að Antonov muni fá aðstoð frá bandaríska fyrirtækinu Aviall, sem er dótturfélag Boeing, við aðstoð á framleiðslu á íhlutum í An-148 þotuna en margir hlutir í þotunni voru smíðaðir í Rússlandi.

Antonov An-148 er ein af stærstu fraktflugvélum heims en 55 eintök voru smíðuð frá árunum 1982 til 2004 en af þeim eru 26 flugvélar enn í umferð í dag og notaðar um allan heim við flutning á þungum varningi en tvær þotur hafa verið í notkun af NATO í tengslum við SALIS verkefnið.

Rússar og Úkraínumenn ákváðu árið 2008 að hefja aftur samstarf við framleiðslu á An-148 en rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation tilkynnti ári síðar að Rússar ætluðu að draga sig úr framleiðslunni.

Í dag telja Rússar sig eiga framleiðsluréttinn á Antonov An-124 og hefur rússneski herinn tilkynnt að þotan sé ekki eign Úkraínu og hafi þeir ekki rétt til þess að hefja framleiðsluna á ný.  fréttir af handahófi

Kyrrsettar MAX-þotur ferjaðar í geymslu til Moses Lakes

22. júní 2019

|

Boeing er byrjað að færa nýjar Boeing 737 MAX þotur í geymslu á Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-fylki þar sem flugvélaframleiðandinn er orðin uppiskroppa með geymslurými á Seattl

Ákváðu að sleppa MAX-nafninu í yfirlýsingu um pöntun

20. júní 2019

|

Svo virðist sem að British Airways hafi komið af stað umræðum varðandi framtíð MAX vörumerkisins eftir að flugfélagið breska tilkynnti um fyrirhugaða pöntun í 200 Boeing 737 MAX þotur í vikunni en Br

Fyrirmæli vegna möguleika á sprungum í vængjum á A380

8. júlí 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið út fyrirmæli þar sem nokkrum flugfélögum er gert að framkvæma skoðanir á alls 25 Airbus A380 risaþotum í kjölfar þess að sprungur uppgötvuðust í væng á no

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00