flugfréttir

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

- Verður framleidd án aðkomu Rússa - Dótturfélag Boeing mun aðstoða

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:24

Antonov An-124 fraktþota á Keflavíkurflugvelli þann 13. desember árið 2015

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetríkjanna.

Svo gæti farið að samsetning á fyrstu Antonov An-124 þotunni hefjast fyrir árslok 2019 að sögn Sergei Omelchenko, yfirmanns varnarmálafyrirtækisins Ukroboronprom, sem er í eigu úkraínska ríkisins.

Sergei segir að viðræður standi nú yfir við nokkur fyrirtæki erlendis um framleiðsluna og tekur Sergei fram að þotan verði framleidd á ný án aðkomu Rússa.

„Við erum að leggja lokahönd á undirbúning og erum að koma verkfræðingum og hönnuðum í startholurnar og vonandi verður hægt að byrja á að smíða fyrsta eintakið á þessu ári“, segir Sergei.

Antonov An-124 var framleidd frá árinu 1982 til 2004

Fram kemur að Antonov muni fá aðstoð frá bandaríska fyrirtækinu Aviall, sem er dótturfélag Boeing, við aðstoð á framleiðslu á íhlutum í An-148 þotuna en margir hlutir í þotunni voru smíðaðir í Rússlandi.

Antonov An-148 er ein af stærstu fraktflugvélum heims en 55 eintök voru smíðuð frá árunum 1982 til 2004 en af þeim eru 26 flugvélar enn í umferð í dag og notaðar um allan heim við flutning á þungum varningi en tvær þotur hafa verið í notkun af NATO í tengslum við SALIS verkefnið.

Rússar og Úkraínumenn ákváðu árið 2008 að hefja aftur samstarf við framleiðslu á An-148 en rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation tilkynnti ári síðar að Rússar ætluðu að draga sig úr framleiðslunni.

Í dag telja Rússar sig eiga framleiðsluréttinn á Antonov An-124 og hefur rússneski herinn tilkynnt að þotan sé ekki eign Úkraínu og hafi þeir ekki rétt til þess að hefja framleiðsluna á ný.  fréttir af handahófi

Korean Air stefnir á aukið millilandaflug á ný

11. maí 2020

|

Korean Air hefur tilkynnt að félagið mun hægt og rólega hefja aftur millilandaflug frá og með 1. júní næstkomandi þar sem einhver lönd eru að byrja að opna aftur landamæri sín með afléttingu á ferða

Armenía stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag

15. júní 2020

|

Ríkisstjórnin í Armeníu stefnir á að stofna nýtt ríkisflugfélag til þess að efla flugsamgöngur til og frá landinu og einnig til þess að þurfa ekki að reiða sig eins mikið á þau erlendu flugfélög sem

Fyrsti taprekstur Singapore Airlines í 48 ár

17. maí 2020

|

Singapore Airlines hefur tilkynnt um sitt fyrsta tap í rekstri í næstum hálfa öld sem er rakið til þeirra áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á félagið en Singapore Airlines hefur verið reki

  Nýjustu flugfréttirnar

American íhugar að hætta við á annan tug 737 MAX flugvéla

13. júlí 2020

|

American Airlines er að íhuga að hætta við hluta af pöntun sinni í Boeing 737 MAX vélarnar og hefur staðan því breyst töluvert þar sem að aðeins eru tvær vikur síðan að flugfélagið bandaríska lýsti

Yfir 80 starfsmönnum hjá Ryanair í Belgíu sagt upp

9. júlí 2020

|

Ryanair hefur ákveðið að segja upp 40 flugmönnum og fjörutíu flugfreyjum og flugþjónum í Belgíu.

LEVEL France hættir starfsemi

9. júlí 2020

|

Flugfélagasamsteypan IAG (International Airlines Group) tilkynnti í gær að dótturfélagið LEVEL France myndi hætta starfsemi sinni.

Flugþjóns frá PIA saknað eftir viðdvöl í Toronto

9. júlí 2020

|

Ekkert hefur spurst til flugþjóns frá Pakistan International Airlines (PIA) sem saknað hefur verið eftir að áhöfn flugfélagsins pakistanska hafði viðdvöl í Toronto í Kanada.

Air Namibía svipt leyfi til þess að fljúga farþegaflug

9. júlí 2020

|

Ríkisstjórn Namibíu hefur svipt flugfélaginu Air Namibia leyfi til þess að fljúga áætunarflug og leiguflug með farþega þar sem að félagið hefur ekki náð að afla nægilegs fjármagns til þess að sína fr

Air Mauritius auglýsir fimm farþegaþotur til sölu

8. júlí 2020

|

Flugfélagið Air Mauritius hefur sett á sölu fimm farþegaþotur og er óskað eftir tilboðum í þoturnar.

United gæti þurft að segja upp 36.000 starfsmönnum í haust

8. júlí 2020

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að félagið þyrfti mögulega að grípa til risahópuppsagna þar sem kórónaveirufaraldurinn er farinn að hafa verulega slæm áhrif á rekstur félagsin

Kjarasamningur við flugfreyjur felldur í atkvæðagreiðslu

8. júlí 2020

|

Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair, sem eru félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands, hafa fellt þann kjarasamning sem skrifað var undir í lok júní en atkvæðagreiðsla tók við í kjölfar samningsins og

El Al ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast

8. júlí 2020

|

Ríkisstjórnin í Ísrael ætlar sér að taka við rekstri flugfélagsins El Al Israel Airlines og verður flugfélagið ríkisvætt þangað til að nýir fjárfestar finnast.

Nýtt vandamál með Trent 1000 hreyfilinn frá Rolls-Royce

7. júlí 2020

|

Nýtt vandamál virðist vera komið upp með Trent 1000 hreyflana frá Rolls-Royce sem bætist ofan á fyrri viðvarandi vandamál sem hafa hrjáð hreyflana og Dreamliner-þoturnar sem þeir voru hannaðir fyrir

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00