flugfréttir

Vilja flugvöllinn burt og byggja 6.600 hús á svæðinu

- Fjórir flugskólar og á annan tug fyrirtækja með aðsetur á Retford-flugvelli

24. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:38

Kennsluflugvélar Gamston Flying School flugskólans

Flugsamfélagið í Retford á Englandi og nærliggjandi héröðum berst nú fyrir tilvist Retford Gamston-flugvallarins en bæjarráðið á svæðinu auk héraðsráðsins í Bassetlaw hefur gert deiliskipulag og drög að nýrri byggð sem til stendur að reisa á því svæði þar sem flugvöllurinn er í dag.

Retford Gamston-flugvöllur, sem er 77 ára gamall, er aðallega notaður af einkaflugmönnum en fjölbreytt starfsemi er á flugvellinum og þar á meðal fjórir flugskólar og þar af tveir sem kenna þyrluflug, flugvallarþjónustur, fyrirtæki sem sjá um skoðanir, vottanir, ljósa- og merkingar fyrir flugvelli auk flugvallarkaffihúss og fjölda annarra fyrirtækja í fluginu.

Héraðsráðið í Bassetlaw í Nottinghamshire hefur gefið frá sér drög að skipulagi sem vonast er að verði samþykkt árið 2021 en í skýrslu kemur fram að hentugra sé að nota landsvæðið í nytsamlegri tilgangi en fyrir flugvöll og reisa þar nýtt hverfi.

Kennsluflugvélar í stæðum á Retford Gamston-flugvellinum

Fram kemur að til stendur að reisa 6.630 íbúðarhús á svæðinu á næstu 17 árum ef tillagan nær fram að ganga en frestur til að koma með athugasemdir rennur út þann 10. mars næstkomandi.

„Þetta er flugvöllur sem er tillölulega smár með nokkrum fyrirtækjum sem starfa í fluginu en þótt að þau þyrftu að hverfa á braut við breytingarnar þá myndi nýtt hverfi skapa ný tækifæri og ný störf“, segir í skýrslunni.

Ellefu ný flugskýli er að finna á flugvellinum

Um 100 flugvélar eru staðsettar á Retford Gamston-flugvellinum og nýverið var lokið við að reisa ellefu ný flugskýli sem tekin voru í notkun á dögunum með heildarflatarmál upp á 12.300 fermetra en meðal kennsluvéla hjá flugskólunum fjórum á staðnum eru vélar af gerðinni Diamond DA42, Cessna 152, Piper PA28 Warrior, Piper Arrow, Grumman GA7 Cougar og fleiri.

„Við höfum ellefu flugskýli hérna sem eru 33 x 25 metrar á stærð með hurðum sem eru 5,6 metrar á hæð og geta þau skýli því hýst ýmsar gerðir af flugvélum, bæði fislflugvélar, litlar tveggja hreyfla farþegavélar, skrúfuþotur og þyrlur“, segir á vefsíðu flugvallarins.

Flugvallarkaffihúsið The Apron Café

Meðal fyrirtækja sem þyrftu frá að hverfa ef ákveðið verður að reisa byggð á flugvallarlandinu eru:

Gamston Flying School
True Airspeed Flight Training
Kuku (Helicopter Flight Training)
The Apron Café (Flugvallarkaffihús)
Reach Aerospace - (Flugvallarþjónusta)
Radiola Aerospace - (Flugskoðanir, vottun, flugfjarskipti, ljósakerfi fyrir flugbrautir)
ALH Skytrain - (Flugskóli)

Retford Gamston-flugvöllurinn var reistur af breska flughernum í seinni heimstyrjöldinni árið 1942 og hefur hann verið starfræktur alla götur síðan og hlotið meðal annars „Airport of the Year“ verðlaunin af AOPA í Bretlandi fyrir framúrskarandi þjónustu í einkaflugi, hagstæð afgreiðslugjöld og vinalegt umhverfi.

Flugvélar í einu af flugskýlunum ellefu á Retford-flugvellinum



Kort með tillögu að nýju skipulagi fyrir flugvallarsvæðið







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga