flugfréttir

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

- Telja að Boeing 797 muni henta betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR

31. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Boeing segir að þotan muni henta flugfélögum betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR sem Airbus íhugar að koma með á markað en Airbus segist ekki hafa mikla trú á velgengni Boeing 797.

Þetta segir Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, og nefndi hann einnig nokkrar ástæður fyrir því að Boeing sér fram á að góður markaður er fyrir fyrirhugaða þotu sem er ætlað að koma á markaðinn eftir 6 ár.

Muilenberg segir að verið sé að ganga frá viðskiptaáætlun og greiningu áður en ákvörðunin verður tekin og segir hann að það verði gert á þessu ári.

Þotunni er ætlað að leysa bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 en stjórn Boeing mun á næstunni taka ákvörðun um hvort að Boeing 797 verður að veruleika en fyrst fer ferli í gang þar sem hönnuðir og yfirverkfræðingar þurfa að sýna ítarlegar upplýsingar um þotuna, afkastagetu hennar og eiginleika og þá fara fram viðræður við þau flugfélög sem myndu vilja fá fyrstu eintökin.

Þetta ferli nefnist „authority to offer“ en næst tekur við, árið 2020, önnur samþykkt sem nefnist „authority to launch“ sem mun gefa Boeing leyfi til þess að hefja framleiðslu á fyrsta eintakinu.

Fram kemur að Boeing verði að halda áætlun þar sem takmarkið er að Boeing 797 komi á markað árið 2025 en á sama tíma er gert ráð fyrir að framleiðslan á Boeing 777X verði búin að ná þeim „þroska“ að framleiðandinn ætti að eiga auðvelt með að vinna í báðum verkefnunum ef byrjunarörðuleikar koma upp á í framleiðslunni á Boeing 797.  fréttir af handahófi

Helmingur allra flugmanna hjá SAS á eftirlaun innan 10 ára

19. nóvember 2018

|

Um 700 flugmenn hjá SAS munu láta af störfum sökum aldurs á næstu 10 árum og er það um helmingi fleiri en hafa látið af störfum sl. áratug.

Lion Air hótar að fara í mál við rannsóknarnefnd flugslysa

29. nóvember 2018

|

Flugfélagið Lion Air hefur hótað því að fara í mál við Nurcahyo Utomo, yfirmann rannsóknarnefndar flugslysa í Indónesíu, eftir að hann tilkynnti í gær að Boeing 737 MAX þotan, sem fórst eftir flugtak

Hawaiian Airlines kveður Boeing 767 þotuna

7. janúar 2019

|

Hawaiian Airlines flaug í dag sitt síðasta flug með Boeing 767 og hefur félagið því nú hætt öllu áætlunarflugi með þeirri tegund af farþegaþotu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00