flugfréttir

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

- Telja að Boeing 797 muni henta betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR

31. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Boeing segir að þotan muni henta flugfélögum betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR sem Airbus íhugar að koma með á markað en Airbus segist ekki hafa mikla trú á velgengni Boeing 797.

Þetta segir Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, og nefndi hann einnig nokkrar ástæður fyrir því að Boeing sér fram á að góður markaður er fyrir fyrirhugaða þotu sem er ætlað að koma á markaðinn eftir 6 ár.

Muilenberg segir að verið sé að ganga frá viðskiptaáætlun og greiningu áður en ákvörðunin verður tekin og segir hann að það verði gert á þessu ári.

Þotunni er ætlað að leysa bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 en stjórn Boeing mun á næstunni taka ákvörðun um hvort að Boeing 797 verður að veruleika en fyrst fer ferli í gang þar sem hönnuðir og yfirverkfræðingar þurfa að sýna ítarlegar upplýsingar um þotuna, afkastagetu hennar og eiginleika og þá fara fram viðræður við þau flugfélög sem myndu vilja fá fyrstu eintökin.

Þetta ferli nefnist „authority to offer“ en næst tekur við, árið 2020, önnur samþykkt sem nefnist „authority to launch“ sem mun gefa Boeing leyfi til þess að hefja framleiðslu á fyrsta eintakinu.

Fram kemur að Boeing verði að halda áætlun þar sem takmarkið er að Boeing 797 komi á markað árið 2025 en á sama tíma er gert ráð fyrir að framleiðslan á Boeing 777X verði búin að ná þeim „þroska“ að framleiðandinn ætti að eiga auðvelt með að vinna í báðum verkefnunum ef byrjunarörðuleikar koma upp á í framleiðslunni á Boeing 797.  fréttir af handahófi

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00