flugfréttir

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

- Telja að Boeing 797 muni henta betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR

31. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Boeing segir að þotan muni henta flugfélögum betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR sem Airbus íhugar að koma með á markað en Airbus segist ekki hafa mikla trú á velgengni Boeing 797.

Þetta segir Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, og nefndi hann einnig nokkrar ástæður fyrir því að Boeing sér fram á að góður markaður er fyrir fyrirhugaða þotu sem er ætlað að koma á markaðinn eftir 6 ár.

Muilenberg segir að verið sé að ganga frá viðskiptaáætlun og greiningu áður en ákvörðunin verður tekin og segir hann að það verði gert á þessu ári.

Þotunni er ætlað að leysa bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 en stjórn Boeing mun á næstunni taka ákvörðun um hvort að Boeing 797 verður að veruleika en fyrst fer ferli í gang þar sem hönnuðir og yfirverkfræðingar þurfa að sýna ítarlegar upplýsingar um þotuna, afkastagetu hennar og eiginleika og þá fara fram viðræður við þau flugfélög sem myndu vilja fá fyrstu eintökin.

Þetta ferli nefnist „authority to offer“ en næst tekur við, árið 2020, önnur samþykkt sem nefnist „authority to launch“ sem mun gefa Boeing leyfi til þess að hefja framleiðslu á fyrsta eintakinu.

Fram kemur að Boeing verði að halda áætlun þar sem takmarkið er að Boeing 797 komi á markað árið 2025 en á sama tíma er gert ráð fyrir að framleiðslan á Boeing 777X verði búin að ná þeim „þroska“ að framleiðandinn ætti að eiga auðvelt með að vinna í báðum verkefnunum ef byrjunarörðuleikar koma upp á í framleiðslunni á Boeing 797.  fréttir af handahófi

JetBlue pantar Airbus A321XLR

21. júní 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur bæst í hóp þeirra flugfélaga sem hafa pantað Airbus A321XLR þotuna en félagið hefur ákveðið að breyta pöntun í þrettán Airbus A320neo þotur yfir í A321XLR.

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

Manston-flugvöllur mun opna aftur í stað 3.700 nýrra íbúða

8. júlí 2019

|

London mun að öllum líkindum aftur verða „sjö flugvalla borg“ þar sem til stendur að taka aftur í notkun Manston-flugvöllinn sem lokaði árið 2014.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í