flugfréttir

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

- Bann sem var samþykkt með 2 ára aðlögunartíma tekur strax í gildi

1. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Kínverskir flugmenn geta nú ekki lengur fengið sér sígarettu í innanlandsflugi í stjórnklefanum

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk stjórnvöld samþykktu í október árið 2017.

Flugmálayfirvöld í Kína gáfu frá sér yfirlýsingu í seinustu viku þar sem tilkynnt var um að bannið myndi taka strax í gildi en upphaflega var gert ráð fyrir 2 ára aðlögunnartíma og átti bannið að taka í gildi í október í haust.

Áhafnarmeðlimir sem brjóta af sér við fyrsta brot eiga yfir höfði sér að fá ekki að fljúga í 12 mánuði og sá hinn sami sem staðinn er að því að brjóta ítrekað af sér með því að reykja í stjórnklefanum gæti lent í 36 mánaða flugbanni.

Kínversk flugfélög eru hvött til þess að framkvæma reglulega skoðun á því hvort að einhver í áhöfninni sé að stelast til þess að reykja í stjórnklefanum og tilkynna brotið tafarlaust eftir flugið en hörðum refsingum verður beitt ef reykingar í stjórnklefa orsaka alvarlegt atvik.

Ákveðið var að flýta banninu í kjölfar atvika sem upp hafa komið en í júlí í fyrra var flugmaður hjá Air China sem stalst til þess að nota rafsígarettu og slökkti hann óvart á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður sem orsakaði neyðarlækkun úr 35.000 fetum niður í 10.000 fet og féllu niður súrefnisgrímur.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) bannaði reykingar um borð í flugi fyrir tveimur áratugum síðan eða árið 1999 af heilsufarsástæðum og voru nánast öll flugfélög í heiminum sem ákváðu að framfylgja banninu tafarlaust.  fréttir af handahófi

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

Flugfélagið Insel Air gjaldþrota

26. febrúar 2019

|

Karabíska flugfélagið Insel Air hefur lýst yfir gjaldþroti en flugfélagið hafði höfuðstöðvar sínar í borginni Willemstad á eyjunni Curacao.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

  Nýjustu flugfréttirnar

United Airlines kynnir nýtt útlit

24. apríl 2019

|

Bandaríska flugfélagið United Airlines kynnti í dag nýtt útlit og var fyrsta flugvélin, sem máluð hefur verið í nýjum búningi, frumsýnd við hátíðlega athöfn á flugvellinum í Chicago.

EasyJet bannar hnetur um borð

24. apríl 2019

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet ætlar að hætta að selja hnetur um borð í flugvélum sínum auk þess sem félagið ætlar einnig að banna farþegum að taka með sér hnetur um borð til að borða í flugi.

Tveir flugmenn hjá Cathay Pacific hlutu sjóntruflanir í flugi

24. apríl 2019

|

Flugmálayfirvöld í Hong Kong rannsaka nú tvö atvik sem áttu sér stað fyrr á þessu ári þar sem tveir flugmenn hjá Cathay Pacific, í sitthvoru fluginu, hlutu sjóntruflanir í miðju flugi með mánaðar mil

Nefnd skipuð til að rannsaka vottunarferli Boeing 737 MAX

23. apríl 2019

|

Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur skipað saman sex manna nefnd sem er ætlað að fara yfir það vottunarferli sem átti sér stað á sínum tíma í kjölfar smíði Boeing 737 MAX þotunnar og hafa auga með

Icelandair til Bergen tímabundið með Bombardier Q400

22. apríl 2019

|

Icelandair mun nota Bombardier Dash 8 Q400 flugvél fyrir áætlunarflug til Bergen Í Noregi tímabundið í næsta mánuði.

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00