flugfréttir

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

- Bann sem var samþykkt með 2 ára aðlögunartíma tekur strax í gildi

1. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Kínverskir flugmenn geta nú ekki lengur fengið sér sígarettu í innanlandsflugi í stjórnklefanum

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk stjórnvöld samþykktu í október árið 2017.

Flugmálayfirvöld í Kína gáfu frá sér yfirlýsingu í seinustu viku þar sem tilkynnt var um að bannið myndi taka strax í gildi en upphaflega var gert ráð fyrir 2 ára aðlögunnartíma og átti bannið að taka í gildi í október í haust.

Áhafnarmeðlimir sem brjóta af sér við fyrsta brot eiga yfir höfði sér að fá ekki að fljúga í 12 mánuði og sá hinn sami sem staðinn er að því að brjóta ítrekað af sér með því að reykja í stjórnklefanum gæti lent í 36 mánaða flugbanni.

Kínversk flugfélög eru hvött til þess að framkvæma reglulega skoðun á því hvort að einhver í áhöfninni sé að stelast til þess að reykja í stjórnklefanum og tilkynna brotið tafarlaust eftir flugið en hörðum refsingum verður beitt ef reykingar í stjórnklefa orsaka alvarlegt atvik.

Ákveðið var að flýta banninu í kjölfar atvika sem upp hafa komið en í júlí í fyrra var flugmaður hjá Air China sem stalst til þess að nota rafsígarettu og slökkti hann óvart á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður sem orsakaði neyðarlækkun úr 35.000 fetum niður í 10.000 fet og féllu niður súrefnisgrímur.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) bannaði reykingar um borð í flugi fyrir tveimur áratugum síðan eða árið 1999 af heilsufarsástæðum og voru nánast öll flugfélög í heiminum sem ákváðu að framfylgja banninu tafarlaust.  fréttir af handahófi

Airbus vinnur að tækni sem gerir tvo flugmenn óþarfa

28. júní 2019

|

Airbus segir að verið sé að þróa tækni sem gæti leyst aðstoðarflugmanninn frá störfum í stjórnklefa á farþegaflugvélum framleiðandans í náinni framtíð.

Air France ósátt við nýja umhverfisskatta á farþegaflug

11. júlí 2019

|

Stjórnendur Air France eru mjög ósáttir við nýja umhverfisskatta sem ríkisstjórn Frakklands ætlar að innleiða frá og með árinu 2020 og segir stjórn flugfélagsins að skattarnir eigi eftir að gera Air

BAA Training opnar þjálfunarsetur í Víetnam

30. júlí 2019

|

BAA Training (Baltic Aviation Academy) hefur opnað þjálfunarsetur í Ho Chi Minh City í Víetnam þar sem boðið verður upp á þjálfun fyrir flugmenn á Airbus A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Vélmenni flaug mannlausri Cessnu í 2 klukkustundir

19. ágúst 2019

|

Lítil Cessna-einkaflugvél tók á loft á dögunum í Bandaríkjunum mannlaus með engan um borð en flugvélinni var flogið af vélmenni sem flaug vélinni í tvær klukkustundir.

Selja allan hlut sinn í Bank Norwegian

19. ágúst 2019

|

Norwegian tilkynnti í morgun að flugfélagið norska hafi ákveðið að selja allan hlut sinn í fyrirtækinu Norwegian Finans Holdings, sem á dótturfélagið Bank Norwegian, sem Norwegian stofnaði á sínum tí

Farþegaþota lendir í fyrsta sinn á nýja Gagarin-flugvellinum

19. ágúst 2019

|

Farþegaþota lenti í fyrsta sinn í gær á Gagarin-flugvellinum, sem er nýjasti alþjóðaflugvöllur Rússlands, staðsettur í borginni Saratov, tveimur dögum áður en hann verður formlega tekinn í notkun á

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00