flugfréttir

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

- Bann sem var samþykkt með 2 ára aðlögunartíma tekur strax í gildi

1. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Kínverskir flugmenn geta nú ekki lengur fengið sér sígarettu í innanlandsflugi í stjórnklefanum

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk stjórnvöld samþykktu í október árið 2017.

Flugmálayfirvöld í Kína gáfu frá sér yfirlýsingu í seinustu viku þar sem tilkynnt var um að bannið myndi taka strax í gildi en upphaflega var gert ráð fyrir 2 ára aðlögunnartíma og átti bannið að taka í gildi í október í haust.

Áhafnarmeðlimir sem brjóta af sér við fyrsta brot eiga yfir höfði sér að fá ekki að fljúga í 12 mánuði og sá hinn sami sem staðinn er að því að brjóta ítrekað af sér með því að reykja í stjórnklefanum gæti lent í 36 mánaða flugbanni.

Kínversk flugfélög eru hvött til þess að framkvæma reglulega skoðun á því hvort að einhver í áhöfninni sé að stelast til þess að reykja í stjórnklefanum og tilkynna brotið tafarlaust eftir flugið en hörðum refsingum verður beitt ef reykingar í stjórnklefa orsaka alvarlegt atvik.

Ákveðið var að flýta banninu í kjölfar atvika sem upp hafa komið en í júlí í fyrra var flugmaður hjá Air China sem stalst til þess að nota rafsígarettu og slökkti hann óvart á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður sem orsakaði neyðarlækkun úr 35.000 fetum niður í 10.000 fet og féllu niður súrefnisgrímur.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) bannaði reykingar um borð í flugi fyrir tveimur áratugum síðan eða árið 1999 af heilsufarsástæðum og voru nánast öll flugfélög í heiminum sem ákváðu að framfylgja banninu tafarlaust.  fréttir af handahófi

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Hóta málsókn vegna orðróms um gjaldþrot félagsins

6. janúar 2019

|

Kínverska flugfélagið Hong Kong Airlines hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem félagið hótar því að lögsækja hvaða fyrirtæki eða samtök sem er sem voga sér að hafa uppi efasemdir um fjárhagsstöðu f

  Nýjustu flugfréttirnar

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00